Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 16:12 Steingrímur Jón Guðjónsson hjálpaði Quang Le að koma nokkrum veitingastöðum á koppinn á sínum tíma. Nú rekur hann sjálfur veitingastað og hefur ráðið meint mansalsfórnarlömb Quang Le í vinnu. Maður sem áður starfaði fyrir alræmda veitingamanninn Quang Le hefur opnað nýjan veitingastað í húsnæði sem áður hýsti veitingastað í eigu Le. Hann bauð fyrrverandi starfsfólki Le sem ekki hafði fengið vinnu eftir að stöðum hans var lokað, starf hjá veitingastaðnum. Veitingastaðurinn Bao Bite opnaði á Laugavegi 3 í vikunni, þar sem Pho Vietnam var áður til húsa. Steingrímur Jón Guðjónsson eigandi staðarins hefur reynslu úr veitingageiranum en hann var áður framkvæmdastjóri Víetnam-staðanna og sá meðal annars um að opna veitingastaði Quang Le þangað til fyrir tveimur árum. Veitingamaðurinn Quang Le, sem hefur á pappírum notast við nafnið Davíð Viðarsson, hafði verið bak við lás og slá síðan í mars þegar honum var sleppt úr haldi um helgina. Hann sætir þó tólf vikna farbanni á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi í tengslu við umfangsmikinn veitingahúsa- og gistirekstur. Bao Bite er staðsettur í sama húsnæði og Pho Vietnam var áður til húsa. Starfsemin tengist þó ekki starfsemi Quang Lé á neinn hátt.Aðsend En hvað kom til að Steingrímur ákvað að opna þennan veitingastað, á þessum stað, á þessari stund? „Það er raun og veru út af því að Quang Le var settur í gæsluvarðhald. Og þá náttúrlega hrundi allt veldið hjá honum,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Leigusalarnir hringdu í mig og spurðu hvort ég vildi taka yfir samninginn, af því að ég hef alltaf haldið góðu sambandi við þá eftir að ég hætti að vinna hjá Le.“ Þeir hafi hringt í lok mars og rúmlega tveimur vikum síðar hefði verið skrifað undir nýjan samning. Þá hafi vinna við að opna staðinn hafist. Steingrímur Jón Guðjónsson er eigandi Bao Bite. „Og ég gat ekki neitað þessu tækifæri því ég veit að þetta var staðurinn sem gekk alltaf best hjá honum, þetta er náttúrlega svo góð staðsetning,“ segir Steingrímur. Þá hafi hann eignast góða vini frá Víetnam meðan hann vann fyrir Le, og vitað að marga þeirra vantaði vinnu eftir að veitingastöðum Lé var lokað í mars. Hann hafi þá getað orðið þeim út um vinnu með því að opna veitingastaðinn. Hann segist hafa boðið öllum þeim fyrrverandi starfsmönnum Quang Le sem enn vantaði vinnu, starf hjá Bao Bite. Sem stendur sé hann með fimm starfsmenn í vinnu en eftir því sem líður á geti hann ráðið inn fleiri. Tveimur þeirra hefði þó einnig boðist vinna á hóteli en ákveðið að vinna frekar fyrir Steingrím. Rekstrarstjóri Bao Bite er líka fyrrverandi starfsmaður Le, en hætti hjá honum fyrir tveimur árum þegar hann fékk varanlegt dvalarleyfi. „Þannig að mér fannst þetta fullkomið tækifæri bæði fyrir þau og mig.“ Þannig að Quang Le kemur þessu ekki við að neinu leyti? „Nei, alls ekki að neinu leyti. Þeir riftu samningnum við hann strax og þeir gátu og þá gerðum við nýjan samning og erum komin með þetta í gagnið.“ „Enda myndi ég annars ekki hafa tilkynnt hann til lögreglu þegar hann kom til okkar á sunnudaginn,“ bætir hann við. Vísir greindi frá því í gær að heimildir væru fyrir því að Quang Le hafi mætt á nýja vinnustaði fórnarlamba sinna eftir að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ sagði þessa framkomu Le ekki koma sér á óvart, hún hafi frekar búist við henni en ekki. Sem fyrr segir sá Steingrímur um að opna flesta staði Le áður en hann hætti störfum hjá honum. Staðurinn var opnaður í síðustu viku. Á Bao Bite eru meðal annars Bao-bátar, núðluréttir og núðlusúpur á matseðli og í næsta mánuði stefnir Steingrímur á að ráða inn sushi-kokk til að kenna starfsfólkinu að búa til sushi. Steingrímur segir ágætlega hafa gengið fyrstu dagana, þrátt fyrir að stillansar vegna framkvæmda við húsið hafi reynst örlítið fráhrindandi. „En þetta dugar fyrir launum og leigu.“ Veitingastaðir Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Reykjavík Tengdar fréttir Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. 12. júní 2024 14:09 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira
Veitingastaðurinn Bao Bite opnaði á Laugavegi 3 í vikunni, þar sem Pho Vietnam var áður til húsa. Steingrímur Jón Guðjónsson eigandi staðarins hefur reynslu úr veitingageiranum en hann var áður framkvæmdastjóri Víetnam-staðanna og sá meðal annars um að opna veitingastaði Quang Le þangað til fyrir tveimur árum. Veitingamaðurinn Quang Le, sem hefur á pappírum notast við nafnið Davíð Viðarsson, hafði verið bak við lás og slá síðan í mars þegar honum var sleppt úr haldi um helgina. Hann sætir þó tólf vikna farbanni á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi í tengslu við umfangsmikinn veitingahúsa- og gistirekstur. Bao Bite er staðsettur í sama húsnæði og Pho Vietnam var áður til húsa. Starfsemin tengist þó ekki starfsemi Quang Lé á neinn hátt.Aðsend En hvað kom til að Steingrímur ákvað að opna þennan veitingastað, á þessum stað, á þessari stund? „Það er raun og veru út af því að Quang Le var settur í gæsluvarðhald. Og þá náttúrlega hrundi allt veldið hjá honum,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Leigusalarnir hringdu í mig og spurðu hvort ég vildi taka yfir samninginn, af því að ég hef alltaf haldið góðu sambandi við þá eftir að ég hætti að vinna hjá Le.“ Þeir hafi hringt í lok mars og rúmlega tveimur vikum síðar hefði verið skrifað undir nýjan samning. Þá hafi vinna við að opna staðinn hafist. Steingrímur Jón Guðjónsson er eigandi Bao Bite. „Og ég gat ekki neitað þessu tækifæri því ég veit að þetta var staðurinn sem gekk alltaf best hjá honum, þetta er náttúrlega svo góð staðsetning,“ segir Steingrímur. Þá hafi hann eignast góða vini frá Víetnam meðan hann vann fyrir Le, og vitað að marga þeirra vantaði vinnu eftir að veitingastöðum Lé var lokað í mars. Hann hafi þá getað orðið þeim út um vinnu með því að opna veitingastaðinn. Hann segist hafa boðið öllum þeim fyrrverandi starfsmönnum Quang Le sem enn vantaði vinnu, starf hjá Bao Bite. Sem stendur sé hann með fimm starfsmenn í vinnu en eftir því sem líður á geti hann ráðið inn fleiri. Tveimur þeirra hefði þó einnig boðist vinna á hóteli en ákveðið að vinna frekar fyrir Steingrím. Rekstrarstjóri Bao Bite er líka fyrrverandi starfsmaður Le, en hætti hjá honum fyrir tveimur árum þegar hann fékk varanlegt dvalarleyfi. „Þannig að mér fannst þetta fullkomið tækifæri bæði fyrir þau og mig.“ Þannig að Quang Le kemur þessu ekki við að neinu leyti? „Nei, alls ekki að neinu leyti. Þeir riftu samningnum við hann strax og þeir gátu og þá gerðum við nýjan samning og erum komin með þetta í gagnið.“ „Enda myndi ég annars ekki hafa tilkynnt hann til lögreglu þegar hann kom til okkar á sunnudaginn,“ bætir hann við. Vísir greindi frá því í gær að heimildir væru fyrir því að Quang Le hafi mætt á nýja vinnustaði fórnarlamba sinna eftir að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ sagði þessa framkomu Le ekki koma sér á óvart, hún hafi frekar búist við henni en ekki. Sem fyrr segir sá Steingrímur um að opna flesta staði Le áður en hann hætti störfum hjá honum. Staðurinn var opnaður í síðustu viku. Á Bao Bite eru meðal annars Bao-bátar, núðluréttir og núðlusúpur á matseðli og í næsta mánuði stefnir Steingrímur á að ráða inn sushi-kokk til að kenna starfsfólkinu að búa til sushi. Steingrímur segir ágætlega hafa gengið fyrstu dagana, þrátt fyrir að stillansar vegna framkvæmda við húsið hafi reynst örlítið fráhrindandi. „En þetta dugar fyrir launum og leigu.“
Veitingastaðir Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Reykjavík Tengdar fréttir Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. 12. júní 2024 14:09 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira
Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08
Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21
Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. 12. júní 2024 14:09