Banna skammtímaleigu til túrista í Barcelona Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 13:01 Borgarstjóri Barcelona tilkynnti um breytinguna í gær. Vísir/EPA Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni. Erfitt er að finna sér íbúð í langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Með þessari breytingu vona yfirvöld að leiguverð lækki og að borgin verði íbúðarhæf fyrir íbúa hennar. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að leiguverð hafi rokið upp um 68 prósent síðustu tíu árin og að kaupverð hafi risið um 38 prósent. Þá hafi þessi staða einnig aukið ójöfnuð og sérstaklega meðal ungs fólks. „Við erum að takast á við það sem við teljum verið stærsta vandamál Barcelona,“ sagði Callboni á borgarstjórnarfundi í gær og að frá og með 2029, ef ekkert breyttist, yrðu „ferðamannaíbúðir“ ekki lengur þekktar í borginni, eða vandamál. Takmarkanir á skammtímaleigu hafa áður verið kynntar á Kanaríeyjum á Spáni, í Lissabon í Portúgal og í Berlín í Þýskalandi. Loftmynd af Barcelona.Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Spánar, Isabel Rodriguez, studdi tilkynninguna á samfélagsmiðlinum X og sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að tryggja aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Margar af þeim íbúðum sem eru í skammtímaleigu eru leigðar út á vefnum AirBnb. Fyrirtækið hefur ekki brugðist við fréttunum. Ferðamannaíbúðasamtök Barcelona, Apartur, sögðu í tilkynningu ákvörðun yfirvalda vera mistök og að ólöglegum skammtímaleigum myndi fjölga. Borgaryfirvöld tilkynntu í gær að þau muni auka eftirlit með slíkum íbúðum samhliða nýja banninu. Hótel aftur á vinsælum svæðum Líklegt er að hótel muni græða á breytingunni en opnun nýrra hótela var bönnuð á ákveðnum svæðum. Collboni hefur gefið í skyn að með takmörkun skammtímaleiga verði því breytt. Hótelsamtök Barcelona vildu ekki segja neitt við um þessa breytingu við Guardian í gær. Ferðamannaíbúðum í skammtímaleigu hefur ekki fjölgað í borginni síðustu ár en ferðamönnum hefur á sama tíma ekki fækkað. Samtök hafa boðið til mótmæla þann 6. Júlí þar sem ferðamennsku í Barcelona verður mótmælt. Svipuð mótmæla voru haldin nýlega á Kanaríeyjum og á Mallorca. Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Erfitt er að finna sér íbúð í langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Með þessari breytingu vona yfirvöld að leiguverð lækki og að borgin verði íbúðarhæf fyrir íbúa hennar. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að leiguverð hafi rokið upp um 68 prósent síðustu tíu árin og að kaupverð hafi risið um 38 prósent. Þá hafi þessi staða einnig aukið ójöfnuð og sérstaklega meðal ungs fólks. „Við erum að takast á við það sem við teljum verið stærsta vandamál Barcelona,“ sagði Callboni á borgarstjórnarfundi í gær og að frá og með 2029, ef ekkert breyttist, yrðu „ferðamannaíbúðir“ ekki lengur þekktar í borginni, eða vandamál. Takmarkanir á skammtímaleigu hafa áður verið kynntar á Kanaríeyjum á Spáni, í Lissabon í Portúgal og í Berlín í Þýskalandi. Loftmynd af Barcelona.Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Spánar, Isabel Rodriguez, studdi tilkynninguna á samfélagsmiðlinum X og sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að tryggja aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Margar af þeim íbúðum sem eru í skammtímaleigu eru leigðar út á vefnum AirBnb. Fyrirtækið hefur ekki brugðist við fréttunum. Ferðamannaíbúðasamtök Barcelona, Apartur, sögðu í tilkynningu ákvörðun yfirvalda vera mistök og að ólöglegum skammtímaleigum myndi fjölga. Borgaryfirvöld tilkynntu í gær að þau muni auka eftirlit með slíkum íbúðum samhliða nýja banninu. Hótel aftur á vinsælum svæðum Líklegt er að hótel muni græða á breytingunni en opnun nýrra hótela var bönnuð á ákveðnum svæðum. Collboni hefur gefið í skyn að með takmörkun skammtímaleiga verði því breytt. Hótelsamtök Barcelona vildu ekki segja neitt við um þessa breytingu við Guardian í gær. Ferðamannaíbúðum í skammtímaleigu hefur ekki fjölgað í borginni síðustu ár en ferðamönnum hefur á sama tíma ekki fækkað. Samtök hafa boðið til mótmæla þann 6. Júlí þar sem ferðamennsku í Barcelona verður mótmælt. Svipuð mótmæla voru haldin nýlega á Kanaríeyjum og á Mallorca.
Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07