Ekkert breyst til batnaðar í rekstri borgarinnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 12:05 Hildur Björnsdóttir segir l´jost að ekkert hafi batnað í rekstri borgarinnar með nýjum borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir alveg ljóst að nýjum borgarstjóra fylgi ekki bættur rekstur. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafi borgin skilað neikvæðri niðurstöðu sem nemur nær 3,3 milljörðum króna. Í síðustu viku var greint frá því að borgarstjórn hefði samþykkt tillögu um að borgin tæki lán frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra, sem gerir um fimmtán milljarða króna. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar hefur nú lagt fram bókun og óskað eftir upplýsingum um ástæðu lántöku frá Þróunarbankanum, fremur en innlendrar lántöku. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvaða varnir verði settar til að verjast gengisáhættu. Sjá á vef Reykjavíkurborgar. Í gær var svo greint frá því að rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar hefði verið neikvæð um 3.292 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það væri 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Hildur Björnsdóttir gerði þetta að umtalsefni á Feisbúkksíðu sinni í dag, þar sem hún sagði að ljóst væri að nýjum borgarstjóra fylgdi ekki bættur rekstur. „Digurbarkalegar yfirlýsingar um jákvæðan viðsnúning í rekstri borgarinnar þetta árið voru orðin tóm. Þær yfirlýsingar gerðu ráð fyrir því að Perlan yrði seld fyrir tæpa 4 milljarða. Ekkert bendir til þess að því markmiði verði náð,“ sagði Hildur. „Það er sama hvort litið er til leikskólamála, skólamála, húsnæðismála eða samgöngumála - svo ég tali nú ekki um fjármál borgarinnar - ekkert hefur breyst til batnaðar,“ sagði Hildur, en hún heldur að kominn sé tími á breytingar. Borgarstjórn Reykjavík Salan á Perlunni Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að borgarstjórn hefði samþykkt tillögu um að borgin tæki lán frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra, sem gerir um fimmtán milljarða króna. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar hefur nú lagt fram bókun og óskað eftir upplýsingum um ástæðu lántöku frá Þróunarbankanum, fremur en innlendrar lántöku. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvaða varnir verði settar til að verjast gengisáhættu. Sjá á vef Reykjavíkurborgar. Í gær var svo greint frá því að rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar hefði verið neikvæð um 3.292 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það væri 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Hildur Björnsdóttir gerði þetta að umtalsefni á Feisbúkksíðu sinni í dag, þar sem hún sagði að ljóst væri að nýjum borgarstjóra fylgdi ekki bættur rekstur. „Digurbarkalegar yfirlýsingar um jákvæðan viðsnúning í rekstri borgarinnar þetta árið voru orðin tóm. Þær yfirlýsingar gerðu ráð fyrir því að Perlan yrði seld fyrir tæpa 4 milljarða. Ekkert bendir til þess að því markmiði verði náð,“ sagði Hildur. „Það er sama hvort litið er til leikskólamála, skólamála, húsnæðismála eða samgöngumála - svo ég tali nú ekki um fjármál borgarinnar - ekkert hefur breyst til batnaðar,“ sagði Hildur, en hún heldur að kominn sé tími á breytingar.
Borgarstjórn Reykjavík Salan á Perlunni Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira