„Gaman hvað verið er að tala fallega um samstarfsfólkið mitt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2024 13:49 Baltasar Kormákur leikstjóri Snertingar er himinlifandi með viðbrögðin. Vísir/Vilhelm Kvikmyndin Snerting hefur hlotið lof í mörgum af stærstu bíómyndamiðlum vestanhafs. Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar fagnar góðu dómunum sem og góðu áhorfi í bíóhúsum hérlendis. „Þetta er eins gott og maður getur vonað, þetta er alveg frábært. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast, móttökurnar hafa verið mjög góðar á Íslandi og þetta er ekki síðra,“ segir Baltasar í samtali við Vísi. Meira en tuttugu þúsund manns hafa nú séð Snertingu í bíó hér á landi og Baltasar segir viðtökur góðar. Kvikmyndagagnrýni á myndinni hafa verið birt á fjölda miðla, þar á meðal Variety og The Hollywood Reporter. Frumsýna í Bandaríkjunum í júní Í gagnrýni á vef Variety eru Baltasar leikstjóri, Bergsteinn Björgúlfsson tökumaður, Sunneva Ása Weisshappel leikmyndahönnuður og Kôki leikkona lofuð fyrir framlag þeirra til myndarinnar. „Kormákur og samstarfsfélagar kalla fram tilfinningar ástúðar og angistar með gullfallegum sjónrænum blæ. Hann og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson hámarka andrúmsloftið með því að nota nákvæm blæbrigði innan svalra blátóna og hlýrra sepíuþveginna litapalletta. [...]. Þetta er einstaklega kraftmikil, manneskjuleg mynd um fólk sem reynir að komast yfir hrikalegan missi, Fólk sem velur hugrekki og ást til að sigrast á sorginni. Og það er ekkert sem snertir meira en að sjá það í verki,“ segir meðal annars í greininni. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næsta mánuði. „Það verður spennandi að sjá hvernig henni gengur í Ameríku. Þetta verður frekar stórt release þar,“ segir Baltasar. Því næst verður hún frumsýnd í Þýskalandi og svo víðar. Mörgum hrósað „Það er líka svo gaman í þessum dómum hvað það er verið að tala fallega um samstarfsfólkið mitt og alla sem eru að vinna að þessu. Við leikmynd og búninga, tökur og klippingu. Það er mikið verið að tala um hvað myndin er fallega unnin,“ segir Baltasar, það sé ánægjulegt að heyra. Í gagnrýni Hollywood Reporter er einmitt talað um hve fallega byggð myndin er. „Víðáttumikil ástarsaga þar sem fyrirstaðan er tími sem hún gerist í, leyndardómar og afleiðingum stríðs. Þetta er fallega byggð kvikmynd sem veit hvenær á að halda aftur af tilfinningasemi og hvenær það er viðeigandi að leyfa henni að njóta sín. Kvikmyndin heldur jafnvægi tveggja söguþráða, sem eru aðskildir um hálfa öld í tíma. Aðalleikararnir fjórir leika hlutverk sín af mikill næmni.“ Kvikmyndagagnrýni á Snertingu hafa einnig verið birt á The Wrap, The Curvy Film Critic, Gazettely og víðar. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Þetta er eins gott og maður getur vonað, þetta er alveg frábært. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast, móttökurnar hafa verið mjög góðar á Íslandi og þetta er ekki síðra,“ segir Baltasar í samtali við Vísi. Meira en tuttugu þúsund manns hafa nú séð Snertingu í bíó hér á landi og Baltasar segir viðtökur góðar. Kvikmyndagagnrýni á myndinni hafa verið birt á fjölda miðla, þar á meðal Variety og The Hollywood Reporter. Frumsýna í Bandaríkjunum í júní Í gagnrýni á vef Variety eru Baltasar leikstjóri, Bergsteinn Björgúlfsson tökumaður, Sunneva Ása Weisshappel leikmyndahönnuður og Kôki leikkona lofuð fyrir framlag þeirra til myndarinnar. „Kormákur og samstarfsfélagar kalla fram tilfinningar ástúðar og angistar með gullfallegum sjónrænum blæ. Hann og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson hámarka andrúmsloftið með því að nota nákvæm blæbrigði innan svalra blátóna og hlýrra sepíuþveginna litapalletta. [...]. Þetta er einstaklega kraftmikil, manneskjuleg mynd um fólk sem reynir að komast yfir hrikalegan missi, Fólk sem velur hugrekki og ást til að sigrast á sorginni. Og það er ekkert sem snertir meira en að sjá það í verki,“ segir meðal annars í greininni. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næsta mánuði. „Það verður spennandi að sjá hvernig henni gengur í Ameríku. Þetta verður frekar stórt release þar,“ segir Baltasar. Því næst verður hún frumsýnd í Þýskalandi og svo víðar. Mörgum hrósað „Það er líka svo gaman í þessum dómum hvað það er verið að tala fallega um samstarfsfólkið mitt og alla sem eru að vinna að þessu. Við leikmynd og búninga, tökur og klippingu. Það er mikið verið að tala um hvað myndin er fallega unnin,“ segir Baltasar, það sé ánægjulegt að heyra. Í gagnrýni Hollywood Reporter er einmitt talað um hve fallega byggð myndin er. „Víðáttumikil ástarsaga þar sem fyrirstaðan er tími sem hún gerist í, leyndardómar og afleiðingum stríðs. Þetta er fallega byggð kvikmynd sem veit hvenær á að halda aftur af tilfinningasemi og hvenær það er viðeigandi að leyfa henni að njóta sín. Kvikmyndin heldur jafnvægi tveggja söguþráða, sem eru aðskildir um hálfa öld í tíma. Aðalleikararnir fjórir leika hlutverk sín af mikill næmni.“ Kvikmyndagagnrýni á Snertingu hafa einnig verið birt á The Wrap, The Curvy Film Critic, Gazettely og víðar.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira