Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2024 10:27 Kandídatarnir sjö sem miðlar vestanhafs segja hafa fengið símtal frá kosningateymi Trump. Efst til vinstri og hringinn: Vance, Stefanik, Carson, Burgum, Scott, Rubio og Donalds. Getty Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. Teymið heldur spilunum hins vegar þétt að sér og einn ráðgjafa Trump, Brian Hughes, segir alla þá ljúga sem segjast vita hvern Trump hyggst velja eða hvenær hann hyggst tilkynna um val sitt. Sjálfur hefur Trump gefið til kynna að hann muni greina frá ákvörðun sinni á landsþingi Repúblikana í júlí. Nýjust fregnir herma að öldungadeildarþingmennirnir Marco Rubio og J.D. Vance og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta, séu meðal þeirra sem koma til greina. Þeir hafa fengið gagnapakka frá kosningateyminu í tengslum við valferlið. Þá hefur einnig verið haft samband við öldungadeildarþingmanninn Tim Scott, fulltrúadeildarþingmennina Elise Stefanik og Byron Donalds og Ben Carson, sem var húsnæðismálaráðherra í forsetatíð Trump. Trump hefur nefnt ýmsa mögulega kandídata en með tilliti til áreiðanleika yfirlýsinga forsetans er erfitt að segja til um hversu mikil alvara honum er. Hann hefur hins vegar útilokað Nikki Haley, sem bauð sig fram gegn Trump en lýsti svo yfir stuðningi við hann í lok maí. Trump sagði í kjölfar stuðningsyfirlýsingarinnar að það yrði pláss fyrir Haley „í liðinu“ en gaf ekki til kynna að afstaða hans til Haley sem varaforsetaefnis hefði breyst. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Teymið heldur spilunum hins vegar þétt að sér og einn ráðgjafa Trump, Brian Hughes, segir alla þá ljúga sem segjast vita hvern Trump hyggst velja eða hvenær hann hyggst tilkynna um val sitt. Sjálfur hefur Trump gefið til kynna að hann muni greina frá ákvörðun sinni á landsþingi Repúblikana í júlí. Nýjust fregnir herma að öldungadeildarþingmennirnir Marco Rubio og J.D. Vance og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta, séu meðal þeirra sem koma til greina. Þeir hafa fengið gagnapakka frá kosningateyminu í tengslum við valferlið. Þá hefur einnig verið haft samband við öldungadeildarþingmanninn Tim Scott, fulltrúadeildarþingmennina Elise Stefanik og Byron Donalds og Ben Carson, sem var húsnæðismálaráðherra í forsetatíð Trump. Trump hefur nefnt ýmsa mögulega kandídata en með tilliti til áreiðanleika yfirlýsinga forsetans er erfitt að segja til um hversu mikil alvara honum er. Hann hefur hins vegar útilokað Nikki Haley, sem bauð sig fram gegn Trump en lýsti svo yfir stuðningi við hann í lok maí. Trump sagði í kjölfar stuðningsyfirlýsingarinnar að það yrði pláss fyrir Haley „í liðinu“ en gaf ekki til kynna að afstaða hans til Haley sem varaforsetaefnis hefði breyst.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira