Kosningaáróður skrifstofu Alþingis? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2024 08:00 Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti. Það er öllu heldur mótstaða flokkanna við stóraukinn fjölda innflytjenda og hælisleitenda til Evrópu sem hefur leitt til þessa merkimiða. Sú afmörkun fellur ekki vel að hefðbundinni flokkun stjórnmálanna í hægri og vinstri. Þessi þróun ráðandi stjórnmálaafla innan Evrópuþingsins hefur vofað yfir í einhvern tíma og valdið töluverðum titringi í Brussel. Við þingmenn sem sóttum fund þingmannanefndar EES í Strassborg fyrr í vetur fórum ekki varhluta af því. Á fundinum, sem fór fram í Evrópuþinginu sjálfu, fengum við einkar áhugaverðan fyrirlestur frá forstöðumanni kosningaherferðaskrifstofu Evrópuþingsins (e. Directorate for Campaigns). Forstöðumaðurinn („óháði“ embættismaðurinn) fór þar grímulaust yfir áhyggjur Brusselvaldsins af vinsældabylgju fyrrgreindra flokka. Þeir væru enda mjög gagnrýnir á Evrópusambandið. Því væri mikilvægt fyrir Evrópuþingið að standa fyrir kröftugri kosningaherferð um mikilvægi Evrópuþingskosninga. Góð þátttaka í þeim væri líklegri til að draga úr vægi framangreindra flokka. Ég staldraði við þessi skilaboð. Auðvitað er mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt til að kjósa og í sjálfu sér jákvætt að hvetja til kosningaþátttöku. Hvernig fyndist okkur annars sú hugmynd að skrifstofa Alþingis ræki kosningabaráttu og talaði fyrir (eða gegn) ákveðnum kosningaúrslitum? Þessi orðræða kom í það minnsta illa við mig. Ég gerði því athugasemd og spurði fyrirlesarann að því hvort þetta væru ekki veigamikil rök í málflutningi þessara róttæku flokka, þ.e.a.s. að afskipti Brusselvaldsins og embættismanna væri komin út fyrir öll velsæmismörk. Sömuleiðis að útþensla og kostnaður hefðu aukist úr hófi. Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna. Þær varða okkur auðvitað óbeint vegna náins samstarfs okkar við Evrópusambandið. Hitt er svo annað mál hvort embættismönnum Evrópuþingsins verður að ósk sinni. Eða hvort þeir sem eiga taki til sín verðskuldaða gagnrýni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Diljá Mist Einarsdóttir Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti. Það er öllu heldur mótstaða flokkanna við stóraukinn fjölda innflytjenda og hælisleitenda til Evrópu sem hefur leitt til þessa merkimiða. Sú afmörkun fellur ekki vel að hefðbundinni flokkun stjórnmálanna í hægri og vinstri. Þessi þróun ráðandi stjórnmálaafla innan Evrópuþingsins hefur vofað yfir í einhvern tíma og valdið töluverðum titringi í Brussel. Við þingmenn sem sóttum fund þingmannanefndar EES í Strassborg fyrr í vetur fórum ekki varhluta af því. Á fundinum, sem fór fram í Evrópuþinginu sjálfu, fengum við einkar áhugaverðan fyrirlestur frá forstöðumanni kosningaherferðaskrifstofu Evrópuþingsins (e. Directorate for Campaigns). Forstöðumaðurinn („óháði“ embættismaðurinn) fór þar grímulaust yfir áhyggjur Brusselvaldsins af vinsældabylgju fyrrgreindra flokka. Þeir væru enda mjög gagnrýnir á Evrópusambandið. Því væri mikilvægt fyrir Evrópuþingið að standa fyrir kröftugri kosningaherferð um mikilvægi Evrópuþingskosninga. Góð þátttaka í þeim væri líklegri til að draga úr vægi framangreindra flokka. Ég staldraði við þessi skilaboð. Auðvitað er mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt til að kjósa og í sjálfu sér jákvætt að hvetja til kosningaþátttöku. Hvernig fyndist okkur annars sú hugmynd að skrifstofa Alþingis ræki kosningabaráttu og talaði fyrir (eða gegn) ákveðnum kosningaúrslitum? Þessi orðræða kom í það minnsta illa við mig. Ég gerði því athugasemd og spurði fyrirlesarann að því hvort þetta væru ekki veigamikil rök í málflutningi þessara róttæku flokka, þ.e.a.s. að afskipti Brusselvaldsins og embættismanna væri komin út fyrir öll velsæmismörk. Sömuleiðis að útþensla og kostnaður hefðu aukist úr hófi. Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna. Þær varða okkur auðvitað óbeint vegna náins samstarfs okkar við Evrópusambandið. Hitt er svo annað mál hvort embættismönnum Evrópuþingsins verður að ósk sinni. Eða hvort þeir sem eiga taki til sín verðskuldaða gagnrýni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun