„Tíu sinnum betra en mig dreymdi um“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 07:30 Jayson Tatum fagnar titlinum með syni sínum Jayson Christopher Tatum Jr. en sonur hans gengur jafnan undir nafninu Deuce. Getty/Elsa Það var svo sannarlega þungu fargi létt af Jayson Tatum þegar honum tókst loksins að vinna NBA titilinn með Boston Celtics í nótt. Tatum og Boston liðið var búið að vera lengi í fremstu röð í NBA en félagið hafði ekki unnið titilinn síðan árið 2008. 🗣️🗣️🗣️ https://t.co/577cz12luM pic.twitter.com/gFPQLgZm51— NBA (@NBA) June 18, 2024 Pressan var mikil og ekki síst á Tatum sjálfum. Það mátti líka sjá þetta á dramatískum viðbrögðum hans í leikslok. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri stig í sögu úrslitakeppninnar en Tatum eða þeir Jerry West, LeBron James, Dirk Nowitzki og Kevin Durant. Nú getur hann loksins kallað sig NBA meistara. Tatum talaði um aðdragandann að þessum fyrsta langþráða titli sínum. „Fólk hefur talað um það áður en af því að við höfum farið langt í úrslitakeppninni áður og ekki tekist að klára titilinn þá gerir það þessa stund svo miklu betri,“ sagði Tatum á blaðamannafundi eftir leikinn. "It took being relentless... I dreamed about what it would be like, but this is 10 times better."Jayson Tatum on what it took to win the title after coming up short in 2022 🏆 pic.twitter.com/ZrbZrCeadK— NBA (@NBA) June 18, 2024 „Þú veist hvernig það er að tapa og þekkir þá slæmu tilfinningu að vera í hinum klefanum og heyra í hinu liðinu fagna titlinum. Það var hræðilegt að heyra í liði fagna titli á þínum heimavelli,“ sagði Tatum og vísaði þá þegar liðið tapaði á móti Golden State Warriors í úrslitaeinvíginu 2022. „Nú er ég að komast upp í þennan hóp þar sem allir uppáhaldsleikmennirnir mínir eru. Allir sem teljast frábærir eða teljast til goðsagna hafa orðið meistarar. Allir þeir leikmanna sem ég leit upp til urðu meistarar og unnu margra titla. Nú get ég gengið inn í þau herbergi og deilt þeirri tilfinningu,“ sagði Tatum. „Þetta er rosaleg tilfinning. Mig dreymdi um hvernig þetta yrði en þetta er tíu sinnum betra,“ sagði Tatum. Hann fagnaði með syni sínum Deuce á gólfinu þegar titilinn var í höfn eins og sjá má hér fyrir neðan. Deuce & dad in #PhantomCam! 💚 https://t.co/i2gGBUKuVO pic.twitter.com/2AaGjWQ7Dj— NBA (@NBA) June 18, 2024 NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Tatum og Boston liðið var búið að vera lengi í fremstu röð í NBA en félagið hafði ekki unnið titilinn síðan árið 2008. 🗣️🗣️🗣️ https://t.co/577cz12luM pic.twitter.com/gFPQLgZm51— NBA (@NBA) June 18, 2024 Pressan var mikil og ekki síst á Tatum sjálfum. Það mátti líka sjá þetta á dramatískum viðbrögðum hans í leikslok. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri stig í sögu úrslitakeppninnar en Tatum eða þeir Jerry West, LeBron James, Dirk Nowitzki og Kevin Durant. Nú getur hann loksins kallað sig NBA meistara. Tatum talaði um aðdragandann að þessum fyrsta langþráða titli sínum. „Fólk hefur talað um það áður en af því að við höfum farið langt í úrslitakeppninni áður og ekki tekist að klára titilinn þá gerir það þessa stund svo miklu betri,“ sagði Tatum á blaðamannafundi eftir leikinn. "It took being relentless... I dreamed about what it would be like, but this is 10 times better."Jayson Tatum on what it took to win the title after coming up short in 2022 🏆 pic.twitter.com/ZrbZrCeadK— NBA (@NBA) June 18, 2024 „Þú veist hvernig það er að tapa og þekkir þá slæmu tilfinningu að vera í hinum klefanum og heyra í hinu liðinu fagna titlinum. Það var hræðilegt að heyra í liði fagna titli á þínum heimavelli,“ sagði Tatum og vísaði þá þegar liðið tapaði á móti Golden State Warriors í úrslitaeinvíginu 2022. „Nú er ég að komast upp í þennan hóp þar sem allir uppáhaldsleikmennirnir mínir eru. Allir sem teljast frábærir eða teljast til goðsagna hafa orðið meistarar. Allir þeir leikmanna sem ég leit upp til urðu meistarar og unnu margra titla. Nú get ég gengið inn í þau herbergi og deilt þeirri tilfinningu,“ sagði Tatum. „Þetta er rosaleg tilfinning. Mig dreymdi um hvernig þetta yrði en þetta er tíu sinnum betra,“ sagði Tatum. Hann fagnaði með syni sínum Deuce á gólfinu þegar titilinn var í höfn eins og sjá má hér fyrir neðan. Deuce & dad in #PhantomCam! 💚 https://t.co/i2gGBUKuVO pic.twitter.com/2AaGjWQ7Dj— NBA (@NBA) June 18, 2024
NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum