Landsmenn fái að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 16:58 Jón Gunnarsson segir að ekki yrði óeðlilegt ef landsmenn fengju að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt hér á landi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að sér þætti eðlilegt ef landsmönnum gæfist kostur á að senda umsagnir um þá einstaklinga sem Alþingi greiðir atkvæði um hvort fái ríkisborgararétt hér á landi. Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt til að veita 23 einstaklingum ríkisborgararétt, en 120 var hafnað. Jón sagði á Alþingi í dag að um væri að ræða stóra ákvörðun sem væri óafturkræf. Hann segir fyrirkomulagið sem sé núna á veitingu ríkisborgararéttar ekki ganga upp. „Þetta er auðvitað í algjörri andstöðu við það verklag sem við viðhöfum,“ sagði Jón. „Það má meira að segja ganga svo langt að segja að það væri ekkert óeðlilegt við það að landsmönnum væri gefið tækifæri á því það senda inn hugmyndir. Það er að segja, senda inn umsagnir um þessi nöfn,“ sagði hann og útskýrði að þar eigi hann við um upplýsingar, hvatningu eða annað sem lægi til grundvallar. Jón sagði að sér þætti að minnsta kosti mikilvægt að verklagi verði breytt um afgreiðslu þessara mála. „Við getum ekki haft þetta með þessum hætti að þetta sé algjörlega ógangsætt. Það fylgir enginn rökstuðningur, með höfnun eða veitingu, heldur en mat þriggja einstaklinga, þriggja þingmanna.“ „Að mínu mati, og ég veit að margir eru sammála mér, en þetta er óeðlilegt,“ sagði Jón sem sagðist ekki ætla að greiða atkvæði í atkvæðagreiðsluna um veitingu ríkisborgararéttarins, heldur ætlaði hann að treysta nefndarmönnunum sem lögðu nöfnin til. „Ég veit að það er búið að vera bullandi ágreiningur í þessari undirnefnd.“ Jón sagði að hann, sem og aðrir þingmenn hefðu fengið skilaboð, um að ýta á eftir hinni og þessari umsókninni. Hann vill meina að um sé að ræða „algjörlega forkastanleg vinnubrögð“. Þá hvatti hann til þess að þessu yrði breytt fyrir næsta þingvetur. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt?“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tókst á við Jón um málið í dag. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt fyrirkomulag? Ég held ekki.“ Hún sagði jafnframt að sér þætti það fyrirkomulag, sem Jón gagnrýndi harðlega, væri ágætt eins og það er. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt til að veita 23 einstaklingum ríkisborgararétt, en 120 var hafnað. Jón sagði á Alþingi í dag að um væri að ræða stóra ákvörðun sem væri óafturkræf. Hann segir fyrirkomulagið sem sé núna á veitingu ríkisborgararéttar ekki ganga upp. „Þetta er auðvitað í algjörri andstöðu við það verklag sem við viðhöfum,“ sagði Jón. „Það má meira að segja ganga svo langt að segja að það væri ekkert óeðlilegt við það að landsmönnum væri gefið tækifæri á því það senda inn hugmyndir. Það er að segja, senda inn umsagnir um þessi nöfn,“ sagði hann og útskýrði að þar eigi hann við um upplýsingar, hvatningu eða annað sem lægi til grundvallar. Jón sagði að sér þætti að minnsta kosti mikilvægt að verklagi verði breytt um afgreiðslu þessara mála. „Við getum ekki haft þetta með þessum hætti að þetta sé algjörlega ógangsætt. Það fylgir enginn rökstuðningur, með höfnun eða veitingu, heldur en mat þriggja einstaklinga, þriggja þingmanna.“ „Að mínu mati, og ég veit að margir eru sammála mér, en þetta er óeðlilegt,“ sagði Jón sem sagðist ekki ætla að greiða atkvæði í atkvæðagreiðsluna um veitingu ríkisborgararéttarins, heldur ætlaði hann að treysta nefndarmönnunum sem lögðu nöfnin til. „Ég veit að það er búið að vera bullandi ágreiningur í þessari undirnefnd.“ Jón sagði að hann, sem og aðrir þingmenn hefðu fengið skilaboð, um að ýta á eftir hinni og þessari umsókninni. Hann vill meina að um sé að ræða „algjörlega forkastanleg vinnubrögð“. Þá hvatti hann til þess að þessu yrði breytt fyrir næsta þingvetur. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt?“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tókst á við Jón um málið í dag. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt fyrirkomulag? Ég held ekki.“ Hún sagði jafnframt að sér þætti það fyrirkomulag, sem Jón gagnrýndi harðlega, væri ágætt eins og það er.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira