Ólympíudraumur Eyþóru úti eftir grátlegt slys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 08:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir ætlaði sér að keppa á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Hér er hún á leikunum í Tókýó. Getty/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Draumur Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur um að keppa á þriðju Ólympíuleikunum í röð er úti eftir slys á æfingu í gær. Hún greinir frá gríðarlegum vonbrigðum á samfélagsmiðlum sínum. Eyþóra er 25 ára gömul hollensk-íslensk fimleikakona sem á íslenska foreldra en er fædd og uppalin í Hollandi. Hún hefur keppt alla tíð fyrir Holland og fór bæði á Ólympíuleikana í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. „Ólympíudraumur minn í París 2024 er úti,“ skrifaði Eyþóra á síðu sína. „Í dag á æfingu fyrir forkeppni Ólympíuleikanna þá lenti ég í heimskulegu slysi þegar ég ætlaði að stökkva af jafnvægisslánni,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur náð flottum árangri á mörgum stórmótum.Getty/Tim Clayton „Þetta varð til þess að ég fótbraut mig á fjórum stöðum. Næst á dagskrá er aðgerð í næstu viku til þess að laga þetta,“ skrifaði Eyþóra. „Því miður hafa verið margar lægðir í lífi mínu að undanförnu. Ég vona að þessi verði sú síðasta. En með þessu er ljóst að draumur minn um að keppa á ÓL París 2024 er úti. Greinilega átti þetta ekki að gerast,“ skrifaði Eyþóra. „Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur stutt mig á þessu ferðalagi. Ég veit að ég hefði aldrei komist svona langt án ykkar allra. Ég vil líka óska öllum stelpunum góðs gengs í forkeppni Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra varð í níunda sæti í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó og í sjöunda sæti í liðakeppninni. Á leikunum í Tókýó varð liðið í ellefta sæti en varð annar varamaður í úrslitin í fjölþraut eftir að hafa orðið í 36. sæti í undankeppninni. Eyþóra vann bronsverðlaun með hollenska liðinu á Evrópukeppninni í fyrra en þá varð hún í sjötta sæti í fjölþrautinni. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Eyþóra er 25 ára gömul hollensk-íslensk fimleikakona sem á íslenska foreldra en er fædd og uppalin í Hollandi. Hún hefur keppt alla tíð fyrir Holland og fór bæði á Ólympíuleikana í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. „Ólympíudraumur minn í París 2024 er úti,“ skrifaði Eyþóra á síðu sína. „Í dag á æfingu fyrir forkeppni Ólympíuleikanna þá lenti ég í heimskulegu slysi þegar ég ætlaði að stökkva af jafnvægisslánni,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur náð flottum árangri á mörgum stórmótum.Getty/Tim Clayton „Þetta varð til þess að ég fótbraut mig á fjórum stöðum. Næst á dagskrá er aðgerð í næstu viku til þess að laga þetta,“ skrifaði Eyþóra. „Því miður hafa verið margar lægðir í lífi mínu að undanförnu. Ég vona að þessi verði sú síðasta. En með þessu er ljóst að draumur minn um að keppa á ÓL París 2024 er úti. Greinilega átti þetta ekki að gerast,“ skrifaði Eyþóra. „Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur stutt mig á þessu ferðalagi. Ég veit að ég hefði aldrei komist svona langt án ykkar allra. Ég vil líka óska öllum stelpunum góðs gengs í forkeppni Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra varð í níunda sæti í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó og í sjöunda sæti í liðakeppninni. Á leikunum í Tókýó varð liðið í ellefta sæti en varð annar varamaður í úrslitin í fjölþraut eftir að hafa orðið í 36. sæti í undankeppninni. Eyþóra vann bronsverðlaun með hollenska liðinu á Evrópukeppninni í fyrra en þá varð hún í sjötta sæti í fjölþrautinni. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira