„Þessi vantrauststillaga verður felld“ Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. júní 2024 23:01 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að vantrauststillaga á ráðherra Vinstri grænna verði felld á morgun. Vísir/Vilhelm Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun. Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa gefið það út að þeir muni allir verja Bjarkeyju vantrausti. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þessi vantrauststillaga verður felld,“ sagði Hildur og að það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Pólitískt leikrit Málið hafi verið rætt á þingflokksfundi í dag. Hún hafi ekki tekið nafnakall en að þingflokkurinn muni stuðla að því að tillagan verði felld. „Enda er þessi tillaga eingöngu pólitískt leikrit sem aðför að ríkisstjórninni. Skiljanlega er stjórnarandstaðan að horfast í augu við að meirihlutinn hér ætlar að klára fullt af málum,“ segir Hildur og að það verði gert í samstöðu og málamiðlunum, fyrir fólkið í landinu. „Það er hlutverkið sem við vorum kosin til að sinna og við ætlum að gera það," segir Hildur. Innan þingflokksins hafi verið áhyggjur af þessu máli. Þingmenn hafi sterkar skoðanir á stjórnsýslunni en tillagan verði samt sem áður felld. Stefna á að ljúka þingi í þessari viku Hildur segir að flokkarnir vinni nú að því að miðla málum svo hægt verði að ljúka þingstörfum. Það væri eðlilegt að svo ólíkir flokkar þyrftu að gera það. „Það eru vissulega mjög mörg mál undir. En þetta gengu vel. Við ætlum að klára og við látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur upp við vegg með þessum hætti með svona furðutillögu,“ segir Hildur. Stefnt væri að því að ljúka þingstörfum í þessari viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa gefið það út að þeir muni allir verja Bjarkeyju vantrausti. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þessi vantrauststillaga verður felld,“ sagði Hildur og að það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Pólitískt leikrit Málið hafi verið rætt á þingflokksfundi í dag. Hún hafi ekki tekið nafnakall en að þingflokkurinn muni stuðla að því að tillagan verði felld. „Enda er þessi tillaga eingöngu pólitískt leikrit sem aðför að ríkisstjórninni. Skiljanlega er stjórnarandstaðan að horfast í augu við að meirihlutinn hér ætlar að klára fullt af málum,“ segir Hildur og að það verði gert í samstöðu og málamiðlunum, fyrir fólkið í landinu. „Það er hlutverkið sem við vorum kosin til að sinna og við ætlum að gera það," segir Hildur. Innan þingflokksins hafi verið áhyggjur af þessu máli. Þingmenn hafi sterkar skoðanir á stjórnsýslunni en tillagan verði samt sem áður felld. Stefna á að ljúka þingi í þessari viku Hildur segir að flokkarnir vinni nú að því að miðla málum svo hægt verði að ljúka þingstörfum. Það væri eðlilegt að svo ólíkir flokkar þyrftu að gera það. „Það eru vissulega mjög mörg mál undir. En þetta gengu vel. Við ætlum að klára og við látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur upp við vegg með þessum hætti með svona furðutillögu,“ segir Hildur. Stefnt væri að því að ljúka þingstörfum í þessari viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40
Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53
Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49