Ein sú besta í heimi velur heilsuna yfir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 13:31 Aryna Sabalenka var með á síðustu Ólympíuleikum en féll þá út í annarri umferð. Hún verður orðin þrítug þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Los Angeles árið 2028. Getty/Robert Prange Aryna Sabalenka mun ekki taka þátt í Ólympíuleikunum í París í sumar en hún er númer þrjú á heimslistanum í tennis. Sabalenka gaf þetta út þrátt fyrir að hún eigi enn eftir að keppa á mótum áður en kemur að sjálfum Ólympíuleikunum. Þessi 26 ára gamla tenniskona frá Hvíta-Rússlandi vann Opna ástralska risamótið í janúar. Hún datt á dögunum út úr átta manna úrslitunum á Opna franska meistaramótinu á móti rússneska táningnum Mirru Andreevu. World number three Aryna Sabalenka will not play at the Paris Olympics in order to focus on her health and prepare for the hardcourt tournaments, the twice Grand Slam champion said on Monday. https://t.co/WlqLEreH7r https://t.co/WlqLEreH7r— Reuters Sports (@ReutersSports) June 17, 2024 Það var í fyrsta sinn sem Sabalenka komst ekki í undanúrslit á risamóti síðan á Opna franska meistaramótinu árið 2022. Tenniskeppni Ólympíuleikanna fer fram á völlunum á Roland Garros frá 27. júlí til 4. ágúst. Opna bandaríska meistaramótið hefst síðan 22 dögum síðar. „Ég vil frekar fá hvíldina til að passa upp á það að ég sé bæði líkamlega klár og hafi heilsu til að keppa á hörðu völlunum,“ sagði Aryna Sabalenka en Opna bandaríska meistaramótið fer fram á hörðu undirlagi. „Ekki síst vegna allra vandræðanna sem ég hef glímt við síðustu mánuði. Mér finnst ég þurfa að hugsa um heilsuna mína,“ sagði Sabalenka. Íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi þarf að keppa sem hlutlaus aðili á leikunum en fá ekki að keppa undir merkjum þjóðar sinnar. Það eru refsiaðgerðir vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Sabalenka mun keppa í Berlín til að undirbúa sig fyrir Wimbledon risamótið sem fer fram áður en kemur að Ólympíuleikunum í París í lok næsta mánaðar. Aryna Sabalenka says she will not play the Olympics this year:“I’m not going to play Olympics because of all the rules from WTA with mandatory tournaments. I have to sacrifice something. Unfortunately I have to sacrifice Olympics. At this stage of my career and especially with… pic.twitter.com/LEE3eiIlYg— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 17, 2024 Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Sabalenka gaf þetta út þrátt fyrir að hún eigi enn eftir að keppa á mótum áður en kemur að sjálfum Ólympíuleikunum. Þessi 26 ára gamla tenniskona frá Hvíta-Rússlandi vann Opna ástralska risamótið í janúar. Hún datt á dögunum út úr átta manna úrslitunum á Opna franska meistaramótinu á móti rússneska táningnum Mirru Andreevu. World number three Aryna Sabalenka will not play at the Paris Olympics in order to focus on her health and prepare for the hardcourt tournaments, the twice Grand Slam champion said on Monday. https://t.co/WlqLEreH7r https://t.co/WlqLEreH7r— Reuters Sports (@ReutersSports) June 17, 2024 Það var í fyrsta sinn sem Sabalenka komst ekki í undanúrslit á risamóti síðan á Opna franska meistaramótinu árið 2022. Tenniskeppni Ólympíuleikanna fer fram á völlunum á Roland Garros frá 27. júlí til 4. ágúst. Opna bandaríska meistaramótið hefst síðan 22 dögum síðar. „Ég vil frekar fá hvíldina til að passa upp á það að ég sé bæði líkamlega klár og hafi heilsu til að keppa á hörðu völlunum,“ sagði Aryna Sabalenka en Opna bandaríska meistaramótið fer fram á hörðu undirlagi. „Ekki síst vegna allra vandræðanna sem ég hef glímt við síðustu mánuði. Mér finnst ég þurfa að hugsa um heilsuna mína,“ sagði Sabalenka. Íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi þarf að keppa sem hlutlaus aðili á leikunum en fá ekki að keppa undir merkjum þjóðar sinnar. Það eru refsiaðgerðir vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Sabalenka mun keppa í Berlín til að undirbúa sig fyrir Wimbledon risamótið sem fer fram áður en kemur að Ólympíuleikunum í París í lok næsta mánaðar. Aryna Sabalenka says she will not play the Olympics this year:“I’m not going to play Olympics because of all the rules from WTA with mandatory tournaments. I have to sacrifice something. Unfortunately I have to sacrifice Olympics. At this stage of my career and especially with… pic.twitter.com/LEE3eiIlYg— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 17, 2024
Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira