Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þar er einnig greint frá því að bíl hafi verið ekið í gegnum grindverk við heimahús í Kópavogi. Fram kemur að lögregla hafi fundið ökumann bílsins skammt frá vettvangi og hann verið handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Í Grafarvogi var tilkynnt um eld í heimahúsi. Slökkvilið og lögregla sinntu útkallinu, en í dagbókinni segir að um hafi verið að ræða minniháttar eld á pönnu.
Þá segir frá einstakling sem var æstur í miðbæ Reykjavíkur. Sá neitaði að segja til nafns eða framvísa skilríkjum. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð en var látinn laust eftir að hann gaf upp nafn sitt.