Landsmenn fái að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 16:58 Jón Gunnarsson segir að ekki yrði óeðlilegt ef landsmenn fengju að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt hér á landi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að sér þætti eðlilegt ef landsmönnum gæfist kostur á að senda umsagnir um þá einstaklinga sem Alþingi greiðir atkvæði um hvort fái ríkisborgararétt hér á landi. Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt til að veita 23 einstaklingum ríkisborgararétt, en 120 var hafnað. Jón sagði á Alþingi í dag að um væri að ræða stóra ákvörðun sem væri óafturkræf. Hann segir fyrirkomulagið sem sé núna á veitingu ríkisborgararéttar ekki ganga upp. „Þetta er auðvitað í algjörri andstöðu við það verklag sem við viðhöfum,“ sagði Jón. „Það má meira að segja ganga svo langt að segja að það væri ekkert óeðlilegt við það að landsmönnum væri gefið tækifæri á því það senda inn hugmyndir. Það er að segja, senda inn umsagnir um þessi nöfn,“ sagði hann og útskýrði að þar eigi hann við um upplýsingar, hvatningu eða annað sem lægi til grundvallar. Jón sagði að sér þætti að minnsta kosti mikilvægt að verklagi verði breytt um afgreiðslu þessara mála. „Við getum ekki haft þetta með þessum hætti að þetta sé algjörlega ógangsætt. Það fylgir enginn rökstuðningur, með höfnun eða veitingu, heldur en mat þriggja einstaklinga, þriggja þingmanna.“ „Að mínu mati, og ég veit að margir eru sammála mér, en þetta er óeðlilegt,“ sagði Jón sem sagðist ekki ætla að greiða atkvæði í atkvæðagreiðsluna um veitingu ríkisborgararéttarins, heldur ætlaði hann að treysta nefndarmönnunum sem lögðu nöfnin til. „Ég veit að það er búið að vera bullandi ágreiningur í þessari undirnefnd.“ Jón sagði að hann, sem og aðrir þingmenn hefðu fengið skilaboð, um að ýta á eftir hinni og þessari umsókninni. Hann vill meina að um sé að ræða „algjörlega forkastanleg vinnubrögð“. Þá hvatti hann til þess að þessu yrði breytt fyrir næsta þingvetur. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt?“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tókst á við Jón um málið í dag. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt fyrirkomulag? Ég held ekki.“ Hún sagði jafnframt að sér þætti það fyrirkomulag, sem Jón gagnrýndi harðlega, væri ágætt eins og það er. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt til að veita 23 einstaklingum ríkisborgararétt, en 120 var hafnað. Jón sagði á Alþingi í dag að um væri að ræða stóra ákvörðun sem væri óafturkræf. Hann segir fyrirkomulagið sem sé núna á veitingu ríkisborgararéttar ekki ganga upp. „Þetta er auðvitað í algjörri andstöðu við það verklag sem við viðhöfum,“ sagði Jón. „Það má meira að segja ganga svo langt að segja að það væri ekkert óeðlilegt við það að landsmönnum væri gefið tækifæri á því það senda inn hugmyndir. Það er að segja, senda inn umsagnir um þessi nöfn,“ sagði hann og útskýrði að þar eigi hann við um upplýsingar, hvatningu eða annað sem lægi til grundvallar. Jón sagði að sér þætti að minnsta kosti mikilvægt að verklagi verði breytt um afgreiðslu þessara mála. „Við getum ekki haft þetta með þessum hætti að þetta sé algjörlega ógangsætt. Það fylgir enginn rökstuðningur, með höfnun eða veitingu, heldur en mat þriggja einstaklinga, þriggja þingmanna.“ „Að mínu mati, og ég veit að margir eru sammála mér, en þetta er óeðlilegt,“ sagði Jón sem sagðist ekki ætla að greiða atkvæði í atkvæðagreiðsluna um veitingu ríkisborgararéttarins, heldur ætlaði hann að treysta nefndarmönnunum sem lögðu nöfnin til. „Ég veit að það er búið að vera bullandi ágreiningur í þessari undirnefnd.“ Jón sagði að hann, sem og aðrir þingmenn hefðu fengið skilaboð, um að ýta á eftir hinni og þessari umsókninni. Hann vill meina að um sé að ræða „algjörlega forkastanleg vinnubrögð“. Þá hvatti hann til þess að þessu yrði breytt fyrir næsta þingvetur. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt?“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tókst á við Jón um málið í dag. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt fyrirkomulag? Ég held ekki.“ Hún sagði jafnframt að sér þætti það fyrirkomulag, sem Jón gagnrýndi harðlega, væri ágætt eins og það er.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent