„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá” Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 17:22 Bjarkey er hvorki sátt við hjásetu Jóns né það sem hann sagði þegar hann gerði grein fyrir henni. Vísir/Arnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og þingkona Vinstri grænna er ekki sátt við Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins og hjásetu hans í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur henni sem greitt var atkvæði um á þingi í dag. „Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ Tillagan var felld með miklu meirihluta. Tillagan var lögð fram af þingflokki Miðflokks en meirihluti þingmanna stjórnarandstöðunnar studdi tillögunna. Jón gerði grein fyrir hjásetu sinni á þingi í dag og var nokkuð óvæginn í garð ráðherra Vinstri grænna. „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Jón á þingi dag. Hann sagði það þó ábyrgðarhluta að rjúfa ríkisstjórn og að hann treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hann ætlaði því ekki að greiða atkvæði. Óviðeigandi ummæli Bjarkey segir skoðanir Jóns liggja fyrir og það sé alltaf uppi á borði. Það sé ekki óeðlilegt að í þverpólitísku samstarfi þurfi að gera málamiðlanir. „En hann var mjög óvæginn í sinni atkvæðaskýringu áðan og ég er mjög ósátt við þessi ummæli sem hann lét þar falla. Mér finnst þau mjög óviðeigandi,“ segir Bjarkey. Hún segist ekki hafa rætt við Jón eftir atkvæðagreiðsluna og að hún ætli ekki að gera það. „Ég hef ekkert lagt mig sérstaklega eftir því. Ég hef ekkert við hann að ræða um þessi mál. Hann hefur sagt sína skoðun og veit mína. Þannig við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar. Hann hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Ég átti alveg von á því að hann gerði grein fyrir atkvæði en átti ekki endilega von á því að hann myndi ekki styðja mig.“ Ágætis stemning í ríkisstjórn Bjarkey telur ekki að það verði nokkrir eftirmálar af þessu máli. „Það er ágætis stemning við ríkisstjórnarborðið. Svo því sé nú haldið til haga. Þó að það séu einhverjir einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ósáttir við eitt og annað þá er það nú samt þannig að ríkisstjórnin vinnur ágætlega saman,“ segir Bjarkey og þau vinni hart að því að klára sín mál. „Ég trúi því að þetta fari að leysast,“ segir Bjarkey og að það sé þeirra markmið að ljúka þingi í þessari viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Sjá meira
„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ Tillagan var felld með miklu meirihluta. Tillagan var lögð fram af þingflokki Miðflokks en meirihluti þingmanna stjórnarandstöðunnar studdi tillögunna. Jón gerði grein fyrir hjásetu sinni á þingi í dag og var nokkuð óvæginn í garð ráðherra Vinstri grænna. „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Jón á þingi dag. Hann sagði það þó ábyrgðarhluta að rjúfa ríkisstjórn og að hann treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hann ætlaði því ekki að greiða atkvæði. Óviðeigandi ummæli Bjarkey segir skoðanir Jóns liggja fyrir og það sé alltaf uppi á borði. Það sé ekki óeðlilegt að í þverpólitísku samstarfi þurfi að gera málamiðlanir. „En hann var mjög óvæginn í sinni atkvæðaskýringu áðan og ég er mjög ósátt við þessi ummæli sem hann lét þar falla. Mér finnst þau mjög óviðeigandi,“ segir Bjarkey. Hún segist ekki hafa rætt við Jón eftir atkvæðagreiðsluna og að hún ætli ekki að gera það. „Ég hef ekkert lagt mig sérstaklega eftir því. Ég hef ekkert við hann að ræða um þessi mál. Hann hefur sagt sína skoðun og veit mína. Þannig við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar. Hann hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Ég átti alveg von á því að hann gerði grein fyrir atkvæði en átti ekki endilega von á því að hann myndi ekki styðja mig.“ Ágætis stemning í ríkisstjórn Bjarkey telur ekki að það verði nokkrir eftirmálar af þessu máli. „Það er ágætis stemning við ríkisstjórnarborðið. Svo því sé nú haldið til haga. Þó að það séu einhverjir einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ósáttir við eitt og annað þá er það nú samt þannig að ríkisstjórnin vinnur ágætlega saman,“ segir Bjarkey og þau vinni hart að því að klára sín mál. „Ég trúi því að þetta fari að leysast,“ segir Bjarkey og að það sé þeirra markmið að ljúka þingi í þessari viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Sjá meira