Heilsaði upp á meint fórnarlömb sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2024 16:13 Quang Le var bæði einn umsvifamesti veitingamaður landsins auk þess að reka gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur. Hann er grunaður um mansal og skipulagða glæpastarfsemi. vísir Síðan veitingamaðurinn Quang Le var látinn laus úr gæsluvarðhaldi hefur hann heimsótt fyrrverandi starfsfólk sitt og meint mansalsfórnarlömb á nýja vinnustaði þeirra. Sérfræðingur í mansalsmálum segir um dæmigerða vendingu í mansalsmálum að ræða. Quang Le, sem hefur á pappírum notast við nafnið Davíð Viðarssonn, hafði verið bak við lás og slá síðan í mars þegar honum var sleppt úr haldi um helgina. Hann sætir þó tólf vikna farbanni á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi í tengslu við umfangsmikinn veitingahúsa- og gistirekstur. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór Quang Le í heimsókn á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur í hádeginu á sunnudag. Þar starfar fyrrverandi starfsfólk hans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mætti hann með sólgleraugun uppi og heilsaði starfsfólkinu fyrrverandi alvarlegur í bragði áður en hann yfirgaf svæðið. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, segist hafa búist frekar við þessu en hitt og varað við því. Náð miklum tökum á fólkinu „Þetta er pínu dæmigert í mansalsmálum. Gerandinn hefur náð svo miklum tökum á þessu fólki yfir langan tíma og hugsanlega hagnast mikið á því, miðað við það sem við vitum. Það kemur ekki á óvart að gerandinn reyni aftur að ná tökum á þolendunum,“ segir Saga. „Þess vegna höfum við fundað með ætluðum þolendum til að reyna að styrkja þau svo þau standi sterkar og vonandi viti að þau þurfi ekki að vera undir hælnum á honum. Við vonumst til að þau séu í þannig stöðu núna að hannn nái þeim ekki aftur á sitt band. En það er hætta á því.“ Fram hefur komið að Quang Le sé grunaður um að hafa þegið greiðslu upp á milljónir króna frá fólki gegn aðstoð við að útvega vinnu og dvalarleyfi hér á landi. Fólkið hafi svo starfað hjá Quang Le, fengið greidd laun samkvæmt samningi en þurft að endurgreiða hluta launanna til hans í formi reiðufjár. „Miðað við það sem við vitum hefur hann verið að vinna í þessu fólki í mörg ár og var lengi vel helsta uppspretta upplýsinga fyrir þau,“ segir Saga og vísar til þess að fólkið hafi lagt traust sitt á hann. Hún minnir á að ætlaðir þolendur séu að líkindum vitni í málinu. „Maður veltir fyrir sér hvort að lögregla sé ekki meðvituð um að tryggja vernd vitna og ekki sé reynt að hafa áhrif á þau.“ Réttarbeiðni til Víetnam Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu hafði ekki heyrt af heimsókn Quang Le á veitingastað þar sem hans fyrrverandi starfsfólk starfaði. Hann tók þó fram að það þýddi ekki að slík ábending hefði ekki borist lögreglu enda Grímur ekki sjálfur inni í öllum þáttum rannsóknarinnar. Hann ætlaði að kanna málið. Hann segir of snemmt að segja hvenær rannsókn málsins ljúki. Í augnablikinu sé útistandandi réttarbeiðni til erlends ríkis þaðan sem engin gögn hafi enn borist. Meintir þolendur mansals eru frá Víetnam eins og Quang Le sjálfur svo telja má líklegt að réttarbeiðnin hafi verið send þangað þótt Grímur segist ekki geta tjáð sig ítarlegar um réttarbeiðnina. Fram kom á dögunum að lögregla hefði farið í maí farið í húsleit í tengslum við málið og notast við fíkniefnahunda við leitina. Þrír voru handteknir og sleppt að lokinni yfirheyrslu. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08 Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. 12. júní 2024 14:09 Gríðarleg fjölgun á dvalarleyfum til Víetnama á grundvelli sérfræðiþekkingar Árið 2023 fengu 115 Víetnamar dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Um er að ræða umtalsverða fjölgun frá fyrri árum og langstærsta hópinn sem fékk dvalarleyfi á þessum forsendum. 17. maí 2024 09:27 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Quang Le, sem hefur á pappírum notast við nafnið Davíð Viðarssonn, hafði verið bak við lás og slá síðan í mars þegar honum var sleppt úr haldi um helgina. Hann sætir þó tólf vikna farbanni á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi í tengslu við umfangsmikinn veitingahúsa- og gistirekstur. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór Quang Le í heimsókn á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur í hádeginu á sunnudag. Þar starfar fyrrverandi starfsfólk hans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mætti hann með sólgleraugun uppi og heilsaði starfsfólkinu fyrrverandi alvarlegur í bragði áður en hann yfirgaf svæðið. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, segist hafa búist frekar við þessu en hitt og varað við því. Náð miklum tökum á fólkinu „Þetta er pínu dæmigert í mansalsmálum. Gerandinn hefur náð svo miklum tökum á þessu fólki yfir langan tíma og hugsanlega hagnast mikið á því, miðað við það sem við vitum. Það kemur ekki á óvart að gerandinn reyni aftur að ná tökum á þolendunum,“ segir Saga. „Þess vegna höfum við fundað með ætluðum þolendum til að reyna að styrkja þau svo þau standi sterkar og vonandi viti að þau þurfi ekki að vera undir hælnum á honum. Við vonumst til að þau séu í þannig stöðu núna að hannn nái þeim ekki aftur á sitt band. En það er hætta á því.“ Fram hefur komið að Quang Le sé grunaður um að hafa þegið greiðslu upp á milljónir króna frá fólki gegn aðstoð við að útvega vinnu og dvalarleyfi hér á landi. Fólkið hafi svo starfað hjá Quang Le, fengið greidd laun samkvæmt samningi en þurft að endurgreiða hluta launanna til hans í formi reiðufjár. „Miðað við það sem við vitum hefur hann verið að vinna í þessu fólki í mörg ár og var lengi vel helsta uppspretta upplýsinga fyrir þau,“ segir Saga og vísar til þess að fólkið hafi lagt traust sitt á hann. Hún minnir á að ætlaðir þolendur séu að líkindum vitni í málinu. „Maður veltir fyrir sér hvort að lögregla sé ekki meðvituð um að tryggja vernd vitna og ekki sé reynt að hafa áhrif á þau.“ Réttarbeiðni til Víetnam Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu hafði ekki heyrt af heimsókn Quang Le á veitingastað þar sem hans fyrrverandi starfsfólk starfaði. Hann tók þó fram að það þýddi ekki að slík ábending hefði ekki borist lögreglu enda Grímur ekki sjálfur inni í öllum þáttum rannsóknarinnar. Hann ætlaði að kanna málið. Hann segir of snemmt að segja hvenær rannsókn málsins ljúki. Í augnablikinu sé útistandandi réttarbeiðni til erlends ríkis þaðan sem engin gögn hafi enn borist. Meintir þolendur mansals eru frá Víetnam eins og Quang Le sjálfur svo telja má líklegt að réttarbeiðnin hafi verið send þangað þótt Grímur segist ekki geta tjáð sig ítarlegar um réttarbeiðnina. Fram kom á dögunum að lögregla hefði farið í maí farið í húsleit í tengslum við málið og notast við fíkniefnahunda við leitina. Þrír voru handteknir og sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08 Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. 12. júní 2024 14:09 Gríðarleg fjölgun á dvalarleyfum til Víetnama á grundvelli sérfræðiþekkingar Árið 2023 fengu 115 Víetnamar dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Um er að ræða umtalsverða fjölgun frá fyrri árum og langstærsta hópinn sem fékk dvalarleyfi á þessum forsendum. 17. maí 2024 09:27 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08
Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. 12. júní 2024 14:09
Gríðarleg fjölgun á dvalarleyfum til Víetnama á grundvelli sérfræðiþekkingar Árið 2023 fengu 115 Víetnamar dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Um er að ræða umtalsverða fjölgun frá fyrri árum og langstærsta hópinn sem fékk dvalarleyfi á þessum forsendum. 17. maí 2024 09:27