Samfylkingin – Með og á móti Helgi Brynjarsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Í ræðu Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, var henni tíðrætt um að Samfylkingin byði upp á „skýran valkost“ í næstu kosningum. Þrátt fyrir að einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ljósið í ákveðnum málaflokkum er engan veginn hægt að tala um stjórnmálaflokk sem hefur ólíka afstöðu í einu og sama málinu, kýs að vera bæði með og á móti, sem skýran valkost. Það er algjörlega ómögulegt að átta sig á stefnu flokksins og skoðun hans á þeim málum sem eru mest knýjandi í íslensku samfélagi, s.s. útlendingamálum, raforkumálum og stríðinu í Úkraínu, þar sem forystufólk flokksins virðst ekki geta verið sammála um þessi mikilvægu mál. Sem dæmi má nefna að meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar barðist á hæl og hnakka gegn útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins árum saman. Öllum að óvörum steig svo formaður flokksins skyndilega fram og tók undir útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Varaformaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Árni Stefánsson fordæmdi nýlega stuðning íslenskra stjórnvalda við Úkraínu í formi vopnakaupa til að verjast innrásarstríði Rússa. Daginn eftir kom Logi Einarsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður, fram og sagði kaupin samræmast stefnu flokksins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, upplýsti okkur um daginn að flokkurinn styðji aukna orkuöflun og sagði að bregðast þurfi við orkuskorti. Hann var varla búinn að sleppa orðinu áður en að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður flokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, reis upp á afturfæturnar og sagði orkuskortinn vera mýtu og að Jóhann skildi ekki stefnu Samfylkingarinnar. Það er margt hægt að segja um Samfylkinguna, bæði gott og slæmt. En ekki er hægt að segja með góðri samvisku að stefna flokksins, hver svo sem hún er, sé skýr. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Í ræðu Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, var henni tíðrætt um að Samfylkingin byði upp á „skýran valkost“ í næstu kosningum. Þrátt fyrir að einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ljósið í ákveðnum málaflokkum er engan veginn hægt að tala um stjórnmálaflokk sem hefur ólíka afstöðu í einu og sama málinu, kýs að vera bæði með og á móti, sem skýran valkost. Það er algjörlega ómögulegt að átta sig á stefnu flokksins og skoðun hans á þeim málum sem eru mest knýjandi í íslensku samfélagi, s.s. útlendingamálum, raforkumálum og stríðinu í Úkraínu, þar sem forystufólk flokksins virðst ekki geta verið sammála um þessi mikilvægu mál. Sem dæmi má nefna að meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar barðist á hæl og hnakka gegn útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins árum saman. Öllum að óvörum steig svo formaður flokksins skyndilega fram og tók undir útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Varaformaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Árni Stefánsson fordæmdi nýlega stuðning íslenskra stjórnvalda við Úkraínu í formi vopnakaupa til að verjast innrásarstríði Rússa. Daginn eftir kom Logi Einarsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður, fram og sagði kaupin samræmast stefnu flokksins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, upplýsti okkur um daginn að flokkurinn styðji aukna orkuöflun og sagði að bregðast þurfi við orkuskorti. Hann var varla búinn að sleppa orðinu áður en að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður flokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, reis upp á afturfæturnar og sagði orkuskortinn vera mýtu og að Jóhann skildi ekki stefnu Samfylkingarinnar. Það er margt hægt að segja um Samfylkinguna, bæði gott og slæmt. En ekki er hægt að segja með góðri samvisku að stefna flokksins, hver svo sem hún er, sé skýr. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun