Markaðsbrestur tilfinninga Þórhallur Guðmundsson skrifar 7. júní 2024 13:00 Markaðsbrestur er hugtak úr hagfræði sem flestir sem fylgjast með fréttum þekkja og er (oftast) notað yfir það þegar framleiðsla á einhverri vöru (eða gæðum) er ekki skilvirk. Markaðsbrestur á vöru eða gæðum eru gjarnan notað til þess að ýta undir og réttlæta það að stofnanir hins opinbera séu með inngrip sem hafi áhrif á brestina. Þessi inngrip þekkjum við vel. Þetta eru t.d. stýrivaxtahækkanir (og hægar stýrivaxtalækkanir) Seðlabankans til að sporna gegn verðbólgu. Í hvert sinn sem fréttir af stýrivaxtaaðgerðum Seðlabankans er útvarpað, missa margir Íslendingar sig vegna þess að of lítið er gert og of seint og íþyngjandi fasteignarlán standa í besta falli í stað. Kjör okkar hafa verið skert og fólk hikar ekki við að tjá sig í kjölfarið á samfélagsmiðlum og lætur í ljós tilfinningar sem ná yfir öll möguleg stig reiði og vonbrigða. Þegar Seðlabankastjóri hefur talað er afleiðingin ekki bara að stýrivextir standa í stað heldur er enginn markaðsbrestur hvað varðar tilfinningar almennings, fremur ofgnótt. Íslendingar hafa undirritað stofnskrá og viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 en samkvæmt yfirlýsingunni telst það þjóðarmorð að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans; beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum og flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Þegar ofangreind málsgrein er lesinn þá hugsar maður ósjálfrátt til Gaza og hvernig hermenn Ísraels eru markvist að drepa konur og börn ásamt því að eyðileggja alla innvið og þar með möguleika fólksins á Gaza til menntunar, til heilbrigðisþjónusta, til barneigna, til þess að vera sjálfbjarga, ásamt því að stökkva rúmlega tveimur milljónum manna, kvenna og barna, á flótta. Í reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum nr. 466/2021 er teiknaður upp rammi fyrir markvissar þvingunaraðgerðir til þess að bregðast við alvarlegum mannréttindabrotum á heimsvísu. Þvingunaraðgerðir á grundvelli þessarar reglugerðar eru lagðar á vegna eftirfarandi alvarlegra mannréttindabrota: þjóðarmorð og glæpi gegn mannúð. Ríkisstjórn Íslands hefur því lög og reglugerð til þess að meta hvað er þjóðarmorð, hvað eru glæpir gegn mannúð og hvernig á að bregðast við þeim. Þessi lög og reglugerðir eru jafn skýrar og auðtúlkaðar og lög um Seðlabanka Íslands nr.92/2019. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar kemur að því hvort að lánin okkar eigi að hækka um 0,5% eða 0,25% þá gerist ekkert þegar kemur að því að verja ofbeldi gegn íbúum Gaza. Það er eins og ríkisstjórn Íslands sé haldin mannúðarþreytu (óljóst hugtak sem gæti náð yfir það að samfélagsmiðlar hafa frá upphafi átaka á Gaza úðað yfir okkur hryllingnum; foreldrum með limlest börn á hlaupum i skjól, aflimanir, sprengingar, fjöldagrafir) í svo miklum mæli að með tímanum hafi ríkistjórnin hætt að taka eftir eymdinni og miskunnarleysinu. Er þá e.t.v. hægt að tala um að það hafi orðið markaðsbrestur í samúð? Að það hafi orðið markaðsbrestur í mannúð? Yrði markaðsbrestur á einhverjum samgæðum okkar eins og t.d. raforku, ufsa, berjum til sultugerðar, beitilendi, og svo sem hverjum öðrum gæðum sem þjóðinni tilheyra, þá yrði brugðist við með inngripi af hálfu hins opinbera: Lög yrðu sett. Reglugerðir yrðu uppfærðar. Komið á kvóta, nefnd á vegum alþingis stofnuð, eftirlitsstofnun bætt við og Seðlabankastjóri héldi fréttamannafund og útskýrði hvers vegna það yrði að hækka stýrivexti, hvers vegna það þyrfti að gæta aðhalds. Við kæmumst í gegnum brestinn með því að herða sultarólina. Þegar það verður markaðsbrestur i hjörtum okkar, þegar tilfinningar meirihluta íslendinga bresta vegna gengisfellingu mannslífa og mannréttinda á Gaza, þá forðast ríkið að vera með inngrip; þá leiðir hið opinbera hjá sér allar greinarnar sem skrifaðar eru gegn þjóðarmorðum á Gaza; alla samstöðufundina sem haldnir eru, allar blysfarirnar sem farnar eru og kröfurnar um tafalaus afskipti í nafni mannúðar. Þá eru engin inngrip. Bara þögn. Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Þórhallur Guðmundsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Markaðsbrestur er hugtak úr hagfræði sem flestir sem fylgjast með fréttum þekkja og er (oftast) notað yfir það þegar framleiðsla á einhverri vöru (eða gæðum) er ekki skilvirk. Markaðsbrestur á vöru eða gæðum eru gjarnan notað til þess að ýta undir og réttlæta það að stofnanir hins opinbera séu með inngrip sem hafi áhrif á brestina. Þessi inngrip þekkjum við vel. Þetta eru t.d. stýrivaxtahækkanir (og hægar stýrivaxtalækkanir) Seðlabankans til að sporna gegn verðbólgu. Í hvert sinn sem fréttir af stýrivaxtaaðgerðum Seðlabankans er útvarpað, missa margir Íslendingar sig vegna þess að of lítið er gert og of seint og íþyngjandi fasteignarlán standa í besta falli í stað. Kjör okkar hafa verið skert og fólk hikar ekki við að tjá sig í kjölfarið á samfélagsmiðlum og lætur í ljós tilfinningar sem ná yfir öll möguleg stig reiði og vonbrigða. Þegar Seðlabankastjóri hefur talað er afleiðingin ekki bara að stýrivextir standa í stað heldur er enginn markaðsbrestur hvað varðar tilfinningar almennings, fremur ofgnótt. Íslendingar hafa undirritað stofnskrá og viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 en samkvæmt yfirlýsingunni telst það þjóðarmorð að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans; beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum og flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Þegar ofangreind málsgrein er lesinn þá hugsar maður ósjálfrátt til Gaza og hvernig hermenn Ísraels eru markvist að drepa konur og börn ásamt því að eyðileggja alla innvið og þar með möguleika fólksins á Gaza til menntunar, til heilbrigðisþjónusta, til barneigna, til þess að vera sjálfbjarga, ásamt því að stökkva rúmlega tveimur milljónum manna, kvenna og barna, á flótta. Í reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum nr. 466/2021 er teiknaður upp rammi fyrir markvissar þvingunaraðgerðir til þess að bregðast við alvarlegum mannréttindabrotum á heimsvísu. Þvingunaraðgerðir á grundvelli þessarar reglugerðar eru lagðar á vegna eftirfarandi alvarlegra mannréttindabrota: þjóðarmorð og glæpi gegn mannúð. Ríkisstjórn Íslands hefur því lög og reglugerð til þess að meta hvað er þjóðarmorð, hvað eru glæpir gegn mannúð og hvernig á að bregðast við þeim. Þessi lög og reglugerðir eru jafn skýrar og auðtúlkaðar og lög um Seðlabanka Íslands nr.92/2019. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar kemur að því hvort að lánin okkar eigi að hækka um 0,5% eða 0,25% þá gerist ekkert þegar kemur að því að verja ofbeldi gegn íbúum Gaza. Það er eins og ríkisstjórn Íslands sé haldin mannúðarþreytu (óljóst hugtak sem gæti náð yfir það að samfélagsmiðlar hafa frá upphafi átaka á Gaza úðað yfir okkur hryllingnum; foreldrum með limlest börn á hlaupum i skjól, aflimanir, sprengingar, fjöldagrafir) í svo miklum mæli að með tímanum hafi ríkistjórnin hætt að taka eftir eymdinni og miskunnarleysinu. Er þá e.t.v. hægt að tala um að það hafi orðið markaðsbrestur í samúð? Að það hafi orðið markaðsbrestur í mannúð? Yrði markaðsbrestur á einhverjum samgæðum okkar eins og t.d. raforku, ufsa, berjum til sultugerðar, beitilendi, og svo sem hverjum öðrum gæðum sem þjóðinni tilheyra, þá yrði brugðist við með inngripi af hálfu hins opinbera: Lög yrðu sett. Reglugerðir yrðu uppfærðar. Komið á kvóta, nefnd á vegum alþingis stofnuð, eftirlitsstofnun bætt við og Seðlabankastjóri héldi fréttamannafund og útskýrði hvers vegna það yrði að hækka stýrivexti, hvers vegna það þyrfti að gæta aðhalds. Við kæmumst í gegnum brestinn með því að herða sultarólina. Þegar það verður markaðsbrestur i hjörtum okkar, þegar tilfinningar meirihluta íslendinga bresta vegna gengisfellingu mannslífa og mannréttinda á Gaza, þá forðast ríkið að vera með inngrip; þá leiðir hið opinbera hjá sér allar greinarnar sem skrifaðar eru gegn þjóðarmorðum á Gaza; alla samstöðufundina sem haldnir eru, allar blysfarirnar sem farnar eru og kröfurnar um tafalaus afskipti í nafni mannúðar. Þá eru engin inngrip. Bara þögn. Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun