Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar í dag.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælist til þess að þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærum, aldraðir og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu utandyra ef gildi svifryks eru há.
Á vef Veðurstofunnar segir að seinni partinn í dag sé útlit fyrir breytilega átt, og því líklegt að gasið frá gosstöðvunum við Sundhnúka dreifist víða um Reykjanes og höfuðborgarsvæðið með auknum líkum á gosmóðu.
Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgaedi.is.
Lofgæði víða um Reykjavík eru merkt í gulum flokki, sæmileg, í dag.
Skýring:
Mjög góð = Lítil sem engin loftmengun. Líklega engin heilsufarsleg áhrif.
Góð = Lítilsháttar loftmengun. Lítil sem engin heilsufarsleg áhrif.
Sæmileg = Nokkur loftmengun. Mjög viðkvæmir einstaklingar og einstaklingar með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma geta fundið fyrir einkennum vegna aukins styrks loftmengunarefna í andrúmslofti.
