Banna skammtímaleigu til túrista í Barcelona Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 13:01 Borgarstjóri Barcelona tilkynnti um breytinguna í gær. Vísir/EPA Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni. Erfitt er að finna sér íbúð í langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Með þessari breytingu vona yfirvöld að leiguverð lækki og að borgin verði íbúðarhæf fyrir íbúa hennar. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að leiguverð hafi rokið upp um 68 prósent síðustu tíu árin og að kaupverð hafi risið um 38 prósent. Þá hafi þessi staða einnig aukið ójöfnuð og sérstaklega meðal ungs fólks. „Við erum að takast á við það sem við teljum verið stærsta vandamál Barcelona,“ sagði Callboni á borgarstjórnarfundi í gær og að frá og með 2029, ef ekkert breyttist, yrðu „ferðamannaíbúðir“ ekki lengur þekktar í borginni, eða vandamál. Takmarkanir á skammtímaleigu hafa áður verið kynntar á Kanaríeyjum á Spáni, í Lissabon í Portúgal og í Berlín í Þýskalandi. Loftmynd af Barcelona.Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Spánar, Isabel Rodriguez, studdi tilkynninguna á samfélagsmiðlinum X og sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að tryggja aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Margar af þeim íbúðum sem eru í skammtímaleigu eru leigðar út á vefnum AirBnb. Fyrirtækið hefur ekki brugðist við fréttunum. Ferðamannaíbúðasamtök Barcelona, Apartur, sögðu í tilkynningu ákvörðun yfirvalda vera mistök og að ólöglegum skammtímaleigum myndi fjölga. Borgaryfirvöld tilkynntu í gær að þau muni auka eftirlit með slíkum íbúðum samhliða nýja banninu. Hótel aftur á vinsælum svæðum Líklegt er að hótel muni græða á breytingunni en opnun nýrra hótela var bönnuð á ákveðnum svæðum. Collboni hefur gefið í skyn að með takmörkun skammtímaleiga verði því breytt. Hótelsamtök Barcelona vildu ekki segja neitt við um þessa breytingu við Guardian í gær. Ferðamannaíbúðum í skammtímaleigu hefur ekki fjölgað í borginni síðustu ár en ferðamönnum hefur á sama tíma ekki fækkað. Samtök hafa boðið til mótmæla þann 6. Júlí þar sem ferðamennsku í Barcelona verður mótmælt. Svipuð mótmæla voru haldin nýlega á Kanaríeyjum og á Mallorca. Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Erfitt er að finna sér íbúð í langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Með þessari breytingu vona yfirvöld að leiguverð lækki og að borgin verði íbúðarhæf fyrir íbúa hennar. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að leiguverð hafi rokið upp um 68 prósent síðustu tíu árin og að kaupverð hafi risið um 38 prósent. Þá hafi þessi staða einnig aukið ójöfnuð og sérstaklega meðal ungs fólks. „Við erum að takast á við það sem við teljum verið stærsta vandamál Barcelona,“ sagði Callboni á borgarstjórnarfundi í gær og að frá og með 2029, ef ekkert breyttist, yrðu „ferðamannaíbúðir“ ekki lengur þekktar í borginni, eða vandamál. Takmarkanir á skammtímaleigu hafa áður verið kynntar á Kanaríeyjum á Spáni, í Lissabon í Portúgal og í Berlín í Þýskalandi. Loftmynd af Barcelona.Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Spánar, Isabel Rodriguez, studdi tilkynninguna á samfélagsmiðlinum X og sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að tryggja aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Margar af þeim íbúðum sem eru í skammtímaleigu eru leigðar út á vefnum AirBnb. Fyrirtækið hefur ekki brugðist við fréttunum. Ferðamannaíbúðasamtök Barcelona, Apartur, sögðu í tilkynningu ákvörðun yfirvalda vera mistök og að ólöglegum skammtímaleigum myndi fjölga. Borgaryfirvöld tilkynntu í gær að þau muni auka eftirlit með slíkum íbúðum samhliða nýja banninu. Hótel aftur á vinsælum svæðum Líklegt er að hótel muni græða á breytingunni en opnun nýrra hótela var bönnuð á ákveðnum svæðum. Collboni hefur gefið í skyn að með takmörkun skammtímaleiga verði því breytt. Hótelsamtök Barcelona vildu ekki segja neitt við um þessa breytingu við Guardian í gær. Ferðamannaíbúðum í skammtímaleigu hefur ekki fjölgað í borginni síðustu ár en ferðamönnum hefur á sama tíma ekki fækkað. Samtök hafa boðið til mótmæla þann 6. Júlí þar sem ferðamennsku í Barcelona verður mótmælt. Svipuð mótmæla voru haldin nýlega á Kanaríeyjum og á Mallorca.
Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“