Hafa ekki lokið afgreiðslu á kæru í þrjú ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 14:38 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menninga- og viðskiptaráðherra. Vísir/Arnar Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir vinnubrögð menningar- og viðskiptaráðuneytisins en kvartað hefur verið yfir miklum töfum á afgreiðslu mála hjá ráðuneytinu. Ráðuneytið braut gegn málshraðareglu stjórnsýslulaga að mati umboðsmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis en þar er einnig tekið fram að ráðuneytið hafi svarað fyrirspurnum umboðsmanns seint og illa og seinagangurinn því töluverður í ráðuneytinu. Málin sem umboðsmaður vísar til varðar tafir á afgreiðslu ráðuneytisins á stjórnsýslukæru frá miðju ári 2021 og öðru máli frá upphafi síðasta árs. Hefur ráðuneytið því ekki afgreitt umrædda stjórnsýslukæru á þremur árum. Segja annir útskýra seinagang Umboðsmaður Alþingis lauk kvörtun varðandi eldra málið í millitíðinni í ljósi fyriráætlana ráðuneytisins um að úrskurða í því. Áður en umboðsmaður lauk áliti um kvörtunina hafði lögmaður málshefjanda stjórnsýslukærunnar margítrekað kæruna og óskað eftir upplýsingum um stöðu hennar. Í hvert skipti fékk lögmaðurinn þau svör frá ráðuneytinu að niðurstöðu væri að vænta innan skamms. Í málunum tveimur þurfti umboðsmaður síendurtekið að ganga eftir svörum frá ráðuneytinu en ráðuneytið bar fyrir sig að seinagangurinn væri vegna anna og álags. „Að sögn ráðuneytisins eru þessi tvö mál komin í forgang en úrskurðir liggi þó sennilega ekki fyrir fyrr en um mánaðamótin ágúst/september nk,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Í ljósi þessa ítrekar umboðsmaður að samkvæmt málshraðareglu stjórnsýslulaga eigi ákvarðanir að vera teknar svo fljótt sem unnt er. Krefur ráðuneytið um úrbætur „Margra mánaða og jafnvel áralangar óútskýrðar tafir verði ekki réttlættar með vísan til anna og álags,“ segir í tilkynningu og umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að gera ráðstafanir til að bæta úr núverandi fyrirkomulagi. „Óskað er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort ábendingarnar leiði til einhverra viðbragða og þá hverra. Jafnframt að veittar verði upplýsingar um fjölda úrskurða sem það hafi kveðið upp frá 23. apríl 2023 og, sé þeim til að dreifa, hvað líði birtingu þeirra á vef Stjórnarráðsins.“ Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis en þar er einnig tekið fram að ráðuneytið hafi svarað fyrirspurnum umboðsmanns seint og illa og seinagangurinn því töluverður í ráðuneytinu. Málin sem umboðsmaður vísar til varðar tafir á afgreiðslu ráðuneytisins á stjórnsýslukæru frá miðju ári 2021 og öðru máli frá upphafi síðasta árs. Hefur ráðuneytið því ekki afgreitt umrædda stjórnsýslukæru á þremur árum. Segja annir útskýra seinagang Umboðsmaður Alþingis lauk kvörtun varðandi eldra málið í millitíðinni í ljósi fyriráætlana ráðuneytisins um að úrskurða í því. Áður en umboðsmaður lauk áliti um kvörtunina hafði lögmaður málshefjanda stjórnsýslukærunnar margítrekað kæruna og óskað eftir upplýsingum um stöðu hennar. Í hvert skipti fékk lögmaðurinn þau svör frá ráðuneytinu að niðurstöðu væri að vænta innan skamms. Í málunum tveimur þurfti umboðsmaður síendurtekið að ganga eftir svörum frá ráðuneytinu en ráðuneytið bar fyrir sig að seinagangurinn væri vegna anna og álags. „Að sögn ráðuneytisins eru þessi tvö mál komin í forgang en úrskurðir liggi þó sennilega ekki fyrir fyrr en um mánaðamótin ágúst/september nk,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Í ljósi þessa ítrekar umboðsmaður að samkvæmt málshraðareglu stjórnsýslulaga eigi ákvarðanir að vera teknar svo fljótt sem unnt er. Krefur ráðuneytið um úrbætur „Margra mánaða og jafnvel áralangar óútskýrðar tafir verði ekki réttlættar með vísan til anna og álags,“ segir í tilkynningu og umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að gera ráðstafanir til að bæta úr núverandi fyrirkomulagi. „Óskað er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort ábendingarnar leiði til einhverra viðbragða og þá hverra. Jafnframt að veittar verði upplýsingar um fjölda úrskurða sem það hafi kveðið upp frá 23. apríl 2023 og, sé þeim til að dreifa, hvað líði birtingu þeirra á vef Stjórnarráðsins.“
Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira