Þar sem umhverfismál og kvenréttindi mætast: Umhverfis- og félagslegt réttlæti í tískuiðnaðinum Grace Achieng skrifar 6. júní 2024 12:01 Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða. Starfsemi tískuiðnaðarins hefur miklar umhverfis- og félagslegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem meirihluti fataframleiðslu fer fram og hraðtískumunir eru urðaðir. Stöðug viðleitni hraðtískuiðnaðarins við að ná lægri kostnaði og hraðari framleiðslu leiðir oft til starfshátta sem valda arðráni, neikvæðum umhverfisáhrifum og efnahagslegri berskjöldun á þessum svæðum. Þetta hefur mest áhrif á konur (og börn), sem eru í meirihluta meðal starfsfólks fataframleiðsluiðnaðarins. Umhverfisáhrif notkunar tískuiðnaðarins á auðlindafrekum framleiðsluaðferðum og efnum eru m.a. mengun, eyðing skóga og loftslagsbreytingar. Af ýmsum ástæðum eru það konur og börn sem verða fyrir mestum áhrifum af þeim. Textíllitun er t.d. mikill valdur vatnsmengunar um allan heim, þar sem ósíaður vatnsúrgangur mengar vatnsból og vistkerfi. Einnig stuðlar vinnsla hráefna eins og t.d. bómullar og gerviefna að eyðingu vistkerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Hvað félagsleg mál varðar vinna konur í fataverksmiðjum oft við lélegar vinnuaðstæður, m.a. lág laun, langa vinnudaga og óöruggt vinnuumhverfi. Þeim er oft neitað um grundvallaratvinnuréttindi og -vernd eins og t.a.m. sanngjörn laun, heilbrigðisþjónustu og vernd gegn mismunun og áreitni. Í mörgum tilfellum stuðlar það að konur þurfi að reiða sig á fataframleiðsluvinnu að áframhaldandi hringrás fátæktar og vanmáttar, sem kemur í veg fyrir að þær geti komist út úr óæskilegum vinnuaðstæðum. Sjálfbærir tískustarfshættir veita fjölþætta lausn við þessum áskorunum með því að leggja áherslu á siðferðilega framleiðslu, sanngjörn vinnuskilyrði og ábyrgð í umhverfismálum. Með því að stuðla að gagnsæi og ábyrgð í allri birgðakeðjunni efla sjálfbær tískumerki hag verkafólks og samfélaga í þróunarlöndum. Framtök eins ogFair Wear Foundation ogEthical Trading Initiative vinna t.d. að því að bæta vinnuskilyrði og réttindi verkafólks með vöktun, eflingu og málsvörun. Sjálfbær tíska nýtir einnig aðrar framleiðsluaðferðir og efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og stuðla að félagslegri ábyrgð. Lífræn bómullarframleiðsla dregur t.d. úr notkun skordýraeiturs og verndar heilsu og velferð bænda. Framtök eins ogBetter Cotton Initiative koma einnig á framfæri sjálfbærum landbúnaðaraðferðum og styðja smábændur, sem eru oft konur, í þróunarlöndum. Þar að auki ýtir sjálfbær tíska undir efnahagslega eflingu og frumkvöðlatækifæri kvenna í þróunarlöndum. Framtök á borð við sanngjörn viðskipti og félagsleg fyrirtæki veita konum aðgang að þjálfun, fé og markaðstækifærum, sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum á sjálfbæran hátt. Stofnanir eins og t.d.Fashion Revolution ogThe Nest styðja við handverkssamfélög og stuðla að inngildandi birgðakeðjum sem valdefla handverkskonur og varðveita hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Þar sem umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast er þörf á heildrænni nálgun sem leggur áherslu á félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærni. Sjálfbærir tískustarfshættir ryðja okkur braut í átt að réttlátari og jafnari iðnaði þar sem réttindi og velferð kvenna skipta höfuðmáli í framleiðsluferlinu. Með því að styðja siðferðileg og inngildandi tískuframtök geta neytendur stuðlað að jákvæðum breytingum og lagt sitt af mörkum við að skapa öllum sjálfbærari framtíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic ehf og stjórnarkona Stjórnvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tíska og hönnun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða. Starfsemi tískuiðnaðarins hefur miklar umhverfis- og félagslegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem meirihluti fataframleiðslu fer fram og hraðtískumunir eru urðaðir. Stöðug viðleitni hraðtískuiðnaðarins við að ná lægri kostnaði og hraðari framleiðslu leiðir oft til starfshátta sem valda arðráni, neikvæðum umhverfisáhrifum og efnahagslegri berskjöldun á þessum svæðum. Þetta hefur mest áhrif á konur (og börn), sem eru í meirihluta meðal starfsfólks fataframleiðsluiðnaðarins. Umhverfisáhrif notkunar tískuiðnaðarins á auðlindafrekum framleiðsluaðferðum og efnum eru m.a. mengun, eyðing skóga og loftslagsbreytingar. Af ýmsum ástæðum eru það konur og börn sem verða fyrir mestum áhrifum af þeim. Textíllitun er t.d. mikill valdur vatnsmengunar um allan heim, þar sem ósíaður vatnsúrgangur mengar vatnsból og vistkerfi. Einnig stuðlar vinnsla hráefna eins og t.d. bómullar og gerviefna að eyðingu vistkerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Hvað félagsleg mál varðar vinna konur í fataverksmiðjum oft við lélegar vinnuaðstæður, m.a. lág laun, langa vinnudaga og óöruggt vinnuumhverfi. Þeim er oft neitað um grundvallaratvinnuréttindi og -vernd eins og t.a.m. sanngjörn laun, heilbrigðisþjónustu og vernd gegn mismunun og áreitni. Í mörgum tilfellum stuðlar það að konur þurfi að reiða sig á fataframleiðsluvinnu að áframhaldandi hringrás fátæktar og vanmáttar, sem kemur í veg fyrir að þær geti komist út úr óæskilegum vinnuaðstæðum. Sjálfbærir tískustarfshættir veita fjölþætta lausn við þessum áskorunum með því að leggja áherslu á siðferðilega framleiðslu, sanngjörn vinnuskilyrði og ábyrgð í umhverfismálum. Með því að stuðla að gagnsæi og ábyrgð í allri birgðakeðjunni efla sjálfbær tískumerki hag verkafólks og samfélaga í þróunarlöndum. Framtök eins ogFair Wear Foundation ogEthical Trading Initiative vinna t.d. að því að bæta vinnuskilyrði og réttindi verkafólks með vöktun, eflingu og málsvörun. Sjálfbær tíska nýtir einnig aðrar framleiðsluaðferðir og efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og stuðla að félagslegri ábyrgð. Lífræn bómullarframleiðsla dregur t.d. úr notkun skordýraeiturs og verndar heilsu og velferð bænda. Framtök eins ogBetter Cotton Initiative koma einnig á framfæri sjálfbærum landbúnaðaraðferðum og styðja smábændur, sem eru oft konur, í þróunarlöndum. Þar að auki ýtir sjálfbær tíska undir efnahagslega eflingu og frumkvöðlatækifæri kvenna í þróunarlöndum. Framtök á borð við sanngjörn viðskipti og félagsleg fyrirtæki veita konum aðgang að þjálfun, fé og markaðstækifærum, sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum á sjálfbæran hátt. Stofnanir eins og t.d.Fashion Revolution ogThe Nest styðja við handverkssamfélög og stuðla að inngildandi birgðakeðjum sem valdefla handverkskonur og varðveita hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Þar sem umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast er þörf á heildrænni nálgun sem leggur áherslu á félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærni. Sjálfbærir tískustarfshættir ryðja okkur braut í átt að réttlátari og jafnari iðnaði þar sem réttindi og velferð kvenna skipta höfuðmáli í framleiðsluferlinu. Með því að styðja siðferðileg og inngildandi tískuframtök geta neytendur stuðlað að jákvæðum breytingum og lagt sitt af mörkum við að skapa öllum sjálfbærari framtíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic ehf og stjórnarkona Stjórnvísi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun