Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson skrifar 7. júní 2024 17:01 Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt. Það er eins og að margir horfi með saknaðaraugum á eitthvað sem hvarf en engum vöngum velt yfir því hvaðan þessi draumaheimur kom og hvernig. Þau vilja bara fá það til baka sem hafði horfið og það helst strax. Orðræða nýkjörins forseta í kosningabaráttunni var algört 2007, hugljúfar minningar framkölluðust að virðist hjá stórum hluta þjóðarinnar þegar þessi hugsunarheimur nýfrjálshyggjunar yljaði aftur um hjartaræturnar og allt gat orðið gott aftur. Halla Tómasdóttir kom inn eins og hugljúf og mild vestan gola, með allt þetta frábæra sem úr vestri kemur, nánast orðið að veruleika áður en hún tekur formlega við embættinu. Skrúfa bara pínulítið til stillingarskrúfurna í kapítalismanum, bara pínulítið og þá lagast allt aftur. Allt þetta leiðinda tal um takmörkun hagvaxtar og breyttan lífstíl, hætta jafnvel að ferðast og borða kjöt, þurfum við ekkert lengur að hugsa um, höldum bara áfram fram á veg undir leiðsögn nýs forseta og kanski einhverra sjálfshjálparbókmennta. Allt verður gott aftur, algört 2007. Fjármagnseigendur eru hæstánægðir og reyndar mest öll stjórnmálaelítan líka enda fóru hagsmunir þessara afla þarna saman þótt úr ólíkum áttum að baráttunni væri komið. Fjármagnseigendur gátu vel sætt sig við frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hafandi góða reynslu af henni og hægri armur stjórnmálaelítunnar gat vel sætt sig við frambjóðenda fjármagnseigenda þar sem hún var einfaldlega fulltrúi þeirra sem þau berjast fyrir daglega í stjórnmálum. Menningarelítan var splittuð, studdi að hluta annan þessara frambjóðenda en að hluta þrjá til fjóra aðra, semsagt þokkalega dreifður stuðningur sem engin hætta stafaði af. Þetta gat ekki klikkað. Fjölmiðlar landsins, með fáum undantekningum, lögðust á sveif með þessum öflum til þess að tryggja að sigur ynnist. Sigur var að annarhvor þessara frambjóðenda ynni, sama hvor en enginn annar. Í byrjun var frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hampað í þessum fjölmiðlum og þegar ljóst var að það mundi líklega ekki ganga var blaðinu snúið við og í lokin var allt kapp lagt á hinn frambjóðandann, frambjóðanda fjármagnseigenda til þess að tryggja sigur, sem tókst. Allan tímann var hæfilegum óhróðri beitt gagnvart þeim frambjóðendum öðrum sem taldir voru skeinuhættir á hverjum tíma. Það sem er merkilegast í þessu öllu er að RÚV, “óháður fjölmiðill fólksins”, tók fullan þátt í þessum bellibrögðum og spilaði með eða var jafnvel í forystuhlutverki á stundum. Auðvitað var framgangur Morgunblaðsins og Viðskiptablsðsin hér sem alltaf í sorpritastíl. Það hefur sjaldan verið jafn augljóst hvað þjóðin er vanmátta gagnvart þessum öflum, sérstaklega þegar þessi öfl, fjármálaelítan, sjórnmálaelítan og nánast allir fjölmiðlar, taka sig saman og ákveða, án aðkomu almennings, hvernig hlutirnir eiga að vera. Gleðilegt 2007. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Reynir Böðvarsson Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Sjá meira
Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt. Það er eins og að margir horfi með saknaðaraugum á eitthvað sem hvarf en engum vöngum velt yfir því hvaðan þessi draumaheimur kom og hvernig. Þau vilja bara fá það til baka sem hafði horfið og það helst strax. Orðræða nýkjörins forseta í kosningabaráttunni var algört 2007, hugljúfar minningar framkölluðust að virðist hjá stórum hluta þjóðarinnar þegar þessi hugsunarheimur nýfrjálshyggjunar yljaði aftur um hjartaræturnar og allt gat orðið gott aftur. Halla Tómasdóttir kom inn eins og hugljúf og mild vestan gola, með allt þetta frábæra sem úr vestri kemur, nánast orðið að veruleika áður en hún tekur formlega við embættinu. Skrúfa bara pínulítið til stillingarskrúfurna í kapítalismanum, bara pínulítið og þá lagast allt aftur. Allt þetta leiðinda tal um takmörkun hagvaxtar og breyttan lífstíl, hætta jafnvel að ferðast og borða kjöt, þurfum við ekkert lengur að hugsa um, höldum bara áfram fram á veg undir leiðsögn nýs forseta og kanski einhverra sjálfshjálparbókmennta. Allt verður gott aftur, algört 2007. Fjármagnseigendur eru hæstánægðir og reyndar mest öll stjórnmálaelítan líka enda fóru hagsmunir þessara afla þarna saman þótt úr ólíkum áttum að baráttunni væri komið. Fjármagnseigendur gátu vel sætt sig við frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hafandi góða reynslu af henni og hægri armur stjórnmálaelítunnar gat vel sætt sig við frambjóðenda fjármagnseigenda þar sem hún var einfaldlega fulltrúi þeirra sem þau berjast fyrir daglega í stjórnmálum. Menningarelítan var splittuð, studdi að hluta annan þessara frambjóðenda en að hluta þrjá til fjóra aðra, semsagt þokkalega dreifður stuðningur sem engin hætta stafaði af. Þetta gat ekki klikkað. Fjölmiðlar landsins, með fáum undantekningum, lögðust á sveif með þessum öflum til þess að tryggja að sigur ynnist. Sigur var að annarhvor þessara frambjóðenda ynni, sama hvor en enginn annar. Í byrjun var frambjóðenda stjórnmálaelítunnar hampað í þessum fjölmiðlum og þegar ljóst var að það mundi líklega ekki ganga var blaðinu snúið við og í lokin var allt kapp lagt á hinn frambjóðandann, frambjóðanda fjármagnseigenda til þess að tryggja sigur, sem tókst. Allan tímann var hæfilegum óhróðri beitt gagnvart þeim frambjóðendum öðrum sem taldir voru skeinuhættir á hverjum tíma. Það sem er merkilegast í þessu öllu er að RÚV, “óháður fjölmiðill fólksins”, tók fullan þátt í þessum bellibrögðum og spilaði með eða var jafnvel í forystuhlutverki á stundum. Auðvitað var framgangur Morgunblaðsins og Viðskiptablsðsin hér sem alltaf í sorpritastíl. Það hefur sjaldan verið jafn augljóst hvað þjóðin er vanmátta gagnvart þessum öflum, sérstaklega þegar þessi öfl, fjármálaelítan, sjórnmálaelítan og nánast allir fjölmiðlar, taka sig saman og ákveða, án aðkomu almennings, hvernig hlutirnir eiga að vera. Gleðilegt 2007. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar