Flóttamannastraumurinn renni þangað sem stærstu glufurnar finnast Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 22:43 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra fluttu ræður í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra fagnar því að boðaðar séu veigamiklar breytingar á útlendingalöggjöf í áraraðir. Í eldhúsræðu sinni sagði hún málefni útlendinga eru viðkvæman málaflokk en hún hræðist ekki vegferðina sem er fram undan í útlendingamálum. „Þótt gjáin á milli pólitískra skoðana fólks virðist fara breikkandi þá erum við Íslendingar samheldin þjóð,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í eldhúsdagsræðu sinni. „Við viljum öll öflugt heilbrigðiskerfi sem hlúir að þeim sem eiga um sárt að binda. Við viljum öll gott menntakerfi svo börnin okkar hafi enn fleiri tækifæri en kynslóðirnar sem á undan eru gengnar. Þá viljum við líka að allir eigi sér heimili og fái jöfn tækifæri til góðra verka. Við hljótum einnig að vera sammála um að það álag sem hefur verið á innviði okkar undanfarin ár er meira en þeir þola,“ sagði Guðrún. Það eigi ekki að vera feimnismál að benda á að tæplega 400 þúsund manna samfélag geti ekki takmarkalaust opnað faðm sinn fyrir þeim fjölda fólks sem til Íslands leitar. Flóttamenn leiti að veikasta regluverkinu „Við viljum gera vel en það getur enginn stjórnmálaflokkur fært haldbær rök fyrir því að eitt fámennasta ríki í Evrópu hafi veikasta regluverkið þegar kemur að útlendingum,“ sagði Guðrún og að risavaxin áskorun sé fyrir fámenna þjóð þegar fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd hafi aukist um 3700 prósent á rúmum áratug. „Þrátt fyrir þetta er því enn haldið fram að þessi mikli fjöldi sé ekkert sérstaklega mikill og jafnvel hóflegur, ef dregnir eru frá umsækjendur frá Venesúela og Úkraínu sem eru tveir stærstu þjóðernishóparnir meðal umsækjenda. Svona málflutningur er til þess fallinn að slá ryki í augu fólks,“ sagði Guðrún og sagði Ísland fá hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd af Evrópuríkjunum. „Hvað skýrir þennan mikla fjölda sem hingað leitar til lands umfram önnur ríki? Víst er að ekki er það veðrið. Flóttamannastraumurinn er eins og vatn sem finnur sér farveg og rennur þangað sem stærstu glufurnar finnast og veikasta regluverkið,“ sagði Guðrún. Þá sagði hún umsóknum um alþjóðlega vernd hafa fækkað um nær 60 prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. „Eitt er víst að ef stjórnarandstaðan fengi að ráða væri ekki talað um fækkun heldur áframhaldandi fjölgun og áframhaldandi stjórnleysi.“ Fagnar breytingum á útlendingalögum Þann fjölda sem sótt hefur hingað síðastliðin sagði Guðrún hafa skapað áskoranir fyrir samfélagið og kerfin innan þess. Það sé sjálfsögð og eðlileg lágmarkskrafa að þeir sem dvelja hér á landi, hvort sem um sé að ræða Íslendinga eða aðra, fari eftir íslenskum lögum. „Þess vegna segi ég skýrt að það er mín skoðun að ef flóttamaður gerist uppvís um alvarlegan glæp á Íslandi á að svipta hann dvalarleyfi. Það er frumskylda mín sem ráðherra og stjórnvalda að tryggja öryggi borgara í þessu landi og vil ég því setja sambærilegt ákvæði í íslensk lög og finna má á hinum Norðurlöndunum hvað þetta varðar,“ sagði Guðrún. Loks sagðist hún fagna því að breytingar yrðu gerðar á útlendingalöggjöfinni, og um sé að ræða veigamestu breytingar á málaflokknum í áraraðir. Einnig fagni hún því að sátt hafi náðst í ríkisstjórn um sameiginlega sýn í málaflokknum. „Ég mun áfram rísa undir ábyrgð og ég hræðist ekki vegferðina sem er fram undan,“ sagði Guðrún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
„Þótt gjáin á milli pólitískra skoðana fólks virðist fara breikkandi þá erum við Íslendingar samheldin þjóð,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í eldhúsdagsræðu sinni. „Við viljum öll öflugt heilbrigðiskerfi sem hlúir að þeim sem eiga um sárt að binda. Við viljum öll gott menntakerfi svo börnin okkar hafi enn fleiri tækifæri en kynslóðirnar sem á undan eru gengnar. Þá viljum við líka að allir eigi sér heimili og fái jöfn tækifæri til góðra verka. Við hljótum einnig að vera sammála um að það álag sem hefur verið á innviði okkar undanfarin ár er meira en þeir þola,“ sagði Guðrún. Það eigi ekki að vera feimnismál að benda á að tæplega 400 þúsund manna samfélag geti ekki takmarkalaust opnað faðm sinn fyrir þeim fjölda fólks sem til Íslands leitar. Flóttamenn leiti að veikasta regluverkinu „Við viljum gera vel en það getur enginn stjórnmálaflokkur fært haldbær rök fyrir því að eitt fámennasta ríki í Evrópu hafi veikasta regluverkið þegar kemur að útlendingum,“ sagði Guðrún og að risavaxin áskorun sé fyrir fámenna þjóð þegar fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd hafi aukist um 3700 prósent á rúmum áratug. „Þrátt fyrir þetta er því enn haldið fram að þessi mikli fjöldi sé ekkert sérstaklega mikill og jafnvel hóflegur, ef dregnir eru frá umsækjendur frá Venesúela og Úkraínu sem eru tveir stærstu þjóðernishóparnir meðal umsækjenda. Svona málflutningur er til þess fallinn að slá ryki í augu fólks,“ sagði Guðrún og sagði Ísland fá hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd af Evrópuríkjunum. „Hvað skýrir þennan mikla fjölda sem hingað leitar til lands umfram önnur ríki? Víst er að ekki er það veðrið. Flóttamannastraumurinn er eins og vatn sem finnur sér farveg og rennur þangað sem stærstu glufurnar finnast og veikasta regluverkið,“ sagði Guðrún. Þá sagði hún umsóknum um alþjóðlega vernd hafa fækkað um nær 60 prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. „Eitt er víst að ef stjórnarandstaðan fengi að ráða væri ekki talað um fækkun heldur áframhaldandi fjölgun og áframhaldandi stjórnleysi.“ Fagnar breytingum á útlendingalögum Þann fjölda sem sótt hefur hingað síðastliðin sagði Guðrún hafa skapað áskoranir fyrir samfélagið og kerfin innan þess. Það sé sjálfsögð og eðlileg lágmarkskrafa að þeir sem dvelja hér á landi, hvort sem um sé að ræða Íslendinga eða aðra, fari eftir íslenskum lögum. „Þess vegna segi ég skýrt að það er mín skoðun að ef flóttamaður gerist uppvís um alvarlegan glæp á Íslandi á að svipta hann dvalarleyfi. Það er frumskylda mín sem ráðherra og stjórnvalda að tryggja öryggi borgara í þessu landi og vil ég því setja sambærilegt ákvæði í íslensk lög og finna má á hinum Norðurlöndunum hvað þetta varðar,“ sagði Guðrún. Loks sagðist hún fagna því að breytingar yrðu gerðar á útlendingalöggjöfinni, og um sé að ræða veigamestu breytingar á málaflokknum í áraraðir. Einnig fagni hún því að sátt hafi náðst í ríkisstjórn um sameiginlega sýn í málaflokknum. „Ég mun áfram rísa undir ábyrgð og ég hræðist ekki vegferðina sem er fram undan,“ sagði Guðrún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira