Skrifaði á sig í gríð og erg og fær engar bætur eftir uppsögn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. júní 2024 11:00 Mynd úr safni. Getty Maður sem var sagt upp störfum fær ekki greiddar bætur fyrir fyrstu tvo mánuðina eftir uppsögn en það er vegna þess að hann átti sjálfur sök á því að vera sagt upp. Maðurinn hafði fengið fjölda áminninga í starfi en jafnframt voru vöruúttektir hans ekki rétt skráðar. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála sem var birtur í dag. Málið fjallar um mann sem sótti um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í janúar en beiðni hans var hafnað fyrir fyrstu tvo mánuðina en fallist var á atvinnuleysisbætur eftir það. Höfnunin var byggð á lögum um atvinnuleysisbætur en þar segir að einstaklingur eigi ekki rétt á bótum tveimur mánuðum eftir uppsögn ef hann ber sjálfur ábyrgð á uppsögninni. Maðurinn kærði þessa ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar velferðarmála. Taldi sig vera að sinna starfinu Maðurinn tók sjálfur fram í kærunni að honum hafi verið sagt upp störfum eftir fjögur ár í starfi vegna munnlegra áminninga með þeim varnagla þó að hann taldi sig hafa verið að sinna starfi sínu. Maðurinn var ráðinn í annað starf í apríl og fékk einn mánuð greiddan í uppsagnarfrest og tekur hann fram að honum vanti því laun fyrir marsmánuð. Úrskurðarnefndin tók málið til skoðunar og ítrekaði í úrskurði sínum að ef starfsmaður á sjálfur sök að því að vera sagt upp skal atvinnubótum til hans frestað um tvo mánuði og hefjast að þeim loknum. „Í uppsagnarbréfi segi að ástæður uppsagnar séu rangt skráðar vöruúttektir og að engar úrbætur hafi átt sér stað hjá kæranda þrátt fyrir margar munnlegar áminningar. Þá hafi kærandi staðfest framangreint í skýringarbréfi sínu,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefndin tók fram að um matskennda ákvörðun væri að ræða. Nefndin leit svo á að samkvæmt kæru mannsins þar sem hann tók sjálfur fram að honum hafi verið sagt upp starfi vegna áminninga yrði ráðið að um réttar upplýsingar væri að ræða. Taldi úrskurðarnefndin því ljóst að maðurinn hafi misst starfið af ástæðum sem hann átti sjálfur sök á og var ákvörðun Vinnumálastofnunar því staðfest. Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála sem var birtur í dag. Málið fjallar um mann sem sótti um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í janúar en beiðni hans var hafnað fyrir fyrstu tvo mánuðina en fallist var á atvinnuleysisbætur eftir það. Höfnunin var byggð á lögum um atvinnuleysisbætur en þar segir að einstaklingur eigi ekki rétt á bótum tveimur mánuðum eftir uppsögn ef hann ber sjálfur ábyrgð á uppsögninni. Maðurinn kærði þessa ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar velferðarmála. Taldi sig vera að sinna starfinu Maðurinn tók sjálfur fram í kærunni að honum hafi verið sagt upp störfum eftir fjögur ár í starfi vegna munnlegra áminninga með þeim varnagla þó að hann taldi sig hafa verið að sinna starfi sínu. Maðurinn var ráðinn í annað starf í apríl og fékk einn mánuð greiddan í uppsagnarfrest og tekur hann fram að honum vanti því laun fyrir marsmánuð. Úrskurðarnefndin tók málið til skoðunar og ítrekaði í úrskurði sínum að ef starfsmaður á sjálfur sök að því að vera sagt upp skal atvinnubótum til hans frestað um tvo mánuði og hefjast að þeim loknum. „Í uppsagnarbréfi segi að ástæður uppsagnar séu rangt skráðar vöruúttektir og að engar úrbætur hafi átt sér stað hjá kæranda þrátt fyrir margar munnlegar áminningar. Þá hafi kærandi staðfest framangreint í skýringarbréfi sínu,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefndin tók fram að um matskennda ákvörðun væri að ræða. Nefndin leit svo á að samkvæmt kæru mannsins þar sem hann tók sjálfur fram að honum hafi verið sagt upp starfi vegna áminninga yrði ráðið að um réttar upplýsingar væri að ræða. Taldi úrskurðarnefndin því ljóst að maðurinn hafi misst starfið af ástæðum sem hann átti sjálfur sök á og var ákvörðun Vinnumálastofnunar því staðfest.
Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent