„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá” Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 17:22 Bjarkey er hvorki sátt við hjásetu Jóns né það sem hann sagði þegar hann gerði grein fyrir henni. Vísir/Arnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og þingkona Vinstri grænna er ekki sátt við Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins og hjásetu hans í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur henni sem greitt var atkvæði um á þingi í dag. „Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ Tillagan var felld með miklu meirihluta. Tillagan var lögð fram af þingflokki Miðflokks en meirihluti þingmanna stjórnarandstöðunnar studdi tillögunna. Jón gerði grein fyrir hjásetu sinni á þingi í dag og var nokkuð óvæginn í garð ráðherra Vinstri grænna. „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Jón á þingi dag. Hann sagði það þó ábyrgðarhluta að rjúfa ríkisstjórn og að hann treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hann ætlaði því ekki að greiða atkvæði. Óviðeigandi ummæli Bjarkey segir skoðanir Jóns liggja fyrir og það sé alltaf uppi á borði. Það sé ekki óeðlilegt að í þverpólitísku samstarfi þurfi að gera málamiðlanir. „En hann var mjög óvæginn í sinni atkvæðaskýringu áðan og ég er mjög ósátt við þessi ummæli sem hann lét þar falla. Mér finnst þau mjög óviðeigandi,“ segir Bjarkey. Hún segist ekki hafa rætt við Jón eftir atkvæðagreiðsluna og að hún ætli ekki að gera það. „Ég hef ekkert lagt mig sérstaklega eftir því. Ég hef ekkert við hann að ræða um þessi mál. Hann hefur sagt sína skoðun og veit mína. Þannig við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar. Hann hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Ég átti alveg von á því að hann gerði grein fyrir atkvæði en átti ekki endilega von á því að hann myndi ekki styðja mig.“ Ágætis stemning í ríkisstjórn Bjarkey telur ekki að það verði nokkrir eftirmálar af þessu máli. „Það er ágætis stemning við ríkisstjórnarborðið. Svo því sé nú haldið til haga. Þó að það séu einhverjir einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ósáttir við eitt og annað þá er það nú samt þannig að ríkisstjórnin vinnur ágætlega saman,“ segir Bjarkey og þau vinni hart að því að klára sín mál. „Ég trúi því að þetta fari að leysast,“ segir Bjarkey og að það sé þeirra markmið að ljúka þingi í þessari viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ Tillagan var felld með miklu meirihluta. Tillagan var lögð fram af þingflokki Miðflokks en meirihluti þingmanna stjórnarandstöðunnar studdi tillögunna. Jón gerði grein fyrir hjásetu sinni á þingi í dag og var nokkuð óvæginn í garð ráðherra Vinstri grænna. „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Jón á þingi dag. Hann sagði það þó ábyrgðarhluta að rjúfa ríkisstjórn og að hann treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hann ætlaði því ekki að greiða atkvæði. Óviðeigandi ummæli Bjarkey segir skoðanir Jóns liggja fyrir og það sé alltaf uppi á borði. Það sé ekki óeðlilegt að í þverpólitísku samstarfi þurfi að gera málamiðlanir. „En hann var mjög óvæginn í sinni atkvæðaskýringu áðan og ég er mjög ósátt við þessi ummæli sem hann lét þar falla. Mér finnst þau mjög óviðeigandi,“ segir Bjarkey. Hún segist ekki hafa rætt við Jón eftir atkvæðagreiðsluna og að hún ætli ekki að gera það. „Ég hef ekkert lagt mig sérstaklega eftir því. Ég hef ekkert við hann að ræða um þessi mál. Hann hefur sagt sína skoðun og veit mína. Þannig við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar. Hann hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Ég átti alveg von á því að hann gerði grein fyrir atkvæði en átti ekki endilega von á því að hann myndi ekki styðja mig.“ Ágætis stemning í ríkisstjórn Bjarkey telur ekki að það verði nokkrir eftirmálar af þessu máli. „Það er ágætis stemning við ríkisstjórnarborðið. Svo því sé nú haldið til haga. Þó að það séu einhverjir einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ósáttir við eitt og annað þá er það nú samt þannig að ríkisstjórnin vinnur ágætlega saman,“ segir Bjarkey og þau vinni hart að því að klára sín mál. „Ég trúi því að þetta fari að leysast,“ segir Bjarkey og að það sé þeirra markmið að ljúka þingi í þessari viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira