Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2024 13:58 Ofurparið fór líklega í sinn lengsta bíltúr til þessa um helgina. Hringferð um Ísland með stoppi á Seyðisfirði vegna brúðkaups á Siglufirði. Róbert Arnar Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar sköthjúin létu pússa sig saman á Sigló. Veislugestir fjölmenntu norður í land og mættu margir hverjir á föstudeginum til að gera almennilega helgi úr þessu. Flestir komu úr höfuðborginni sem þýðir fimm klukkustunda akstur eða svo hvor leið. Það er ef þú ákveður að aka stystu leið um Vesturlandsveg. Hringvegurinn býður auðvitað upp á möguleikann að aka hringveginn í hina áttina, sem býður meðal annars upp á útsýnisstopp við Jökulsárlón og fleiri vinsæla ferðamannastaði. Sú leið frá Reykjavík til Siglufjarðar tekur aftur á móti þrettán klukkustundir í akstri. Brynjar Bjarkason lagði upp í brúðkaupið ásamt kærustu sinni Helgu Þóru Bjarnadóttur og heppinni vinkonu sem slóst með í ferðalagið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lögðu þau líkt og fleiri af stað á föstudeginum og eftir langan akstur komu þau á áfangastað. Sem því miður var rangur. Það tekur tæpar níu klukkustundir að keyra frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, suðurleiðina. Þríeykið var nefnilega ekki mætt á Siglufjörð heldur á Seyðisfjörð. Níu tíma akstur að baki og fleiri tímar í akstri fram undan til að ná á áfangastað. Það vill svo skemmtilega til að það tekur um það bil jafnlangan tíma að keyra frá Seyðisfirði til Siglufjarðar eins og frá Reykjavík til Siglufjarðar. Á löglegum hraða tekur aksturinn frá Seyðisfirði til Siglufjarðar tæpar fimm klukkustundir. Brynjar og Helga Þóra mættu samkvæmt upplýsingum fréttastofu í tæka tíð fyrir brúðkaupið og líklega með smá ferðaþreytu eftir hátt í fjórtán tíma akstur á rúmum sólarhring. Það stoppaði Brynjar ekki á sviðinu í brúðkaupsveislunni þar sem þeir Aron Kristinn Jónsson, Club Dub bræður, fóru að sögn veislugesta á kostum. Aron Kristinn og Brynjar fóru líka á kostum í Einkalífinu á Vísi árið 2019. Hrakfarir Brynjars og Helgu Þóru urðu veislugestum enn eitt tilefnið til að brosa og hlæja í veislunni sem tókst vel til. Rifjuðu margir upp umræðu í kringum sjónvarpsþættina Ófærð sem teknir voru að hluta á Seyðisfirði en gerðust á Siglufirði. Þá rifjuðu sumir upp ferðasögu Bandaríkjamannsins Noel Santillan frá New Jersey sem bókaði sér hótel á Laugavegi í Reykjavík en endaði bíltúr sinn frá Keflavíkurflugvelli á Laugarvegi á Siglufirði. Bíltúrinn reyndist Noel vel sem var eins og blóm í eggi á Siglufirði og átti eftir að leika í auglýsingu fyrir Hótel Sigló. Koma verður í ljós hvort bíltúr þeirra Brynjars og stelpnanna verði innblástur við lagasmíð hjá popp- og raftónlistartvíeykinu. Múlaþing Fjallabyggð Brúðkaup Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar sköthjúin létu pússa sig saman á Sigló. Veislugestir fjölmenntu norður í land og mættu margir hverjir á föstudeginum til að gera almennilega helgi úr þessu. Flestir komu úr höfuðborginni sem þýðir fimm klukkustunda akstur eða svo hvor leið. Það er ef þú ákveður að aka stystu leið um Vesturlandsveg. Hringvegurinn býður auðvitað upp á möguleikann að aka hringveginn í hina áttina, sem býður meðal annars upp á útsýnisstopp við Jökulsárlón og fleiri vinsæla ferðamannastaði. Sú leið frá Reykjavík til Siglufjarðar tekur aftur á móti þrettán klukkustundir í akstri. Brynjar Bjarkason lagði upp í brúðkaupið ásamt kærustu sinni Helgu Þóru Bjarnadóttur og heppinni vinkonu sem slóst með í ferðalagið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lögðu þau líkt og fleiri af stað á föstudeginum og eftir langan akstur komu þau á áfangastað. Sem því miður var rangur. Það tekur tæpar níu klukkustundir að keyra frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, suðurleiðina. Þríeykið var nefnilega ekki mætt á Siglufjörð heldur á Seyðisfjörð. Níu tíma akstur að baki og fleiri tímar í akstri fram undan til að ná á áfangastað. Það vill svo skemmtilega til að það tekur um það bil jafnlangan tíma að keyra frá Seyðisfirði til Siglufjarðar eins og frá Reykjavík til Siglufjarðar. Á löglegum hraða tekur aksturinn frá Seyðisfirði til Siglufjarðar tæpar fimm klukkustundir. Brynjar og Helga Þóra mættu samkvæmt upplýsingum fréttastofu í tæka tíð fyrir brúðkaupið og líklega með smá ferðaþreytu eftir hátt í fjórtán tíma akstur á rúmum sólarhring. Það stoppaði Brynjar ekki á sviðinu í brúðkaupsveislunni þar sem þeir Aron Kristinn Jónsson, Club Dub bræður, fóru að sögn veislugesta á kostum. Aron Kristinn og Brynjar fóru líka á kostum í Einkalífinu á Vísi árið 2019. Hrakfarir Brynjars og Helgu Þóru urðu veislugestum enn eitt tilefnið til að brosa og hlæja í veislunni sem tókst vel til. Rifjuðu margir upp umræðu í kringum sjónvarpsþættina Ófærð sem teknir voru að hluta á Seyðisfirði en gerðust á Siglufirði. Þá rifjuðu sumir upp ferðasögu Bandaríkjamannsins Noel Santillan frá New Jersey sem bókaði sér hótel á Laugavegi í Reykjavík en endaði bíltúr sinn frá Keflavíkurflugvelli á Laugarvegi á Siglufirði. Bíltúrinn reyndist Noel vel sem var eins og blóm í eggi á Siglufirði og átti eftir að leika í auglýsingu fyrir Hótel Sigló. Koma verður í ljós hvort bíltúr þeirra Brynjars og stelpnanna verði innblástur við lagasmíð hjá popp- og raftónlistartvíeykinu.
Múlaþing Fjallabyggð Brúðkaup Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira