Göngugarpur uppljóstrar að hæsti foss Kína er buna úr röri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2024 12:31 Á myndskeiðinu er ekki annað að sjá en að fossinn sé í raun buna úr röri. Unsplash/Yang Pu Milljónir hafa horft á myndskeið á samfélagsmiðlum í Kína þar sem göngumaður sem sýnir hvernig hæsti foss landsins er í raun og veru rörbuna. Hann klifraði upp fyrir fossinn og blasti rörið þá við honum. „Þátturinn þar sem ég lagði erfiði á mig til að komast að Yuntai-fossinum og sá ekkert nema rör,“ er yfirskrift myndskeiðisins, þar sem notandinn Farisvov vísar til þess hvernig Friend-þættir voru titlaðir. Í kjölfar þess að Farisvov birti myndskeiðið fór myllumerkið „Yuntai-fossa er ekkert nema pípur“ á flug á samskiptamiðlum og eins og fyrr segir hafa milljónir horft á myndskeiðið og um 70.000 gefið því uppréttan þumalfingur. Fárið varð svo mikið í vikunni að forsvarsmenn Yuntai-garðsins, sem er á lista UNESCO yfir jarðvanga, sáu sig tilneydda til að stíga fram og greina frá því að ákvörðun hefði verið tekin um að „hjálpa“ fossinum í þurrkatíð til að valda þeim milljónum sem leggja leið sína í garðinn árlega ekki vonbrigðum. Staðaryfirvöld sendu einnig embættismenn á staðinn og skikkuðu forsvarsmenn garðsins til að læra af mistökunum og upplýsa ferðamenn um „aðstoðina“. Viðbrögð á samfélagsmiðlum hafa verið á ýmsa vegu; sumir skilja ákvörðunina á meðan aðrir sögðu breytinguna vanvirðing við náttúruna og gesti. Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Þátturinn þar sem ég lagði erfiði á mig til að komast að Yuntai-fossinum og sá ekkert nema rör,“ er yfirskrift myndskeiðisins, þar sem notandinn Farisvov vísar til þess hvernig Friend-þættir voru titlaðir. Í kjölfar þess að Farisvov birti myndskeiðið fór myllumerkið „Yuntai-fossa er ekkert nema pípur“ á flug á samskiptamiðlum og eins og fyrr segir hafa milljónir horft á myndskeiðið og um 70.000 gefið því uppréttan þumalfingur. Fárið varð svo mikið í vikunni að forsvarsmenn Yuntai-garðsins, sem er á lista UNESCO yfir jarðvanga, sáu sig tilneydda til að stíga fram og greina frá því að ákvörðun hefði verið tekin um að „hjálpa“ fossinum í þurrkatíð til að valda þeim milljónum sem leggja leið sína í garðinn árlega ekki vonbrigðum. Staðaryfirvöld sendu einnig embættismenn á staðinn og skikkuðu forsvarsmenn garðsins til að læra af mistökunum og upplýsa ferðamenn um „aðstoðina“. Viðbrögð á samfélagsmiðlum hafa verið á ýmsa vegu; sumir skilja ákvörðunina á meðan aðrir sögðu breytinguna vanvirðing við náttúruna og gesti.
Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira