Sláandi og óhugnanlegar staðreyndir á strimlum Aþenu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2024 10:31 Aþena sótti innblástur í störf föður síns á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Vísir Útskriftarverkefni grafíska hönnuðarins Aþenu Elíasdóttur í Listaháskóla Íslands hefur vakið mikla athygli. Þar setur hún fram á flottan hátt sláandi og óhugnanlegar staðreyndir og tölur sem tengjast fíknivandanum sem ríkir hér á landi og algjöru úrræðaleysi og fjársvelti. Vala Matt skoðaði þetta magnaða lokaverkefni í Íslandi í dag. Þar fékk Aþena meðal annars nokkrar tölur og staðreyndir frá föður sínum sem er framkvæmdastjóri á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Aþena sýnir á auðskiljanlegan hátt þann mikla samfélagslega og fjárhagslega ábata sem fæst með því að aðstoða fólk í fíknivanda með viðeigandi meðferð. Þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands Í Íslandi í dag segist Aþena þekkja nokkuð vel til málaflokksins þó hún hafi sjálf ekki reynslu af fíknivanda. Faðir Aþenu, Elías Guðmundsson er búinn að lyfta grettistaki á meðferðarheimilinu Krýsuvík þar sem hann er framkvæmdastjóri en þar er samt enn gríðarleg þörf á fjármagni eins og allsstaðar á meðferðarheimilum landsins. Allt of margir eru á biðlista til að komast þar inn. Á einum strimli í verkefni Aþenu má sjá að tap samfélagsins vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum kostar samfélagið 67,4 milljarða á ári. „Þetta eru þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands, sem er alveg svakaleg tala og þessi peningur gæti verið nýttur í allskonar aðra hluti,“ segir Aþena. Þá er tap ríkisins að meðaltali 15,4 milljónir á ári á hvern einstakling sem fær ekki hjálp. „Ég var búin að reyna rosa mikið af leiðum til að miðla þessum mikilvægu upplýsingum og mér fannst ekkert beint vera að virka fyrr en ég setti þetta upp á strimil,“ útskýrir Aþena. Hún segir það líka táknrænt enda fúlsi flestir við strimlinum út í búð, eða taki við honum, krumpi hann og hendi. „Sem er ekki ólíkt samfélagsframkomu gagnvart fólki í fíknivanda, það er afþakkað, hundsað eða því hent þar sem það sést ekki lengur,“ segir Aþena sem notar pennastrik á strimlinum líka til þess að opna augu fólks gagnvart umræðunni gagnvart fólki í fíknivanda. „Búðin“ heitir „Fíklar“ og ég krota yfir það og leiðrétti í „Fólk í fíknivanda,“ af því að það er svo neikvæð orðræða í kringum víknivanda og fíkill er neikvætt og niðrandi orð. Þá er ekki skrítið að fólk sé ekki að fá aðstoð ef það er verið að nota neikvæð lýsingarorð yfir það.“ Ísland í dag Fíkn Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Vala Matt skoðaði þetta magnaða lokaverkefni í Íslandi í dag. Þar fékk Aþena meðal annars nokkrar tölur og staðreyndir frá föður sínum sem er framkvæmdastjóri á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Aþena sýnir á auðskiljanlegan hátt þann mikla samfélagslega og fjárhagslega ábata sem fæst með því að aðstoða fólk í fíknivanda með viðeigandi meðferð. Þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands Í Íslandi í dag segist Aþena þekkja nokkuð vel til málaflokksins þó hún hafi sjálf ekki reynslu af fíknivanda. Faðir Aþenu, Elías Guðmundsson er búinn að lyfta grettistaki á meðferðarheimilinu Krýsuvík þar sem hann er framkvæmdastjóri en þar er samt enn gríðarleg þörf á fjármagni eins og allsstaðar á meðferðarheimilum landsins. Allt of margir eru á biðlista til að komast þar inn. Á einum strimli í verkefni Aþenu má sjá að tap samfélagsins vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum kostar samfélagið 67,4 milljarða á ári. „Þetta eru þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands, sem er alveg svakaleg tala og þessi peningur gæti verið nýttur í allskonar aðra hluti,“ segir Aþena. Þá er tap ríkisins að meðaltali 15,4 milljónir á ári á hvern einstakling sem fær ekki hjálp. „Ég var búin að reyna rosa mikið af leiðum til að miðla þessum mikilvægu upplýsingum og mér fannst ekkert beint vera að virka fyrr en ég setti þetta upp á strimil,“ útskýrir Aþena. Hún segir það líka táknrænt enda fúlsi flestir við strimlinum út í búð, eða taki við honum, krumpi hann og hendi. „Sem er ekki ólíkt samfélagsframkomu gagnvart fólki í fíknivanda, það er afþakkað, hundsað eða því hent þar sem það sést ekki lengur,“ segir Aþena sem notar pennastrik á strimlinum líka til þess að opna augu fólks gagnvart umræðunni gagnvart fólki í fíknivanda. „Búðin“ heitir „Fíklar“ og ég krota yfir það og leiðrétti í „Fólk í fíknivanda,“ af því að það er svo neikvæð orðræða í kringum víknivanda og fíkill er neikvætt og niðrandi orð. Þá er ekki skrítið að fólk sé ekki að fá aðstoð ef það er verið að nota neikvæð lýsingarorð yfir það.“
Ísland í dag Fíkn Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira