Banna skammtímaleigu til túrista í Barcelona Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 13:01 Borgarstjóri Barcelona tilkynnti um breytinguna í gær. Vísir/EPA Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni. Erfitt er að finna sér íbúð í langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Með þessari breytingu vona yfirvöld að leiguverð lækki og að borgin verði íbúðarhæf fyrir íbúa hennar. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að leiguverð hafi rokið upp um 68 prósent síðustu tíu árin og að kaupverð hafi risið um 38 prósent. Þá hafi þessi staða einnig aukið ójöfnuð og sérstaklega meðal ungs fólks. „Við erum að takast á við það sem við teljum verið stærsta vandamál Barcelona,“ sagði Callboni á borgarstjórnarfundi í gær og að frá og með 2029, ef ekkert breyttist, yrðu „ferðamannaíbúðir“ ekki lengur þekktar í borginni, eða vandamál. Takmarkanir á skammtímaleigu hafa áður verið kynntar á Kanaríeyjum á Spáni, í Lissabon í Portúgal og í Berlín í Þýskalandi. Loftmynd af Barcelona.Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Spánar, Isabel Rodriguez, studdi tilkynninguna á samfélagsmiðlinum X og sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að tryggja aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Margar af þeim íbúðum sem eru í skammtímaleigu eru leigðar út á vefnum AirBnb. Fyrirtækið hefur ekki brugðist við fréttunum. Ferðamannaíbúðasamtök Barcelona, Apartur, sögðu í tilkynningu ákvörðun yfirvalda vera mistök og að ólöglegum skammtímaleigum myndi fjölga. Borgaryfirvöld tilkynntu í gær að þau muni auka eftirlit með slíkum íbúðum samhliða nýja banninu. Hótel aftur á vinsælum svæðum Líklegt er að hótel muni græða á breytingunni en opnun nýrra hótela var bönnuð á ákveðnum svæðum. Collboni hefur gefið í skyn að með takmörkun skammtímaleiga verði því breytt. Hótelsamtök Barcelona vildu ekki segja neitt við um þessa breytingu við Guardian í gær. Ferðamannaíbúðum í skammtímaleigu hefur ekki fjölgað í borginni síðustu ár en ferðamönnum hefur á sama tíma ekki fækkað. Samtök hafa boðið til mótmæla þann 6. Júlí þar sem ferðamennsku í Barcelona verður mótmælt. Svipuð mótmæla voru haldin nýlega á Kanaríeyjum og á Mallorca. Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Erfitt er að finna sér íbúð í langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Með þessari breytingu vona yfirvöld að leiguverð lækki og að borgin verði íbúðarhæf fyrir íbúa hennar. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að leiguverð hafi rokið upp um 68 prósent síðustu tíu árin og að kaupverð hafi risið um 38 prósent. Þá hafi þessi staða einnig aukið ójöfnuð og sérstaklega meðal ungs fólks. „Við erum að takast á við það sem við teljum verið stærsta vandamál Barcelona,“ sagði Callboni á borgarstjórnarfundi í gær og að frá og með 2029, ef ekkert breyttist, yrðu „ferðamannaíbúðir“ ekki lengur þekktar í borginni, eða vandamál. Takmarkanir á skammtímaleigu hafa áður verið kynntar á Kanaríeyjum á Spáni, í Lissabon í Portúgal og í Berlín í Þýskalandi. Loftmynd af Barcelona.Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Spánar, Isabel Rodriguez, studdi tilkynninguna á samfélagsmiðlinum X og sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að tryggja aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Margar af þeim íbúðum sem eru í skammtímaleigu eru leigðar út á vefnum AirBnb. Fyrirtækið hefur ekki brugðist við fréttunum. Ferðamannaíbúðasamtök Barcelona, Apartur, sögðu í tilkynningu ákvörðun yfirvalda vera mistök og að ólöglegum skammtímaleigum myndi fjölga. Borgaryfirvöld tilkynntu í gær að þau muni auka eftirlit með slíkum íbúðum samhliða nýja banninu. Hótel aftur á vinsælum svæðum Líklegt er að hótel muni græða á breytingunni en opnun nýrra hótela var bönnuð á ákveðnum svæðum. Collboni hefur gefið í skyn að með takmörkun skammtímaleiga verði því breytt. Hótelsamtök Barcelona vildu ekki segja neitt við um þessa breytingu við Guardian í gær. Ferðamannaíbúðum í skammtímaleigu hefur ekki fjölgað í borginni síðustu ár en ferðamönnum hefur á sama tíma ekki fækkað. Samtök hafa boðið til mótmæla þann 6. Júlí þar sem ferðamennsku í Barcelona verður mótmælt. Svipuð mótmæla voru haldin nýlega á Kanaríeyjum og á Mallorca.
Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07