Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 15. júní 2024 17:41 Karólína Hrönn Johnstone var að vinna í Kringlunni þegar eldurinn kviknaði í dag. Vísir/Viktor Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. „Kerfið fór í gang tvisvar sinnum. Í fyrra skiptuð vorum við bara að grínast með þetta. Þetta fór í gang en enginn hreyfði við sér. Það var í svona fimm mínútur og svo byrjaði það aftur. Við hugsuðum hvað myndi gerast ef við myndum fá pásu í vinnunni,“ segir Karólína í samtali við fréttastofu um aðdraganda rýmingarinnar. „Síðan kom öryggisvörður og sagði okkur að fara út. Þannig við fórum út og við biðum, og síðan sögðu þeir okkur að Kringlan myndi alveg vera lokuð það sem eftir lifir af deginum.“ Gæti þurft að skríða inn um gluggann Karólínu tókst að taka með sér allt dótið sitt, en samstarfskona hennar var ekki eins heppin. „Ég náði að taka allt dótið mitt með mér en ekki gellan sem er að vinna með mér. Hún skyldi húslyklana sína eftir í Epal. Það verður smá vesen fyrir hana. Ég veit ekki hvernig hún kemst heim, bara í gegnum gluggann eða eitthvað.“ Frá vettvangi slökkvistarfanna við Kringluna.Vísir/Viktor Hún segir að rýmingin hafi gengið vel um leið og öryggisverðir hafi farið að láta fólk vita að það ætti að fara út. „Um leið og þeir sögðu eldur þá fékk ég smá í magann. Ég hugsaði: Já einmitt.“ Karólína segist þó hafa áhyggjur af Epal-versluninni. „Ég náði ekki að loka henni. Ég náði bara að loka hálfa leið áður en hann öskraði á mig: „Farðu út!“ Ég hef eiginlega bara áhyggjur af búðinni, en það er allt í lagi með mig. Þetta er bara crazy hlutur sem gerðist.“ Slökkvilið Reykjavík Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54 Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Kerfið fór í gang tvisvar sinnum. Í fyrra skiptuð vorum við bara að grínast með þetta. Þetta fór í gang en enginn hreyfði við sér. Það var í svona fimm mínútur og svo byrjaði það aftur. Við hugsuðum hvað myndi gerast ef við myndum fá pásu í vinnunni,“ segir Karólína í samtali við fréttastofu um aðdraganda rýmingarinnar. „Síðan kom öryggisvörður og sagði okkur að fara út. Þannig við fórum út og við biðum, og síðan sögðu þeir okkur að Kringlan myndi alveg vera lokuð það sem eftir lifir af deginum.“ Gæti þurft að skríða inn um gluggann Karólínu tókst að taka með sér allt dótið sitt, en samstarfskona hennar var ekki eins heppin. „Ég náði að taka allt dótið mitt með mér en ekki gellan sem er að vinna með mér. Hún skyldi húslyklana sína eftir í Epal. Það verður smá vesen fyrir hana. Ég veit ekki hvernig hún kemst heim, bara í gegnum gluggann eða eitthvað.“ Frá vettvangi slökkvistarfanna við Kringluna.Vísir/Viktor Hún segir að rýmingin hafi gengið vel um leið og öryggisverðir hafi farið að láta fólk vita að það ætti að fara út. „Um leið og þeir sögðu eldur þá fékk ég smá í magann. Ég hugsaði: Já einmitt.“ Karólína segist þó hafa áhyggjur af Epal-versluninni. „Ég náði ekki að loka henni. Ég náði bara að loka hálfa leið áður en hann öskraði á mig: „Farðu út!“ Ég hef eiginlega bara áhyggjur af búðinni, en það er allt í lagi með mig. Þetta er bara crazy hlutur sem gerðist.“
Slökkvilið Reykjavík Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54 Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54
Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00