Brandenburg hreppti Ljónið í Cannes Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júní 2024 19:37 Bragi Valdimar og Arnar Halldórsson tóku við verðlaununum. Brandenburg Auglýsingastofan Brandenburg vann í kvöld bronsverðlaun á Cannes Lions verðlaunahátíðinni fyrir endurmörkunarvinnu á orkudrykknum Egils Orku. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk auglýsingastofa hlýtur Cannes Lions verðlaunin án þess að hafa verið í samstarfi við erlendar stofur. Þetta kemur fram í tilknningu frá Brandenburg. Þar segir að endurmörkunin hafi verið leidd af Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra Brandenburgar, og að lögð hafi verið áhersla á að miðla verkum eftir unga listamenn og skapa þannig vettvang fyrir listtjáningu í slagtogi við vörumerki sem hreyfist á hraða menningar. Áður hefur Björk Guðmundsdóttir hlotið slík verðlaun fyrir sýndarveruleikamyndbandið við lagið Notget en verkefnin Inspired by Iceland og Icelandverse hafa einnig hreppt verðlaun í samstarfi við erlendar auglýsingarstofur. „Að vinna sitt fyrsta ljón gleymist seint, sér í lagi þegar sigurinn er sögulegur. Í kvöld heiðrum við heilt land fyrir að vinna sitt fyrsta ljón í 71 árs sögu keppninar,“ er haft eftir Simon Cook, forstjóra Cannes Lions. Verðlaunin eru veitt fyrir skapandi nálgun á markaðssetningu og auglýsingar. Fjöldi þátttakenda frá hátt í hundrað löndum koma saman á frönsku rívíerunni árlega og hylla bestu skapandi verk ársins. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar og var haldin í 71. skipti í ár. „Á Íslandi blómstrar skapandi hugsun og það eru mikil tækifæri fólgin í að beisla þennan mikla sköpunarkraft og koma honum á framfæri á stóra sviðinu,“ er haft eftir Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra hjá Brandenburg., Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira
Þetta kemur fram í tilknningu frá Brandenburg. Þar segir að endurmörkunin hafi verið leidd af Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra Brandenburgar, og að lögð hafi verið áhersla á að miðla verkum eftir unga listamenn og skapa þannig vettvang fyrir listtjáningu í slagtogi við vörumerki sem hreyfist á hraða menningar. Áður hefur Björk Guðmundsdóttir hlotið slík verðlaun fyrir sýndarveruleikamyndbandið við lagið Notget en verkefnin Inspired by Iceland og Icelandverse hafa einnig hreppt verðlaun í samstarfi við erlendar auglýsingarstofur. „Að vinna sitt fyrsta ljón gleymist seint, sér í lagi þegar sigurinn er sögulegur. Í kvöld heiðrum við heilt land fyrir að vinna sitt fyrsta ljón í 71 árs sögu keppninar,“ er haft eftir Simon Cook, forstjóra Cannes Lions. Verðlaunin eru veitt fyrir skapandi nálgun á markaðssetningu og auglýsingar. Fjöldi þátttakenda frá hátt í hundrað löndum koma saman á frönsku rívíerunni árlega og hylla bestu skapandi verk ársins. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar og var haldin í 71. skipti í ár. „Á Íslandi blómstrar skapandi hugsun og það eru mikil tækifæri fólgin í að beisla þennan mikla sköpunarkraft og koma honum á framfæri á stóra sviðinu,“ er haft eftir Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra hjá Brandenburg.,
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira