Um 700 manns mættu á Apavatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júní 2024 20:04 Menn og málleysingjar nutu veðurblíðunnar á Apavatni um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 700 manns mættu á Apavatn rétt við Laugarvatn um helgina á fjölskylduhátíð Rafiðnaðarsambands Íslands, sem er með eitt glæsilegasta orlofssvæði landsins við vatnið. Í Skógarnesi við Apavatn í Bláskógabyggð á Rafiðnaðarsamband Íslands 16 hektara land þar sem er búið að byggja upp glæsilega aðstöðu fyrir félagsmenn og er alltaf verið að bæta smátt og smátt í frekari uppbyggingu. Mikil stemning var á svæðinu um helgina á árlegri fjölskylduhátíð þar sem ungir sem aldnir léku sér saman og nutu veðurblíðunnar. „Hér var mjög margt í boði. Við vorum til dæmis með golfkeppni, frisbígolf keppni, fótboltakeppni, víðavangshlaup og margt fleira,” segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Og þetta er glæsilegt svæði hjá ykkur? „Já, þetta er alveg svakalega flott svæði, sem við eigum hérna á Skógarnesi við Apavatn og gríðarlega vinsælt á meðal okkar félagsfólks. Það er náttúrulega búið að vera að byggja þetta upp á síðustu áratugum og hefur verið mikið lagt í þetta svæði hjá okkur,” segir Kristján Þórður. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sem er mjög stoltur af svæðinu við Apavatn og svo er félagið líka með orlofssvæði í Miðdal rétt við Laugarvatn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fullt af sumarbústöðum eru á svæðinu og margir þeirra mjög nýlegir. „Svæðið er alveg rosalega vel nýtt allt sumarið. Orlofshúsin eru bókuð allar vikur yfir sumartímann og allar helgar yfir vetrartímann og síðan eru tjaldsvæðin yfirfull allar helgar og oft á virkum dögum líka,” bætir Kristján Þórður við. Orlofshúsin í Skógarnesi við Apavatn eru mjög vinsæl hjá félagsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn af hápunktum helgarinnar var hljómsveitin Sniglabandið, sem mætti á svæðið á laugardagskvöldinu með öll af sínu bestu lögum. Gestum var boðið upp á pylsu með öllu á fjölskylduhátíðinni og drykki með, allt í boði félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kort af svæðinu og umgengnisreglurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Í Skógarnesi við Apavatn í Bláskógabyggð á Rafiðnaðarsamband Íslands 16 hektara land þar sem er búið að byggja upp glæsilega aðstöðu fyrir félagsmenn og er alltaf verið að bæta smátt og smátt í frekari uppbyggingu. Mikil stemning var á svæðinu um helgina á árlegri fjölskylduhátíð þar sem ungir sem aldnir léku sér saman og nutu veðurblíðunnar. „Hér var mjög margt í boði. Við vorum til dæmis með golfkeppni, frisbígolf keppni, fótboltakeppni, víðavangshlaup og margt fleira,” segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Og þetta er glæsilegt svæði hjá ykkur? „Já, þetta er alveg svakalega flott svæði, sem við eigum hérna á Skógarnesi við Apavatn og gríðarlega vinsælt á meðal okkar félagsfólks. Það er náttúrulega búið að vera að byggja þetta upp á síðustu áratugum og hefur verið mikið lagt í þetta svæði hjá okkur,” segir Kristján Þórður. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sem er mjög stoltur af svæðinu við Apavatn og svo er félagið líka með orlofssvæði í Miðdal rétt við Laugarvatn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fullt af sumarbústöðum eru á svæðinu og margir þeirra mjög nýlegir. „Svæðið er alveg rosalega vel nýtt allt sumarið. Orlofshúsin eru bókuð allar vikur yfir sumartímann og allar helgar yfir vetrartímann og síðan eru tjaldsvæðin yfirfull allar helgar og oft á virkum dögum líka,” bætir Kristján Þórður við. Orlofshúsin í Skógarnesi við Apavatn eru mjög vinsæl hjá félagsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn af hápunktum helgarinnar var hljómsveitin Sniglabandið, sem mætti á svæðið á laugardagskvöldinu með öll af sínu bestu lögum. Gestum var boðið upp á pylsu með öllu á fjölskylduhátíðinni og drykki með, allt í boði félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kort af svæðinu og umgengnisreglurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”