„Kerfið fór í gang tvisvar sinnum. Í fyrra skiptuð vorum við bara að grínast með þetta. Þetta fór í gang en enginn hreyfði við sér. Það var í svona fimm mínútur og svo byrjaði það aftur. Við hugsuðum hvað myndi gerast ef við myndum fá pásu í vinnunni,“ segir Karólína í samtali við fréttastofu um aðdraganda rýmingarinnar.
„Síðan kom öryggisvörður og sagði okkur að fara út. Þannig við fórum út og við biðum, og síðan sögðu þeir okkur að Kringlan myndi alveg vera lokuð það sem eftir lifir af deginum.“
Gæti þurft að skríða inn um gluggann
Karólínu tókst að taka með sér allt dótið sitt, en samstarfskona hennar var ekki eins heppin.
„Ég náði að taka allt dótið mitt með mér en ekki gellan sem er að vinna með mér. Hún skyldi húslyklana sína eftir í Epal. Það verður smá vesen fyrir hana. Ég veit ekki hvernig hún kemst heim, bara í gegnum gluggann eða eitthvað.“

Hún segir að rýmingin hafi gengið vel um leið og öryggisverðir hafi farið að láta fólk vita að það ætti að fara út.
„Um leið og þeir sögðu eldur þá fékk ég smá í magann. Ég hugsaði: Já einmitt.“
Karólína segist þó hafa áhyggjur af Epal-versluninni. „Ég náði ekki að loka henni. Ég náði bara að loka hálfa leið áður en hann öskraði á mig: „Farðu út!“ Ég hef eiginlega bara áhyggjur af búðinni, en það er allt í lagi með mig. Þetta er bara crazy hlutur sem gerðist.“