Jódís segir þingið þjakað af kvenfyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2024 13:29 Jódís sagðist hafa áhyggjur af kvenréttindamálum, konur í áhrifastöðum væru of fáar og þær yrðu fyrir aðkasti. vísir/vilhelm Jódís Skúladóttir Vinstri grænum vill meina að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hafi mátt sæta kvenfyrirlitningu, ítrekað hafi verið talað niður til hennar og sagt að Bjarni Benediktsson réði öllu. Þær raddir hafi nú þagnað. Jódís tók til máls í dagskrárliðnum Störf þingsins og hún gerði stöðu kvenna að umfjöllunarefni. Tilefnið er 19. júní eða kvenréttindadagurinn en þá 1915 fengu konur, og reyndar karlar sem minna mega sín, kosningarétt. Jódís sagði að horfa þyrfti á stóru myndina. Hún sagði bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, sem tengist. Jódís hélt því fram í þingræðu að ítrekað hafi verið talað niður til Katrínar, um að hún réði ekki heldur væri það Bjarni.vísir/vilhelm „Ég hef af því sérstakar áhyggjur að ég upplifi að við stöndum í stað þegar kemur að konum í áhrifastöðum. Þær eru of fáar og þær verða fyrir aðkasti. Við sjáum það að orðræðan er öðruvísi, það er bæði hér inni í þessum þingsal sem og á samfélagsmiðlum og alls staðar í samfélaginu,“ sagði Jódís og gerði hlé á máli sínu. „Mikið var rætt um það þegar fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sat í því embætti. Ítrekað var talað niður til hennar, um að hún réði ekki heldur væri það fjármálaráðherra sem öllu réði. Ég get ekki litið á það örðu vísi en kvenfyrirlitningu því sú umræða þagnaði þegar karlar setjast í báða stóla.“ Jódís sagði að allir þyrftu að vera meðvitaðir um hvernig þeir tali um konur í okkar samfélagi. „Það endurspeglar þau viðhorf sem komandi kynslóðir bera til kvenna.“ Alþingi Vinstri græn Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Jódís tók til máls í dagskrárliðnum Störf þingsins og hún gerði stöðu kvenna að umfjöllunarefni. Tilefnið er 19. júní eða kvenréttindadagurinn en þá 1915 fengu konur, og reyndar karlar sem minna mega sín, kosningarétt. Jódís sagði að horfa þyrfti á stóru myndina. Hún sagði bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, sem tengist. Jódís hélt því fram í þingræðu að ítrekað hafi verið talað niður til Katrínar, um að hún réði ekki heldur væri það Bjarni.vísir/vilhelm „Ég hef af því sérstakar áhyggjur að ég upplifi að við stöndum í stað þegar kemur að konum í áhrifastöðum. Þær eru of fáar og þær verða fyrir aðkasti. Við sjáum það að orðræðan er öðruvísi, það er bæði hér inni í þessum þingsal sem og á samfélagsmiðlum og alls staðar í samfélaginu,“ sagði Jódís og gerði hlé á máli sínu. „Mikið var rætt um það þegar fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sat í því embætti. Ítrekað var talað niður til hennar, um að hún réði ekki heldur væri það fjármálaráðherra sem öllu réði. Ég get ekki litið á það örðu vísi en kvenfyrirlitningu því sú umræða þagnaði þegar karlar setjast í báða stóla.“ Jódís sagði að allir þyrftu að vera meðvitaðir um hvernig þeir tali um konur í okkar samfélagi. „Það endurspeglar þau viðhorf sem komandi kynslóðir bera til kvenna.“
Alþingi Vinstri græn Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira