Markaðsbrestur tilfinninga Þórhallur Guðmundsson skrifar 7. júní 2024 13:00 Markaðsbrestur er hugtak úr hagfræði sem flestir sem fylgjast með fréttum þekkja og er (oftast) notað yfir það þegar framleiðsla á einhverri vöru (eða gæðum) er ekki skilvirk. Markaðsbrestur á vöru eða gæðum eru gjarnan notað til þess að ýta undir og réttlæta það að stofnanir hins opinbera séu með inngrip sem hafi áhrif á brestina. Þessi inngrip þekkjum við vel. Þetta eru t.d. stýrivaxtahækkanir (og hægar stýrivaxtalækkanir) Seðlabankans til að sporna gegn verðbólgu. Í hvert sinn sem fréttir af stýrivaxtaaðgerðum Seðlabankans er útvarpað, missa margir Íslendingar sig vegna þess að of lítið er gert og of seint og íþyngjandi fasteignarlán standa í besta falli í stað. Kjör okkar hafa verið skert og fólk hikar ekki við að tjá sig í kjölfarið á samfélagsmiðlum og lætur í ljós tilfinningar sem ná yfir öll möguleg stig reiði og vonbrigða. Þegar Seðlabankastjóri hefur talað er afleiðingin ekki bara að stýrivextir standa í stað heldur er enginn markaðsbrestur hvað varðar tilfinningar almennings, fremur ofgnótt. Íslendingar hafa undirritað stofnskrá og viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 en samkvæmt yfirlýsingunni telst það þjóðarmorð að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans; beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum og flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Þegar ofangreind málsgrein er lesinn þá hugsar maður ósjálfrátt til Gaza og hvernig hermenn Ísraels eru markvist að drepa konur og börn ásamt því að eyðileggja alla innvið og þar með möguleika fólksins á Gaza til menntunar, til heilbrigðisþjónusta, til barneigna, til þess að vera sjálfbjarga, ásamt því að stökkva rúmlega tveimur milljónum manna, kvenna og barna, á flótta. Í reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum nr. 466/2021 er teiknaður upp rammi fyrir markvissar þvingunaraðgerðir til þess að bregðast við alvarlegum mannréttindabrotum á heimsvísu. Þvingunaraðgerðir á grundvelli þessarar reglugerðar eru lagðar á vegna eftirfarandi alvarlegra mannréttindabrota: þjóðarmorð og glæpi gegn mannúð. Ríkisstjórn Íslands hefur því lög og reglugerð til þess að meta hvað er þjóðarmorð, hvað eru glæpir gegn mannúð og hvernig á að bregðast við þeim. Þessi lög og reglugerðir eru jafn skýrar og auðtúlkaðar og lög um Seðlabanka Íslands nr.92/2019. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar kemur að því hvort að lánin okkar eigi að hækka um 0,5% eða 0,25% þá gerist ekkert þegar kemur að því að verja ofbeldi gegn íbúum Gaza. Það er eins og ríkisstjórn Íslands sé haldin mannúðarþreytu (óljóst hugtak sem gæti náð yfir það að samfélagsmiðlar hafa frá upphafi átaka á Gaza úðað yfir okkur hryllingnum; foreldrum með limlest börn á hlaupum i skjól, aflimanir, sprengingar, fjöldagrafir) í svo miklum mæli að með tímanum hafi ríkistjórnin hætt að taka eftir eymdinni og miskunnarleysinu. Er þá e.t.v. hægt að tala um að það hafi orðið markaðsbrestur í samúð? Að það hafi orðið markaðsbrestur í mannúð? Yrði markaðsbrestur á einhverjum samgæðum okkar eins og t.d. raforku, ufsa, berjum til sultugerðar, beitilendi, og svo sem hverjum öðrum gæðum sem þjóðinni tilheyra, þá yrði brugðist við með inngripi af hálfu hins opinbera: Lög yrðu sett. Reglugerðir yrðu uppfærðar. Komið á kvóta, nefnd á vegum alþingis stofnuð, eftirlitsstofnun bætt við og Seðlabankastjóri héldi fréttamannafund og útskýrði hvers vegna það yrði að hækka stýrivexti, hvers vegna það þyrfti að gæta aðhalds. Við kæmumst í gegnum brestinn með því að herða sultarólina. Þegar það verður markaðsbrestur i hjörtum okkar, þegar tilfinningar meirihluta íslendinga bresta vegna gengisfellingu mannslífa og mannréttinda á Gaza, þá forðast ríkið að vera með inngrip; þá leiðir hið opinbera hjá sér allar greinarnar sem skrifaðar eru gegn þjóðarmorðum á Gaza; alla samstöðufundina sem haldnir eru, allar blysfarirnar sem farnar eru og kröfurnar um tafalaus afskipti í nafni mannúðar. Þá eru engin inngrip. Bara þögn. Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Þórhallur Guðmundsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Markaðsbrestur er hugtak úr hagfræði sem flestir sem fylgjast með fréttum þekkja og er (oftast) notað yfir það þegar framleiðsla á einhverri vöru (eða gæðum) er ekki skilvirk. Markaðsbrestur á vöru eða gæðum eru gjarnan notað til þess að ýta undir og réttlæta það að stofnanir hins opinbera séu með inngrip sem hafi áhrif á brestina. Þessi inngrip þekkjum við vel. Þetta eru t.d. stýrivaxtahækkanir (og hægar stýrivaxtalækkanir) Seðlabankans til að sporna gegn verðbólgu. Í hvert sinn sem fréttir af stýrivaxtaaðgerðum Seðlabankans er útvarpað, missa margir Íslendingar sig vegna þess að of lítið er gert og of seint og íþyngjandi fasteignarlán standa í besta falli í stað. Kjör okkar hafa verið skert og fólk hikar ekki við að tjá sig í kjölfarið á samfélagsmiðlum og lætur í ljós tilfinningar sem ná yfir öll möguleg stig reiði og vonbrigða. Þegar Seðlabankastjóri hefur talað er afleiðingin ekki bara að stýrivextir standa í stað heldur er enginn markaðsbrestur hvað varðar tilfinningar almennings, fremur ofgnótt. Íslendingar hafa undirritað stofnskrá og viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 en samkvæmt yfirlýsingunni telst það þjóðarmorð að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans; beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum og flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Þegar ofangreind málsgrein er lesinn þá hugsar maður ósjálfrátt til Gaza og hvernig hermenn Ísraels eru markvist að drepa konur og börn ásamt því að eyðileggja alla innvið og þar með möguleika fólksins á Gaza til menntunar, til heilbrigðisþjónusta, til barneigna, til þess að vera sjálfbjarga, ásamt því að stökkva rúmlega tveimur milljónum manna, kvenna og barna, á flótta. Í reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum nr. 466/2021 er teiknaður upp rammi fyrir markvissar þvingunaraðgerðir til þess að bregðast við alvarlegum mannréttindabrotum á heimsvísu. Þvingunaraðgerðir á grundvelli þessarar reglugerðar eru lagðar á vegna eftirfarandi alvarlegra mannréttindabrota: þjóðarmorð og glæpi gegn mannúð. Ríkisstjórn Íslands hefur því lög og reglugerð til þess að meta hvað er þjóðarmorð, hvað eru glæpir gegn mannúð og hvernig á að bregðast við þeim. Þessi lög og reglugerðir eru jafn skýrar og auðtúlkaðar og lög um Seðlabanka Íslands nr.92/2019. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar kemur að því hvort að lánin okkar eigi að hækka um 0,5% eða 0,25% þá gerist ekkert þegar kemur að því að verja ofbeldi gegn íbúum Gaza. Það er eins og ríkisstjórn Íslands sé haldin mannúðarþreytu (óljóst hugtak sem gæti náð yfir það að samfélagsmiðlar hafa frá upphafi átaka á Gaza úðað yfir okkur hryllingnum; foreldrum með limlest börn á hlaupum i skjól, aflimanir, sprengingar, fjöldagrafir) í svo miklum mæli að með tímanum hafi ríkistjórnin hætt að taka eftir eymdinni og miskunnarleysinu. Er þá e.t.v. hægt að tala um að það hafi orðið markaðsbrestur í samúð? Að það hafi orðið markaðsbrestur í mannúð? Yrði markaðsbrestur á einhverjum samgæðum okkar eins og t.d. raforku, ufsa, berjum til sultugerðar, beitilendi, og svo sem hverjum öðrum gæðum sem þjóðinni tilheyra, þá yrði brugðist við með inngripi af hálfu hins opinbera: Lög yrðu sett. Reglugerðir yrðu uppfærðar. Komið á kvóta, nefnd á vegum alþingis stofnuð, eftirlitsstofnun bætt við og Seðlabankastjóri héldi fréttamannafund og útskýrði hvers vegna það yrði að hækka stýrivexti, hvers vegna það þyrfti að gæta aðhalds. Við kæmumst í gegnum brestinn með því að herða sultarólina. Þegar það verður markaðsbrestur i hjörtum okkar, þegar tilfinningar meirihluta íslendinga bresta vegna gengisfellingu mannslífa og mannréttinda á Gaza, þá forðast ríkið að vera með inngrip; þá leiðir hið opinbera hjá sér allar greinarnar sem skrifaðar eru gegn þjóðarmorðum á Gaza; alla samstöðufundina sem haldnir eru, allar blysfarirnar sem farnar eru og kröfurnar um tafalaus afskipti í nafni mannúðar. Þá eru engin inngrip. Bara þögn. Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun