„Tíu sinnum betra en mig dreymdi um“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 07:30 Jayson Tatum fagnar titlinum með syni sínum Jayson Christopher Tatum Jr. en sonur hans gengur jafnan undir nafninu Deuce. Getty/Elsa Það var svo sannarlega þungu fargi létt af Jayson Tatum þegar honum tókst loksins að vinna NBA titilinn með Boston Celtics í nótt. Tatum og Boston liðið var búið að vera lengi í fremstu röð í NBA en félagið hafði ekki unnið titilinn síðan árið 2008. 🗣️🗣️🗣️ https://t.co/577cz12luM pic.twitter.com/gFPQLgZm51— NBA (@NBA) June 18, 2024 Pressan var mikil og ekki síst á Tatum sjálfum. Það mátti líka sjá þetta á dramatískum viðbrögðum hans í leikslok. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri stig í sögu úrslitakeppninnar en Tatum eða þeir Jerry West, LeBron James, Dirk Nowitzki og Kevin Durant. Nú getur hann loksins kallað sig NBA meistara. Tatum talaði um aðdragandann að þessum fyrsta langþráða titli sínum. „Fólk hefur talað um það áður en af því að við höfum farið langt í úrslitakeppninni áður og ekki tekist að klára titilinn þá gerir það þessa stund svo miklu betri,“ sagði Tatum á blaðamannafundi eftir leikinn. "It took being relentless... I dreamed about what it would be like, but this is 10 times better."Jayson Tatum on what it took to win the title after coming up short in 2022 🏆 pic.twitter.com/ZrbZrCeadK— NBA (@NBA) June 18, 2024 „Þú veist hvernig það er að tapa og þekkir þá slæmu tilfinningu að vera í hinum klefanum og heyra í hinu liðinu fagna titlinum. Það var hræðilegt að heyra í liði fagna titli á þínum heimavelli,“ sagði Tatum og vísaði þá þegar liðið tapaði á móti Golden State Warriors í úrslitaeinvíginu 2022. „Nú er ég að komast upp í þennan hóp þar sem allir uppáhaldsleikmennirnir mínir eru. Allir sem teljast frábærir eða teljast til goðsagna hafa orðið meistarar. Allir þeir leikmanna sem ég leit upp til urðu meistarar og unnu margra titla. Nú get ég gengið inn í þau herbergi og deilt þeirri tilfinningu,“ sagði Tatum. „Þetta er rosaleg tilfinning. Mig dreymdi um hvernig þetta yrði en þetta er tíu sinnum betra,“ sagði Tatum. Hann fagnaði með syni sínum Deuce á gólfinu þegar titilinn var í höfn eins og sjá má hér fyrir neðan. Deuce & dad in #PhantomCam! 💚 https://t.co/i2gGBUKuVO pic.twitter.com/2AaGjWQ7Dj— NBA (@NBA) June 18, 2024 NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Tatum og Boston liðið var búið að vera lengi í fremstu röð í NBA en félagið hafði ekki unnið titilinn síðan árið 2008. 🗣️🗣️🗣️ https://t.co/577cz12luM pic.twitter.com/gFPQLgZm51— NBA (@NBA) June 18, 2024 Pressan var mikil og ekki síst á Tatum sjálfum. Það mátti líka sjá þetta á dramatískum viðbrögðum hans í leikslok. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri stig í sögu úrslitakeppninnar en Tatum eða þeir Jerry West, LeBron James, Dirk Nowitzki og Kevin Durant. Nú getur hann loksins kallað sig NBA meistara. Tatum talaði um aðdragandann að þessum fyrsta langþráða titli sínum. „Fólk hefur talað um það áður en af því að við höfum farið langt í úrslitakeppninni áður og ekki tekist að klára titilinn þá gerir það þessa stund svo miklu betri,“ sagði Tatum á blaðamannafundi eftir leikinn. "It took being relentless... I dreamed about what it would be like, but this is 10 times better."Jayson Tatum on what it took to win the title after coming up short in 2022 🏆 pic.twitter.com/ZrbZrCeadK— NBA (@NBA) June 18, 2024 „Þú veist hvernig það er að tapa og þekkir þá slæmu tilfinningu að vera í hinum klefanum og heyra í hinu liðinu fagna titlinum. Það var hræðilegt að heyra í liði fagna titli á þínum heimavelli,“ sagði Tatum og vísaði þá þegar liðið tapaði á móti Golden State Warriors í úrslitaeinvíginu 2022. „Nú er ég að komast upp í þennan hóp þar sem allir uppáhaldsleikmennirnir mínir eru. Allir sem teljast frábærir eða teljast til goðsagna hafa orðið meistarar. Allir þeir leikmanna sem ég leit upp til urðu meistarar og unnu margra titla. Nú get ég gengið inn í þau herbergi og deilt þeirri tilfinningu,“ sagði Tatum. „Þetta er rosaleg tilfinning. Mig dreymdi um hvernig þetta yrði en þetta er tíu sinnum betra,“ sagði Tatum. Hann fagnaði með syni sínum Deuce á gólfinu þegar titilinn var í höfn eins og sjá má hér fyrir neðan. Deuce & dad in #PhantomCam! 💚 https://t.co/i2gGBUKuVO pic.twitter.com/2AaGjWQ7Dj— NBA (@NBA) June 18, 2024
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum