Gerum betur Kristín B. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2024 08:31 Á undanförnum árum, jafnvel áratugum hafa blikkað viðvörunarljós um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Af og til hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og af fræðimönnum með tilheyrandi viðbrögðum almennings á kaffistofum. Mögulega kynnt uppfærsla á einhverri stefnu unnin af einhverju ráðuneytinu. En úr þessum uppfærðu stefnum spruttu máttlausar aðgerðir. Ég velti fyrir mér af hverju ekkert var gert þegar öll ljós blikkuðu. Var búið að setja upp viðvörunarljós og var verið að fylgjast með þeim? Þar til gerðum ráðuneytum og menntastofnunum ber að hanna þær gæðamælingar sem þarf til að fylgjast með stöðu nemenda í menntakerfinu.Stjórnvöld eiga líka að vera með viðbragsáætlanir við mælingum, það er eðlilegt í öllum fyrirtækjarekstri og ætti einnig að vera hjá hinu opinbera. Hvaða gæðamælingar hafa verið notaðar og hver er að fylgjast með þeim? Þegar mennta- og barnamálaráðherra var spurður af hverju við værum búin að koma okkur í þessa stöðu sagði hann að ef það væri eitt einfalt svar þá værum við búin að svara því. Þetta bendir til þess að lítið af mælingum hafi verið til og ekki til þess fallnar að skapa heildarsýn á stöðu kerfisins. Líklegt er að enn síður hafi hnitmiðaðar aðgerðir verið til heldur fremur þreifað í myrkri og vonað það besta. Það hefur verið tíðrætt um skort á gagnanotkun hjá hinu opinbera og virðist svo vera í þessu tilfelli. Við höfum hingað til ekki vitað hvaða gögnum skal safna og hvernig þau skulu notuð til að halda uppi þeim gæðum sem við setjum kröfur um. Ef gögnin hafa verið til þá er úrvinnslan ófullnægjandi. Segjum sem svo að við höfum hvorki haft gögn né getu til að lesa úr þeim. Er ekki alltaf ástæða til að bregðast strax við þegar við erum með vísbendingar um hratt hrakandi árangur og ástundun nemenda? Í Bandaríkjunum hefur þingið brugðist við með örvæntingu vegna þess að skráningarhlutfall drengja í háskóla er eins og var á Íslandi árið 1999! Það væri sigur fyrir Ísland að ná 1999 skráningarhlutfalli en í BNA er það hlutfall tilefni til örvæntingar. Mér er það einnig óskiljanlegt af hverju við upplýsum ekki skólana um PISA niðurstöður þeirra. Aftur er ekki verið að nýta gögn. Hvernig eigum við að læra af þeim sem gera vel? Af hverju þessi meðvirkni, hvar er metnaðurinn? Nú horfum við fram á veginn með von í brjósti um að hífa okkur sem fyrst upp úr þessum dimma dal og setja okkur mælanleg markmið. En það er sárt að hugsa til þess að við séum búin að svipta fjölda drengja grundvallar tækifærum í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna og á þrjár dætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum, jafnvel áratugum hafa blikkað viðvörunarljós um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Af og til hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og af fræðimönnum með tilheyrandi viðbrögðum almennings á kaffistofum. Mögulega kynnt uppfærsla á einhverri stefnu unnin af einhverju ráðuneytinu. En úr þessum uppfærðu stefnum spruttu máttlausar aðgerðir. Ég velti fyrir mér af hverju ekkert var gert þegar öll ljós blikkuðu. Var búið að setja upp viðvörunarljós og var verið að fylgjast með þeim? Þar til gerðum ráðuneytum og menntastofnunum ber að hanna þær gæðamælingar sem þarf til að fylgjast með stöðu nemenda í menntakerfinu.Stjórnvöld eiga líka að vera með viðbragsáætlanir við mælingum, það er eðlilegt í öllum fyrirtækjarekstri og ætti einnig að vera hjá hinu opinbera. Hvaða gæðamælingar hafa verið notaðar og hver er að fylgjast með þeim? Þegar mennta- og barnamálaráðherra var spurður af hverju við værum búin að koma okkur í þessa stöðu sagði hann að ef það væri eitt einfalt svar þá værum við búin að svara því. Þetta bendir til þess að lítið af mælingum hafi verið til og ekki til þess fallnar að skapa heildarsýn á stöðu kerfisins. Líklegt er að enn síður hafi hnitmiðaðar aðgerðir verið til heldur fremur þreifað í myrkri og vonað það besta. Það hefur verið tíðrætt um skort á gagnanotkun hjá hinu opinbera og virðist svo vera í þessu tilfelli. Við höfum hingað til ekki vitað hvaða gögnum skal safna og hvernig þau skulu notuð til að halda uppi þeim gæðum sem við setjum kröfur um. Ef gögnin hafa verið til þá er úrvinnslan ófullnægjandi. Segjum sem svo að við höfum hvorki haft gögn né getu til að lesa úr þeim. Er ekki alltaf ástæða til að bregðast strax við þegar við erum með vísbendingar um hratt hrakandi árangur og ástundun nemenda? Í Bandaríkjunum hefur þingið brugðist við með örvæntingu vegna þess að skráningarhlutfall drengja í háskóla er eins og var á Íslandi árið 1999! Það væri sigur fyrir Ísland að ná 1999 skráningarhlutfalli en í BNA er það hlutfall tilefni til örvæntingar. Mér er það einnig óskiljanlegt af hverju við upplýsum ekki skólana um PISA niðurstöður þeirra. Aftur er ekki verið að nýta gögn. Hvernig eigum við að læra af þeim sem gera vel? Af hverju þessi meðvirkni, hvar er metnaðurinn? Nú horfum við fram á veginn með von í brjósti um að hífa okkur sem fyrst upp úr þessum dimma dal og setja okkur mælanleg markmið. En það er sárt að hugsa til þess að við séum búin að svipta fjölda drengja grundvallar tækifærum í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna og á þrjár dætur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun