„Held það geri okkur að betri leikmönnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2024 15:31 Markverðirnir og systurnar Birta og Aldís Guðlaugsdætur. Bestu mörkin „Jú, það er svolítið erfitt að bera sig ekki við systur sína þegar maður er í sömu deild og sömu stöðu en ég held að það geri okkur að betri leikmönnum,“ sagði Birta Guðlaugsdóttir aðspurð hvernig það er að eiga systur sem er einnig markvörður. Systurnar, og markverðirnir, Aldís og Birta Guðlaugsdætur mættu í upphitunarþátt Bestu markanna fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir tóku vel á móti þeim. Aldís og Birta eru uppaldar á Ólafsvík en sú fyrrnefnda hefur varið mark FH undanfarin ár ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum. Birta spilar í dag fyrir Víking eftir að hafa spilað síðast með Stjörnunni árið 2021 en hún hefur einnig verið í háskóla í Bandaríkjunum. Klippa: Upphitun fyrir 9. umferð í Bestu deild kvenna „Það er alveg þægilegt að koma heim og geta rantað í einhverjum og hún skilur það. Það eru ekkert allir sem skilja þessa stöðu,“ bætti Aldís við. „Að vera markmaður er svolítið sérstök staða,“ sagði Birta áður en þær systur voru spurðu af hverju þær hefðu báðar valið að spila í marki. Birta sagði það einfaldlega hafa hentað best, hún var snemma ein af stærri krökkunum í sínum bekk og það lá vel við að fara í mark. Aldís hafði svipaða sögu að segja. „Ef það virkar þá heldur maður sig við það,“ sagði Birta einnig. Þær voru báðar á því að það hafi gefið þeim mikið að spila með strákunum í Ólafsvík á sínum tíma. Spjall þeirra systra má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur 9. umferðar hefst klukkan 18.00 þegar Víkingar taka á móti toppliði Breiðabliks. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má svo sjá hvernig 9. umferð raðast upp. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Systurnar, og markverðirnir, Aldís og Birta Guðlaugsdætur mættu í upphitunarþátt Bestu markanna fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir tóku vel á móti þeim. Aldís og Birta eru uppaldar á Ólafsvík en sú fyrrnefnda hefur varið mark FH undanfarin ár ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum. Birta spilar í dag fyrir Víking eftir að hafa spilað síðast með Stjörnunni árið 2021 en hún hefur einnig verið í háskóla í Bandaríkjunum. Klippa: Upphitun fyrir 9. umferð í Bestu deild kvenna „Það er alveg þægilegt að koma heim og geta rantað í einhverjum og hún skilur það. Það eru ekkert allir sem skilja þessa stöðu,“ bætti Aldís við. „Að vera markmaður er svolítið sérstök staða,“ sagði Birta áður en þær systur voru spurðu af hverju þær hefðu báðar valið að spila í marki. Birta sagði það einfaldlega hafa hentað best, hún var snemma ein af stærri krökkunum í sínum bekk og það lá vel við að fara í mark. Aldís hafði svipaða sögu að segja. „Ef það virkar þá heldur maður sig við það,“ sagði Birta einnig. Þær voru báðar á því að það hafi gefið þeim mikið að spila með strákunum í Ólafsvík á sínum tíma. Spjall þeirra systra má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur 9. umferðar hefst klukkan 18.00 þegar Víkingar taka á móti toppliði Breiðabliks. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má svo sjá hvernig 9. umferð raðast upp. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira