Flokkurinn standi ekki lengur með mannréttindum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 11:52 Þorbjörg Þorvaldsdóttir hefur sagt sig úr Samfylkingunni, vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Baldur Hrafnkell Jónsson Bæjarfulltrúi í Garðabæ segist hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Hann treystir flokknum ekki lengur í mannréttindamálum. Kornið sem fyllti mælinn hjá Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa og verkefnastjóra hjá Samtökunum 78, var hjáseta þingflokks Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í síðustu viku. Hún segir flokkinn hafa sýnt fram á það með atkvæðagreiðslunni og framgöngu sinni í þinginu að þau geti ekki staðið með mannréttindum. Athugasemdir við takmarkanir á fjölskyldusameiningum „Ég er að tala um útlendingafrumvarpið. Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ segir Þorbjörg. Samfylkingin gerði athugasemdir við ákvæði frumvarpsins sem snéru að takmörkunum á fjölskyldusameiningum. Logi Einarsson þingmaður flokksins sagði í viðtali við mbl í síðustu viku, að flokkurinn hefði tekið undir markmið laganna er lutu að því að auka skilvirkni, mannúð og samræmingu við önnur nágrannalönd í verklagi.“ Hann segir frumvarpið hins vegar hafa fallið á prófum er varða þessi atriði, með tilliti til takmarkana á fjölskyldusameiningum. Flokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Þorbjörg gerir einnig athugasamdir við fleiri atriði nýju útlendingalaganna. „Ég er líka mjög óánægð með þær breytingar sem snúa að því að fólk getur ekki fengið efnislega meðferð hafi það fengið vernd í öðru landi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að fólk sem hún hittir í sinni vinnu hafi sumt fengið vernd í Grikklandi og orðið þar fyrir ofbeldi og búi við óviðunandi aðstæður. Þau hafi núna engan séns á því að fá efnislega meðferð hér á landi. Hún segir ljóst að fólk með hennar áherslur muni ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum, eftir stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum. „Ég myndi segja fyrst og fremst þessi breyting að vera endalaust að tala um að við þurfum að verja hérna landamærin, að það þurfi að setja flóttafólk upp sem einhvers konar ógn við innviði, og það er allt gert með óbeinum hætti. Mér fannst þetta bara kristallast í þessari atkvæðagreiðslu, að þau eru ekki tilbúin til þess að standa með jaðarsettasta fólkinu, sem þarf á sterkum jafnaðarmannaflokki að halda,“ segir Þorbjörg. Hún greindi frá úrsögninni á Feisbúkksíðu sinni í gær: Samfylkingin Garðabær Mannréttindi Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Kornið sem fyllti mælinn hjá Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa og verkefnastjóra hjá Samtökunum 78, var hjáseta þingflokks Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í síðustu viku. Hún segir flokkinn hafa sýnt fram á það með atkvæðagreiðslunni og framgöngu sinni í þinginu að þau geti ekki staðið með mannréttindum. Athugasemdir við takmarkanir á fjölskyldusameiningum „Ég er að tala um útlendingafrumvarpið. Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ segir Þorbjörg. Samfylkingin gerði athugasemdir við ákvæði frumvarpsins sem snéru að takmörkunum á fjölskyldusameiningum. Logi Einarsson þingmaður flokksins sagði í viðtali við mbl í síðustu viku, að flokkurinn hefði tekið undir markmið laganna er lutu að því að auka skilvirkni, mannúð og samræmingu við önnur nágrannalönd í verklagi.“ Hann segir frumvarpið hins vegar hafa fallið á prófum er varða þessi atriði, með tilliti til takmarkana á fjölskyldusameiningum. Flokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Þorbjörg gerir einnig athugasamdir við fleiri atriði nýju útlendingalaganna. „Ég er líka mjög óánægð með þær breytingar sem snúa að því að fólk getur ekki fengið efnislega meðferð hafi það fengið vernd í öðru landi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að fólk sem hún hittir í sinni vinnu hafi sumt fengið vernd í Grikklandi og orðið þar fyrir ofbeldi og búi við óviðunandi aðstæður. Þau hafi núna engan séns á því að fá efnislega meðferð hér á landi. Hún segir ljóst að fólk með hennar áherslur muni ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum, eftir stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum. „Ég myndi segja fyrst og fremst þessi breyting að vera endalaust að tala um að við þurfum að verja hérna landamærin, að það þurfi að setja flóttafólk upp sem einhvers konar ógn við innviði, og það er allt gert með óbeinum hætti. Mér fannst þetta bara kristallast í þessari atkvæðagreiðslu, að þau eru ekki tilbúin til þess að standa með jaðarsettasta fólkinu, sem þarf á sterkum jafnaðarmannaflokki að halda,“ segir Þorbjörg. Hún greindi frá úrsögninni á Feisbúkksíðu sinni í gær:
Samfylkingin Garðabær Mannréttindi Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira