Sláandi og óhugnanlegar staðreyndir á strimlum Aþenu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2024 10:31 Aþena sótti innblástur í störf föður síns á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Vísir Útskriftarverkefni grafíska hönnuðarins Aþenu Elíasdóttur í Listaháskóla Íslands hefur vakið mikla athygli. Þar setur hún fram á flottan hátt sláandi og óhugnanlegar staðreyndir og tölur sem tengjast fíknivandanum sem ríkir hér á landi og algjöru úrræðaleysi og fjársvelti. Vala Matt skoðaði þetta magnaða lokaverkefni í Íslandi í dag. Þar fékk Aþena meðal annars nokkrar tölur og staðreyndir frá föður sínum sem er framkvæmdastjóri á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Aþena sýnir á auðskiljanlegan hátt þann mikla samfélagslega og fjárhagslega ábata sem fæst með því að aðstoða fólk í fíknivanda með viðeigandi meðferð. Þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands Í Íslandi í dag segist Aþena þekkja nokkuð vel til málaflokksins þó hún hafi sjálf ekki reynslu af fíknivanda. Faðir Aþenu, Elías Guðmundsson er búinn að lyfta grettistaki á meðferðarheimilinu Krýsuvík þar sem hann er framkvæmdastjóri en þar er samt enn gríðarleg þörf á fjármagni eins og allsstaðar á meðferðarheimilum landsins. Allt of margir eru á biðlista til að komast þar inn. Á einum strimli í verkefni Aþenu má sjá að tap samfélagsins vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum kostar samfélagið 67,4 milljarða á ári. „Þetta eru þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands, sem er alveg svakaleg tala og þessi peningur gæti verið nýttur í allskonar aðra hluti,“ segir Aþena. Þá er tap ríkisins að meðaltali 15,4 milljónir á ári á hvern einstakling sem fær ekki hjálp. „Ég var búin að reyna rosa mikið af leiðum til að miðla þessum mikilvægu upplýsingum og mér fannst ekkert beint vera að virka fyrr en ég setti þetta upp á strimil,“ útskýrir Aþena. Hún segir það líka táknrænt enda fúlsi flestir við strimlinum út í búð, eða taki við honum, krumpi hann og hendi. „Sem er ekki ólíkt samfélagsframkomu gagnvart fólki í fíknivanda, það er afþakkað, hundsað eða því hent þar sem það sést ekki lengur,“ segir Aþena sem notar pennastrik á strimlinum líka til þess að opna augu fólks gagnvart umræðunni gagnvart fólki í fíknivanda. „Búðin“ heitir „Fíklar“ og ég krota yfir það og leiðrétti í „Fólk í fíknivanda,“ af því að það er svo neikvæð orðræða í kringum víknivanda og fíkill er neikvætt og niðrandi orð. Þá er ekki skrítið að fólk sé ekki að fá aðstoð ef það er verið að nota neikvæð lýsingarorð yfir það.“ Ísland í dag Fíkn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Vala Matt skoðaði þetta magnaða lokaverkefni í Íslandi í dag. Þar fékk Aþena meðal annars nokkrar tölur og staðreyndir frá föður sínum sem er framkvæmdastjóri á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Aþena sýnir á auðskiljanlegan hátt þann mikla samfélagslega og fjárhagslega ábata sem fæst með því að aðstoða fólk í fíknivanda með viðeigandi meðferð. Þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands Í Íslandi í dag segist Aþena þekkja nokkuð vel til málaflokksins þó hún hafi sjálf ekki reynslu af fíknivanda. Faðir Aþenu, Elías Guðmundsson er búinn að lyfta grettistaki á meðferðarheimilinu Krýsuvík þar sem hann er framkvæmdastjóri en þar er samt enn gríðarleg þörf á fjármagni eins og allsstaðar á meðferðarheimilum landsins. Allt of margir eru á biðlista til að komast þar inn. Á einum strimli í verkefni Aþenu má sjá að tap samfélagsins vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum kostar samfélagið 67,4 milljarða á ári. „Þetta eru þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands, sem er alveg svakaleg tala og þessi peningur gæti verið nýttur í allskonar aðra hluti,“ segir Aþena. Þá er tap ríkisins að meðaltali 15,4 milljónir á ári á hvern einstakling sem fær ekki hjálp. „Ég var búin að reyna rosa mikið af leiðum til að miðla þessum mikilvægu upplýsingum og mér fannst ekkert beint vera að virka fyrr en ég setti þetta upp á strimil,“ útskýrir Aþena. Hún segir það líka táknrænt enda fúlsi flestir við strimlinum út í búð, eða taki við honum, krumpi hann og hendi. „Sem er ekki ólíkt samfélagsframkomu gagnvart fólki í fíknivanda, það er afþakkað, hundsað eða því hent þar sem það sést ekki lengur,“ segir Aþena sem notar pennastrik á strimlinum líka til þess að opna augu fólks gagnvart umræðunni gagnvart fólki í fíknivanda. „Búðin“ heitir „Fíklar“ og ég krota yfir það og leiðrétti í „Fólk í fíknivanda,“ af því að það er svo neikvæð orðræða í kringum víknivanda og fíkill er neikvætt og niðrandi orð. Þá er ekki skrítið að fólk sé ekki að fá aðstoð ef það er verið að nota neikvæð lýsingarorð yfir það.“
Ísland í dag Fíkn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira