Húsnæði B5 auglýst til leigu enn og aftur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. júní 2024 13:55 Vísir/Vilhelm Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. Um er að ræða 460 fermetra atvinnuhúsnæði sem er á jarðhæð og kjallara hússins. Í fasteignauglýsigunni á fasteignavef Vísis kemur fram að rýmið sé innréttað sem skemmtistaður en möguleiki er að breyta því í rými fyrri verslunarrekstur. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar, sagði skilið við rekstur staðarins í byrjun maímánaðar þar sem hann ætlaði að beina sjónum sínum alfarið að skemmtistaðnum Exit. Áður höfðu skattayfirvöld yfirvöld innsiglað staðinn í lok apríl. „B5 Exit gæti maður sagt í gríni. Við höfum sem sagt ákveðið að einbeita okkur að rekstri skemmtistaðarins Exit í Reykjavík og höfum sagt skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala,“ skrifaði Sverrir Einar Eiríksson í færslu á Facebook í byrjun maí. Skrautleg viðskiptasaga Sverrir Einar keypti rekstur B5 í júní í fyrra ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni. Staðurinn hét þá Bankastræti Club og var meðal annars í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur markaðsstjóra World Class. Hún hóf reksturinn í júlí árið 2021, en fyrir þann tíma hafði staðurinn um árabil borið nafnið B5. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sverrir Einar á nokkuð skrautlega viðskiptasögu að baki og er nýjasta verkefni hans Nýja vínbúðin, netverslun fyrir áfengi. Talsvert hefur verið fjallað um Sverri í fjölmiðlum undanfarin ár, vegna meiðyrðamáls hans, ólöglegra auglýsinga og gjaldþrots starfsmannaleigu. Þá var hann í apríl á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán - Vísir (visir.is) Næturlíf Húsnæðismál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. 6. maí 2024 21:55 Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. 26. apríl 2024 17:35 Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. 26. apríl 2024 14:42 Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Um er að ræða 460 fermetra atvinnuhúsnæði sem er á jarðhæð og kjallara hússins. Í fasteignauglýsigunni á fasteignavef Vísis kemur fram að rýmið sé innréttað sem skemmtistaður en möguleiki er að breyta því í rými fyrri verslunarrekstur. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar, sagði skilið við rekstur staðarins í byrjun maímánaðar þar sem hann ætlaði að beina sjónum sínum alfarið að skemmtistaðnum Exit. Áður höfðu skattayfirvöld yfirvöld innsiglað staðinn í lok apríl. „B5 Exit gæti maður sagt í gríni. Við höfum sem sagt ákveðið að einbeita okkur að rekstri skemmtistaðarins Exit í Reykjavík og höfum sagt skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala,“ skrifaði Sverrir Einar Eiríksson í færslu á Facebook í byrjun maí. Skrautleg viðskiptasaga Sverrir Einar keypti rekstur B5 í júní í fyrra ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni. Staðurinn hét þá Bankastræti Club og var meðal annars í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur markaðsstjóra World Class. Hún hóf reksturinn í júlí árið 2021, en fyrir þann tíma hafði staðurinn um árabil borið nafnið B5. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sverrir Einar á nokkuð skrautlega viðskiptasögu að baki og er nýjasta verkefni hans Nýja vínbúðin, netverslun fyrir áfengi. Talsvert hefur verið fjallað um Sverri í fjölmiðlum undanfarin ár, vegna meiðyrðamáls hans, ólöglegra auglýsinga og gjaldþrots starfsmannaleigu. Þá var hann í apríl á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán - Vísir (visir.is)
Næturlíf Húsnæðismál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. 6. maí 2024 21:55 Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. 26. apríl 2024 17:35 Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. 26. apríl 2024 14:42 Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. 6. maí 2024 21:55
Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. 26. apríl 2024 17:35
Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. 26. apríl 2024 14:42
Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24