Flokkurinn standi ekki lengur með mannréttindum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 11:52 Þorbjörg Þorvaldsdóttir hefur sagt sig úr Samfylkingunni, vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Baldur Hrafnkell Jónsson Bæjarfulltrúi í Garðabæ segist hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Hann treystir flokknum ekki lengur í mannréttindamálum. Kornið sem fyllti mælinn hjá Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa og verkefnastjóra hjá Samtökunum 78, var hjáseta þingflokks Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í síðustu viku. Hún segir flokkinn hafa sýnt fram á það með atkvæðagreiðslunni og framgöngu sinni í þinginu að þau geti ekki staðið með mannréttindum. Athugasemdir við takmarkanir á fjölskyldusameiningum „Ég er að tala um útlendingafrumvarpið. Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ segir Þorbjörg. Samfylkingin gerði athugasemdir við ákvæði frumvarpsins sem snéru að takmörkunum á fjölskyldusameiningum. Logi Einarsson þingmaður flokksins sagði í viðtali við mbl í síðustu viku, að flokkurinn hefði tekið undir markmið laganna er lutu að því að auka skilvirkni, mannúð og samræmingu við önnur nágrannalönd í verklagi.“ Hann segir frumvarpið hins vegar hafa fallið á prófum er varða þessi atriði, með tilliti til takmarkana á fjölskyldusameiningum. Flokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Þorbjörg gerir einnig athugasamdir við fleiri atriði nýju útlendingalaganna. „Ég er líka mjög óánægð með þær breytingar sem snúa að því að fólk getur ekki fengið efnislega meðferð hafi það fengið vernd í öðru landi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að fólk sem hún hittir í sinni vinnu hafi sumt fengið vernd í Grikklandi og orðið þar fyrir ofbeldi og búi við óviðunandi aðstæður. Þau hafi núna engan séns á því að fá efnislega meðferð hér á landi. Hún segir ljóst að fólk með hennar áherslur muni ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum, eftir stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum. „Ég myndi segja fyrst og fremst þessi breyting að vera endalaust að tala um að við þurfum að verja hérna landamærin, að það þurfi að setja flóttafólk upp sem einhvers konar ógn við innviði, og það er allt gert með óbeinum hætti. Mér fannst þetta bara kristallast í þessari atkvæðagreiðslu, að þau eru ekki tilbúin til þess að standa með jaðarsettasta fólkinu, sem þarf á sterkum jafnaðarmannaflokki að halda,“ segir Þorbjörg. Hún greindi frá úrsögninni á Feisbúkksíðu sinni í gær: Samfylkingin Garðabær Mannréttindi Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Kornið sem fyllti mælinn hjá Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa og verkefnastjóra hjá Samtökunum 78, var hjáseta þingflokks Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í síðustu viku. Hún segir flokkinn hafa sýnt fram á það með atkvæðagreiðslunni og framgöngu sinni í þinginu að þau geti ekki staðið með mannréttindum. Athugasemdir við takmarkanir á fjölskyldusameiningum „Ég er að tala um útlendingafrumvarpið. Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ segir Þorbjörg. Samfylkingin gerði athugasemdir við ákvæði frumvarpsins sem snéru að takmörkunum á fjölskyldusameiningum. Logi Einarsson þingmaður flokksins sagði í viðtali við mbl í síðustu viku, að flokkurinn hefði tekið undir markmið laganna er lutu að því að auka skilvirkni, mannúð og samræmingu við önnur nágrannalönd í verklagi.“ Hann segir frumvarpið hins vegar hafa fallið á prófum er varða þessi atriði, með tilliti til takmarkana á fjölskyldusameiningum. Flokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Þorbjörg gerir einnig athugasamdir við fleiri atriði nýju útlendingalaganna. „Ég er líka mjög óánægð með þær breytingar sem snúa að því að fólk getur ekki fengið efnislega meðferð hafi það fengið vernd í öðru landi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að fólk sem hún hittir í sinni vinnu hafi sumt fengið vernd í Grikklandi og orðið þar fyrir ofbeldi og búi við óviðunandi aðstæður. Þau hafi núna engan séns á því að fá efnislega meðferð hér á landi. Hún segir ljóst að fólk með hennar áherslur muni ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum, eftir stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum. „Ég myndi segja fyrst og fremst þessi breyting að vera endalaust að tala um að við þurfum að verja hérna landamærin, að það þurfi að setja flóttafólk upp sem einhvers konar ógn við innviði, og það er allt gert með óbeinum hætti. Mér fannst þetta bara kristallast í þessari atkvæðagreiðslu, að þau eru ekki tilbúin til þess að standa með jaðarsettasta fólkinu, sem þarf á sterkum jafnaðarmannaflokki að halda,“ segir Þorbjörg. Hún greindi frá úrsögninni á Feisbúkksíðu sinni í gær:
Samfylkingin Garðabær Mannréttindi Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira