Framkoman eftir flogið niðurlægjandi og meiðandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 11:17 Unnur Hrefna segir fatlað fólk of oft mæta hindrunum félagslega. Mynd/Ruth Ásgeirs Unnur Hrefna Jóhannsdóttir er ósátt við viðbrögð starfsfólks á veitingastað í Smáralind þar sem hún fékk flog í gærkvöldi. Unnur Hrefna segist hafa sótt staðinn reglulega um árabil og hafa fengið þar flog tvisvar áður. Aldrei hafi viðbrögðin verið eins og í gærkvöldi. „En í kvöld, þegar ég fékk flog inn á staðnum, var framkoman bæði niðurlægjandi og meiðandi. Þegar afgreiðslukonan sá að ég væri í flogi sagði hún að þetta hefði gerst áður inn á staðnum og gaf í skyn að þetta væri mikið vesen. Ég þyrfti að hafa manneskju með mér,“ segir Unnur en í för með henni var einmitt aðstoðarkonan hennar. Miskunnsömum Samverjum sagt að þetta kæmi þeim ekki við Unnur Hrefna útskýrir að hver flogaveikur einstaklingur upplifir sín flog með ólíkum hætti. Hún til dæmis verður alveg máttlaus, fær krampa og lokar augunum en heyrir allt sem gerist í kringum hana. „Það voru fáir inn á staðnum. Auk mín og aðstoðarkonunnar minnar sat eitt par steinsnar frá okkur. Þegar ég er komin í gólfið stendur parið á fætur og býðst til að hjálpa okkur,“ segir Unnur Hrefna og að þetta séu viðbrögð sem hún upplifi reglulega frá fólki þegar hún fær flog. Afgreiðslukonan hafi aftur á móti beðið parið að halda áfram að borða og sagt við þau að „þetta væri ekki þeirra vandamál.” Unnur segir að hún hafi svo boðist til að hringja á öryggisverði en aðstoðarkonan hennar hafi afþakkað það vegna þess að frekari aðstoð væri á leiðinni. „Þegar parið var að ferðbúast kom það til okkar og bauð aftur fram hjálp sína. Fyrir svona framkomu samborgara minna er ég og verð alltaf þakklát,“ segir Unnur Hrefna. Niðurlægjandi ummæli látin falla Eftir að parið fór hafi afgreiðslukonan haldið áfram að æsa sig. Hafi hrópað að þetta væri ekki boðlegt og spurt hvort hún ætti að þurfa að loka staðnum þegar þetta gerðist. „Einu sinni var fullur veitingastaður og það fór allt úr skorðum. Fólk vill ekki koma inn þegar svona er,“ segir Unnur Hrefna að hún hafi sagt við aðstoðarkonu hennar. „Nú var farið að síga verulega í mig. Mér fannst ég niðurlægð og ummælin sem um mig og „hegðun mína“ voru látin falla meiðandi. Er fólk með fötlun ekki velkomið eða er fólk dregið í dilka eftir því hvers konar fötlun það er?“ spyr Unnur Hrefna. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi hún ekki verið búin að fá málið aftur eftir flogið og hafi ekki getað látið óánægju sína í ljós eða svarað fyrir sig. „En ég skal því fúslega viðurkenna að þegar maturinn sem ég hafði varla snert á, þessi fíni pastaréttur, var komin í pappakassa, dró ég hann til mín og kastaði frá mér af öllum þeim kröftum sem ég hafði þá. Þegar ég opnaði augun sá ég að mér hafði tekist að sletta einhverju af pastanu upp á vegg,“ segir Unnur Hrefna. Meinaður aðgangur að Kínahofinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Unnur lendir í veseni vegna flogaveiki sinnar á veitingstað. Árið 2019 var henni meinaður aðgangur að Kínahofinu eftir að hún hafði fengið þar flog. „Það er alltaf þessi sami aðlögunarvandi í samfélaginu. Fólk með fötlun mætir meira mótlæti en það ætti að þurfa að gera félagslega. Maður vill vekja athygli á þessu, ekki bara fyrir mann persónulega, heldur fyrir alla stéttina eins og ég kallað fatlað fólk. Þetta skiptir miklu máli.“ Fréttastofa hafði samband við umræddan veitingastað en forsvarsmaður hans vildi ekkert tjá sig um málið. Málefni fatlaðs fólks Veitingastaðir Smáralind Kópavogur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„En í kvöld, þegar ég fékk flog inn á staðnum, var framkoman bæði niðurlægjandi og meiðandi. Þegar afgreiðslukonan sá að ég væri í flogi sagði hún að þetta hefði gerst áður inn á staðnum og gaf í skyn að þetta væri mikið vesen. Ég þyrfti að hafa manneskju með mér,“ segir Unnur en í för með henni var einmitt aðstoðarkonan hennar. Miskunnsömum Samverjum sagt að þetta kæmi þeim ekki við Unnur Hrefna útskýrir að hver flogaveikur einstaklingur upplifir sín flog með ólíkum hætti. Hún til dæmis verður alveg máttlaus, fær krampa og lokar augunum en heyrir allt sem gerist í kringum hana. „Það voru fáir inn á staðnum. Auk mín og aðstoðarkonunnar minnar sat eitt par steinsnar frá okkur. Þegar ég er komin í gólfið stendur parið á fætur og býðst til að hjálpa okkur,“ segir Unnur Hrefna og að þetta séu viðbrögð sem hún upplifi reglulega frá fólki þegar hún fær flog. Afgreiðslukonan hafi aftur á móti beðið parið að halda áfram að borða og sagt við þau að „þetta væri ekki þeirra vandamál.” Unnur segir að hún hafi svo boðist til að hringja á öryggisverði en aðstoðarkonan hennar hafi afþakkað það vegna þess að frekari aðstoð væri á leiðinni. „Þegar parið var að ferðbúast kom það til okkar og bauð aftur fram hjálp sína. Fyrir svona framkomu samborgara minna er ég og verð alltaf þakklát,“ segir Unnur Hrefna. Niðurlægjandi ummæli látin falla Eftir að parið fór hafi afgreiðslukonan haldið áfram að æsa sig. Hafi hrópað að þetta væri ekki boðlegt og spurt hvort hún ætti að þurfa að loka staðnum þegar þetta gerðist. „Einu sinni var fullur veitingastaður og það fór allt úr skorðum. Fólk vill ekki koma inn þegar svona er,“ segir Unnur Hrefna að hún hafi sagt við aðstoðarkonu hennar. „Nú var farið að síga verulega í mig. Mér fannst ég niðurlægð og ummælin sem um mig og „hegðun mína“ voru látin falla meiðandi. Er fólk með fötlun ekki velkomið eða er fólk dregið í dilka eftir því hvers konar fötlun það er?“ spyr Unnur Hrefna. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi hún ekki verið búin að fá málið aftur eftir flogið og hafi ekki getað látið óánægju sína í ljós eða svarað fyrir sig. „En ég skal því fúslega viðurkenna að þegar maturinn sem ég hafði varla snert á, þessi fíni pastaréttur, var komin í pappakassa, dró ég hann til mín og kastaði frá mér af öllum þeim kröftum sem ég hafði þá. Þegar ég opnaði augun sá ég að mér hafði tekist að sletta einhverju af pastanu upp á vegg,“ segir Unnur Hrefna. Meinaður aðgangur að Kínahofinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Unnur lendir í veseni vegna flogaveiki sinnar á veitingstað. Árið 2019 var henni meinaður aðgangur að Kínahofinu eftir að hún hafði fengið þar flog. „Það er alltaf þessi sami aðlögunarvandi í samfélaginu. Fólk með fötlun mætir meira mótlæti en það ætti að þurfa að gera félagslega. Maður vill vekja athygli á þessu, ekki bara fyrir mann persónulega, heldur fyrir alla stéttina eins og ég kallað fatlað fólk. Þetta skiptir miklu máli.“ Fréttastofa hafði samband við umræddan veitingastað en forsvarsmaður hans vildi ekkert tjá sig um málið.
Málefni fatlaðs fólks Veitingastaðir Smáralind Kópavogur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent