Gerum betur Kristín B. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2024 08:31 Á undanförnum árum, jafnvel áratugum hafa blikkað viðvörunarljós um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Af og til hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og af fræðimönnum með tilheyrandi viðbrögðum almennings á kaffistofum. Mögulega kynnt uppfærsla á einhverri stefnu unnin af einhverju ráðuneytinu. En úr þessum uppfærðu stefnum spruttu máttlausar aðgerðir. Ég velti fyrir mér af hverju ekkert var gert þegar öll ljós blikkuðu. Var búið að setja upp viðvörunarljós og var verið að fylgjast með þeim? Þar til gerðum ráðuneytum og menntastofnunum ber að hanna þær gæðamælingar sem þarf til að fylgjast með stöðu nemenda í menntakerfinu.Stjórnvöld eiga líka að vera með viðbragsáætlanir við mælingum, það er eðlilegt í öllum fyrirtækjarekstri og ætti einnig að vera hjá hinu opinbera. Hvaða gæðamælingar hafa verið notaðar og hver er að fylgjast með þeim? Þegar mennta- og barnamálaráðherra var spurður af hverju við værum búin að koma okkur í þessa stöðu sagði hann að ef það væri eitt einfalt svar þá værum við búin að svara því. Þetta bendir til þess að lítið af mælingum hafi verið til og ekki til þess fallnar að skapa heildarsýn á stöðu kerfisins. Líklegt er að enn síður hafi hnitmiðaðar aðgerðir verið til heldur fremur þreifað í myrkri og vonað það besta. Það hefur verið tíðrætt um skort á gagnanotkun hjá hinu opinbera og virðist svo vera í þessu tilfelli. Við höfum hingað til ekki vitað hvaða gögnum skal safna og hvernig þau skulu notuð til að halda uppi þeim gæðum sem við setjum kröfur um. Ef gögnin hafa verið til þá er úrvinnslan ófullnægjandi. Segjum sem svo að við höfum hvorki haft gögn né getu til að lesa úr þeim. Er ekki alltaf ástæða til að bregðast strax við þegar við erum með vísbendingar um hratt hrakandi árangur og ástundun nemenda? Í Bandaríkjunum hefur þingið brugðist við með örvæntingu vegna þess að skráningarhlutfall drengja í háskóla er eins og var á Íslandi árið 1999! Það væri sigur fyrir Ísland að ná 1999 skráningarhlutfalli en í BNA er það hlutfall tilefni til örvæntingar. Mér er það einnig óskiljanlegt af hverju við upplýsum ekki skólana um PISA niðurstöður þeirra. Aftur er ekki verið að nýta gögn. Hvernig eigum við að læra af þeim sem gera vel? Af hverju þessi meðvirkni, hvar er metnaðurinn? Nú horfum við fram á veginn með von í brjósti um að hífa okkur sem fyrst upp úr þessum dimma dal og setja okkur mælanleg markmið. En það er sárt að hugsa til þess að við séum búin að svipta fjölda drengja grundvallar tækifærum í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna og á þrjár dætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum, jafnvel áratugum hafa blikkað viðvörunarljós um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Af og til hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og af fræðimönnum með tilheyrandi viðbrögðum almennings á kaffistofum. Mögulega kynnt uppfærsla á einhverri stefnu unnin af einhverju ráðuneytinu. En úr þessum uppfærðu stefnum spruttu máttlausar aðgerðir. Ég velti fyrir mér af hverju ekkert var gert þegar öll ljós blikkuðu. Var búið að setja upp viðvörunarljós og var verið að fylgjast með þeim? Þar til gerðum ráðuneytum og menntastofnunum ber að hanna þær gæðamælingar sem þarf til að fylgjast með stöðu nemenda í menntakerfinu.Stjórnvöld eiga líka að vera með viðbragsáætlanir við mælingum, það er eðlilegt í öllum fyrirtækjarekstri og ætti einnig að vera hjá hinu opinbera. Hvaða gæðamælingar hafa verið notaðar og hver er að fylgjast með þeim? Þegar mennta- og barnamálaráðherra var spurður af hverju við værum búin að koma okkur í þessa stöðu sagði hann að ef það væri eitt einfalt svar þá værum við búin að svara því. Þetta bendir til þess að lítið af mælingum hafi verið til og ekki til þess fallnar að skapa heildarsýn á stöðu kerfisins. Líklegt er að enn síður hafi hnitmiðaðar aðgerðir verið til heldur fremur þreifað í myrkri og vonað það besta. Það hefur verið tíðrætt um skort á gagnanotkun hjá hinu opinbera og virðist svo vera í þessu tilfelli. Við höfum hingað til ekki vitað hvaða gögnum skal safna og hvernig þau skulu notuð til að halda uppi þeim gæðum sem við setjum kröfur um. Ef gögnin hafa verið til þá er úrvinnslan ófullnægjandi. Segjum sem svo að við höfum hvorki haft gögn né getu til að lesa úr þeim. Er ekki alltaf ástæða til að bregðast strax við þegar við erum með vísbendingar um hratt hrakandi árangur og ástundun nemenda? Í Bandaríkjunum hefur þingið brugðist við með örvæntingu vegna þess að skráningarhlutfall drengja í háskóla er eins og var á Íslandi árið 1999! Það væri sigur fyrir Ísland að ná 1999 skráningarhlutfalli en í BNA er það hlutfall tilefni til örvæntingar. Mér er það einnig óskiljanlegt af hverju við upplýsum ekki skólana um PISA niðurstöður þeirra. Aftur er ekki verið að nýta gögn. Hvernig eigum við að læra af þeim sem gera vel? Af hverju þessi meðvirkni, hvar er metnaðurinn? Nú horfum við fram á veginn með von í brjósti um að hífa okkur sem fyrst upp úr þessum dimma dal og setja okkur mælanleg markmið. En það er sárt að hugsa til þess að við séum búin að svipta fjölda drengja grundvallar tækifærum í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna og á þrjár dætur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun