Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 8. júní 2024 09:30 Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur mun eiga sér stað í dag í Tjarnarsal Ráðhússins. Borgaraþing er nýr lýðræðisvettvangur og ein aðgerða fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur, en ég leiddi vinnu við gerð hennar á síðasta kjörtímabili og fagna því þessum tímamótum alveg sérstaklega. Málefni barna 0-6 ára verða til umfjöllunar á borgaraþinginu og er það hluti af stefnumótun um málaflokkinn en ég er svo heppin að fá að taka beinan þátt í þeirri vinnu í þverpólitískum stýrihópi. Það er nauðsynlegt að heyra frá foreldrum, íbúum og fagfólki í slíkri vinnu svo hún nái markmiðum sínum um að bæta aðstæður og velferð barnanna í borginni. Lýðræði og samráð er ekki upp á punt heldur nauðsynlegur og órjúfanlegur hluti skilvirkrar straumlínustjórnunar með gæði þjónustu í fyrirrúmi. Eitt helsta leiðarljós lýðræðisstefnunnar er að efla gæði í ákvarðanatöku með því að fá fram og taka tillit til mismunandi sjónarhorna og hagsmuna. Meginmarkmið lýðræðisstefnu Reykjavíkur eru undirstöður í hverju lýðræðislegu ákvarðanatökuferli - að hlusta, rýna, breyta og miðla. Sumsé að hlusta og afla upplýsinga um það sem má betrumbæta, að rýna svo í þær upplýsingar, að breyta í kjölfarið byggt á fenginni vitneskju þegar það á við og að endingu að miðla niðurstöðunni og almennt viðhafa gagnsæi til að styrkja lýðræðislegt aðhald og sá fræjum til frekari jákvæðra breytinga. Borgaraþingið í dag snýst um að borgin vill hlusta á þau sem best þekkja til þess sem vel hefur tekist og þess sem betur má fara þegar kemur að aðstæðum og velferð ungra barna og barnafjölskyldna. Við viljum halda vel utan um börnin okkar og barnafjölskyldur og þess vegna erum við að vinna stefnu og aðgerðir til að geta betur mætt þörfunum. Börnin okkar eru það allra dýrmætasta sem við eigum og sem betur fer hefur aukin þekking fært okkur meiri meðvitund um mikilvægi fyrstu áranna, árin sem enginn man. Það er á ábyrgð okkar fullorðinna að hlúa vel að þeim og sjá til þess að þau hafi sem allra best skilyrði til að vaxa, þroskast og dafna umvafin hlýju og öryggi eins og þau eiga öll svo hjartanlega skilið. Vonast til að sjá ykkur sem flest á þessu mikilvæga borgaraþingi því ég vil hlusta, læra og bæta. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og fulltrúi í stýrihópi um málefni barna 0-6 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur mun eiga sér stað í dag í Tjarnarsal Ráðhússins. Borgaraþing er nýr lýðræðisvettvangur og ein aðgerða fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur, en ég leiddi vinnu við gerð hennar á síðasta kjörtímabili og fagna því þessum tímamótum alveg sérstaklega. Málefni barna 0-6 ára verða til umfjöllunar á borgaraþinginu og er það hluti af stefnumótun um málaflokkinn en ég er svo heppin að fá að taka beinan þátt í þeirri vinnu í þverpólitískum stýrihópi. Það er nauðsynlegt að heyra frá foreldrum, íbúum og fagfólki í slíkri vinnu svo hún nái markmiðum sínum um að bæta aðstæður og velferð barnanna í borginni. Lýðræði og samráð er ekki upp á punt heldur nauðsynlegur og órjúfanlegur hluti skilvirkrar straumlínustjórnunar með gæði þjónustu í fyrirrúmi. Eitt helsta leiðarljós lýðræðisstefnunnar er að efla gæði í ákvarðanatöku með því að fá fram og taka tillit til mismunandi sjónarhorna og hagsmuna. Meginmarkmið lýðræðisstefnu Reykjavíkur eru undirstöður í hverju lýðræðislegu ákvarðanatökuferli - að hlusta, rýna, breyta og miðla. Sumsé að hlusta og afla upplýsinga um það sem má betrumbæta, að rýna svo í þær upplýsingar, að breyta í kjölfarið byggt á fenginni vitneskju þegar það á við og að endingu að miðla niðurstöðunni og almennt viðhafa gagnsæi til að styrkja lýðræðislegt aðhald og sá fræjum til frekari jákvæðra breytinga. Borgaraþingið í dag snýst um að borgin vill hlusta á þau sem best þekkja til þess sem vel hefur tekist og þess sem betur má fara þegar kemur að aðstæðum og velferð ungra barna og barnafjölskyldna. Við viljum halda vel utan um börnin okkar og barnafjölskyldur og þess vegna erum við að vinna stefnu og aðgerðir til að geta betur mætt þörfunum. Börnin okkar eru það allra dýrmætasta sem við eigum og sem betur fer hefur aukin þekking fært okkur meiri meðvitund um mikilvægi fyrstu áranna, árin sem enginn man. Það er á ábyrgð okkar fullorðinna að hlúa vel að þeim og sjá til þess að þau hafi sem allra best skilyrði til að vaxa, þroskast og dafna umvafin hlýju og öryggi eins og þau eiga öll svo hjartanlega skilið. Vonast til að sjá ykkur sem flest á þessu mikilvæga borgaraþingi því ég vil hlusta, læra og bæta. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og fulltrúi í stýrihópi um málefni barna 0-6 ára.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun