Stærstu mál þingsins munu rata í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2024 09:31 Þorbjörg Sigríður veltir því fyrir sér hverjar afleiðingar vantrauststillögunnar verði og hennar spá er að öllu verði sópað af borðinu og fólk flýti sér í sumarfrí. vísir/vilhelm Margir eru hugsi eftir vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur í gær. Bjarkey sat rjóð í kinnum, en hún sat fast og taldi sig eiga inni það að stjórnarflokkarnir myndu verja hana. Sem þeir og gerðu, allir nema einn. Jón Gunnarsson sat hjá og þung orð féllu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er ein þeirra sem velti því fyrir sér hvað verður í kjölfar alls þessa. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni: „Allir út – strax“. Og er hún þar að vísa til þess að viðbrögðin verði þau að þinginu verði slitið í snatri og allir sendir í sumarfrí til að sleikja sárin. Þorbjörg Sigríður spáir því að fátt verði með mönnum á hinu háa Alþingi í kjölfarið. „Ég hugsa að fyrsta afleiðing af umræðum gærdagsins um vantraust á einn ráðherra VG verði sú að samið verði skyndilega um sumarfrí. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki auðveldlega verið í sama húsi og þess vegna þarf að ljúka þingi pronto.“ Niðurstaðan verður því hin sama og í fyrra. Allir út úr húsinu hið fyrsta. Í fyrra lauk störfum þingsins á þann hátt að ríkisstjórnin fór í frí og öllum málum var kastað í ruslið. „Í ár fara ekki alveg öll mál í ruslið en flest stærstu málin munu rata þangað. Í annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðu heldur vegna þess að formenn flokkanna stroka út mál hinna flokkanna.“ Fólk mun forðast hvert annað eins og heitan eldinn Þorbjörg Sigríður segir einhvern lista ríkisstjórnarflokkanna hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum daglega um þau mál stjórnin vill klára fyrir sumarið. En sumarið er alltaf að styttast. „Og sennilega munu þessi mál komast fyrir á servíettu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna flýja hvert annað eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl í kjölfar umræðu um vantraust.“ Þorbjörg Sigríður segir gremju Vinstri grænna með ræður Sjálfstæðismanna, og er hún líklega einkum að vísa til ræðu Óla Björns Kárasonar og ræðu Jóns Gunnarssonar, um óþol þeirra gagnvart VG birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni. „Við lesum kvart VG liða á netinu um að stjórnarandstaðan hafi mátt standa betur með þeirra bestu konu. Þau hefðu mátt standa betur með henni. Stjórnarandstöðuflokkur mun á öllum eðlilegum tímum kjósa með vantrausti. Fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefði gengið harðar fram þar en einmitt VG.“ Lítið verður um afgreidd mál á Alþingi Þorbjörg Sigríður segir gremju Sjálfstæðisflokks með að þurfa að verja það hvernig ráðherra VG fór með vald sitt hafi birst í löngum skýringum um að atkvæðagreiðslan um vantraust á ráðherra VG hafi auðvitað, þegar betur er að gáð, verið atkvæðagreiðsla um traust til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „Um það hver er heitasti stuðningsmaður Bjarna Ben. En atkvæðagreiðslan snerist um það í skjóli hverra ráðherra ríkisstjórnarinnar situr. Niðurstaðan segir að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Að sögn Þorbjargar Sigríðar verður reikningurinn fyrir þessi málalok í grunninn hinn sá sami og í fyrra. Lítið verði um afgreidd mál á Alþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er ein þeirra sem velti því fyrir sér hvað verður í kjölfar alls þessa. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni: „Allir út – strax“. Og er hún þar að vísa til þess að viðbrögðin verði þau að þinginu verði slitið í snatri og allir sendir í sumarfrí til að sleikja sárin. Þorbjörg Sigríður spáir því að fátt verði með mönnum á hinu háa Alþingi í kjölfarið. „Ég hugsa að fyrsta afleiðing af umræðum gærdagsins um vantraust á einn ráðherra VG verði sú að samið verði skyndilega um sumarfrí. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki auðveldlega verið í sama húsi og þess vegna þarf að ljúka þingi pronto.“ Niðurstaðan verður því hin sama og í fyrra. Allir út úr húsinu hið fyrsta. Í fyrra lauk störfum þingsins á þann hátt að ríkisstjórnin fór í frí og öllum málum var kastað í ruslið. „Í ár fara ekki alveg öll mál í ruslið en flest stærstu málin munu rata þangað. Í annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðu heldur vegna þess að formenn flokkanna stroka út mál hinna flokkanna.“ Fólk mun forðast hvert annað eins og heitan eldinn Þorbjörg Sigríður segir einhvern lista ríkisstjórnarflokkanna hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum daglega um þau mál stjórnin vill klára fyrir sumarið. En sumarið er alltaf að styttast. „Og sennilega munu þessi mál komast fyrir á servíettu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna flýja hvert annað eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl í kjölfar umræðu um vantraust.“ Þorbjörg Sigríður segir gremju Vinstri grænna með ræður Sjálfstæðismanna, og er hún líklega einkum að vísa til ræðu Óla Björns Kárasonar og ræðu Jóns Gunnarssonar, um óþol þeirra gagnvart VG birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni. „Við lesum kvart VG liða á netinu um að stjórnarandstaðan hafi mátt standa betur með þeirra bestu konu. Þau hefðu mátt standa betur með henni. Stjórnarandstöðuflokkur mun á öllum eðlilegum tímum kjósa með vantrausti. Fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefði gengið harðar fram þar en einmitt VG.“ Lítið verður um afgreidd mál á Alþingi Þorbjörg Sigríður segir gremju Sjálfstæðisflokks með að þurfa að verja það hvernig ráðherra VG fór með vald sitt hafi birst í löngum skýringum um að atkvæðagreiðslan um vantraust á ráðherra VG hafi auðvitað, þegar betur er að gáð, verið atkvæðagreiðsla um traust til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „Um það hver er heitasti stuðningsmaður Bjarna Ben. En atkvæðagreiðslan snerist um það í skjóli hverra ráðherra ríkisstjórnarinnar situr. Niðurstaðan segir að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Að sögn Þorbjargar Sigríðar verður reikningurinn fyrir þessi málalok í grunninn hinn sá sami og í fyrra. Lítið verði um afgreidd mál á Alþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira