Alþjóðadagur faggildingar er 9. júní Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar 7. júní 2024 07:01 Innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur á undanförnum áratugum verið unnið að því að samræma kröfur um öryggi vöru, til að tryggja heilbrigði og öryggi, neytendavernd og vernd umhverfisins. Kröfurnar eru settar fram í tilskipunum og reglugerðum, oft studdar ítarlegri kröfum í evrópskum stöðlum. Mikilvægur hluti regluverksins eru ákvæði um á hvern hátt kröfunum skuli framfylgt. Í þessu kerfi er lögð megináhersla á ábyrgð framleiðenda vöru, sem oftast þurfa að nýta sér aðferðir samræmismats (s.s. skoðanir, prófanir, vottanir, sannprófun) til að sýna fram á samræmi vöru við lög, reglur og staðla. Það skiptir miklu að allt samræmismat sé unnið á hæfan, gagnsæjan og hlutlausan hátt sem tryggir bæði hagsmuni neytenda og frjálst flæði vöru og þjónustu. Vara og þjónusta sem uppfyllir kröfur stjórnvalda í einu landi skal einnig fá óhindraðan aðgang að mörkuðum í öðrum löndum EES. Í evrópskum reglugerðum og tilskipunum um öryggi vöru er stuðst við samræmda aðferðafræði sem framleiðendur, dreifingaraðilar og seljendur skulu fara eftir þegar lýst er yfir samræmi við lög og reglur. Ein grunnstoðin í þessari aðferðafræði er beiting faggildingar til þess að tryggja að samræmismat sé framkvæmt á traustan, gagnsæjan og hlutlausan hátt. Hvað er faggilding? Faggilding er mat óháðs sérfræðiaðila (faggildingarstofnunar) á starfsemi samræmismatsaðila til að tryggja að samræmismatið sé framkvæmt á hlutlausan hátt, með réttri þekkingu og hæfni og fylgi viðeigandi gagnreyndum ferlum og aðferðum sem sett eru fram í stöðlum og öðrum kröfuskjölum. Starfsemi faggildingarstofnana fylgir alþjóðastöðlum sem skilgreina starfsaðferðir þeirra, sem og starfsemi samræmismatsaðila, og er samræmd á alþjóðavísu innan evrópskra og alþjóðlegra samtaka. Opinber faggildingarstofnun á Íslandi er Faggildingarsvið Hugverkastofunnar.. Hæfi og hæfni evrópskra faggildingarstofnana er metin reglulega með jafningjamati á vegum evrópsku faggildingarsamtakanna. Jafningjamat á starfsemi Faggildingarsviðs fór fram árið 2022 og hlaut stofnunin viðurkenningu á sviði faggildingar á skoðunarstofum. Jákvæð niðurstaða jafningjamats er í mörgum tilvikum forsenda þess að íslenskar vörur hljóti óhindraðan aðgang að mörkuðum utan Íslands, án þess að þurfa að undirgangast viðbótarmat. Það er þó ekki síður í þágu löggjafans og almennings að með faggildingu sé tryggt að allt samræmismat sé traustsins vert, gagnsætt og sé framkvæmt á sem hagkvæmastan hátt. Staðan á Íslandi Faggildingu má beita á mjög mörgum sviðum, en eðli hennar krefst þess að lög, reglur og önnur viðmið séu skýr og byggð á samræmdri túlkun og skilgreindum aðferðum og ferlum við framkvæmd samræmismats. Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur það hlutverk að tryggja, með faggildingu, að samræmismat á Íslandi sé traustsins vert og framkvæmt í samræmi við lög, reglur og önnur kröfuskjöl. Notkun faggildingar hefur til þessa verið minni hérlendis en í öðrum löndum EES. Í ljósi nýlegrar umræðu um stöðu opinbers eftirlits hér á landi innan ýmissa málaflokka er rétt að hvetja til þess að aðferðafræði faggildingar verði beitt á mun fleiri sviðum en nú er. Með innleiðingu kerfa þar sem faggilding tryggir traust, gagnsætt og hlutlaust samræmismat má draga úr umfangi og kostnaði við opinbert eftirlit. Góð reynsla er af faggildingu á þeim sviðum þar sem hún hefur lengi verið notuð, s.s. varðandi skoðun ökutækja og rafmagnsöryggi. Faggilding – Ávinningur allra Fyrir stjórnvöld – til að staðfesta tæknilega hæfni og hlutleysi við samræmismat, þegar lög og reglugerðir gera kröfu um slíkt mat. Fyrir framleiðendur – til að sýna fram á að kröfur laga, reglugerða og staðla séu uppfylltar, og til að öðlast hindrunarlaust aðgengi að erlendum mörkuðum. Fyrir samræmismatsaðila – til að tryggja að starfsemi þeirra byggist á gagnreyndum aðferðum og ferlum sem beitt er af hæfni og hlutleysi. Fyrir neytendur – til að efla traust á gæðum og öryggi vöru og koma í veg fyrir endurteknar prófanir/vottanir sem leiða myndu til hækkaðs vöruverðs. Höfundur er sérfræðingur á Faggildingarsviði Hugverkastofunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur á undanförnum áratugum verið unnið að því að samræma kröfur um öryggi vöru, til að tryggja heilbrigði og öryggi, neytendavernd og vernd umhverfisins. Kröfurnar eru settar fram í tilskipunum og reglugerðum, oft studdar ítarlegri kröfum í evrópskum stöðlum. Mikilvægur hluti regluverksins eru ákvæði um á hvern hátt kröfunum skuli framfylgt. Í þessu kerfi er lögð megináhersla á ábyrgð framleiðenda vöru, sem oftast þurfa að nýta sér aðferðir samræmismats (s.s. skoðanir, prófanir, vottanir, sannprófun) til að sýna fram á samræmi vöru við lög, reglur og staðla. Það skiptir miklu að allt samræmismat sé unnið á hæfan, gagnsæjan og hlutlausan hátt sem tryggir bæði hagsmuni neytenda og frjálst flæði vöru og þjónustu. Vara og þjónusta sem uppfyllir kröfur stjórnvalda í einu landi skal einnig fá óhindraðan aðgang að mörkuðum í öðrum löndum EES. Í evrópskum reglugerðum og tilskipunum um öryggi vöru er stuðst við samræmda aðferðafræði sem framleiðendur, dreifingaraðilar og seljendur skulu fara eftir þegar lýst er yfir samræmi við lög og reglur. Ein grunnstoðin í þessari aðferðafræði er beiting faggildingar til þess að tryggja að samræmismat sé framkvæmt á traustan, gagnsæjan og hlutlausan hátt. Hvað er faggilding? Faggilding er mat óháðs sérfræðiaðila (faggildingarstofnunar) á starfsemi samræmismatsaðila til að tryggja að samræmismatið sé framkvæmt á hlutlausan hátt, með réttri þekkingu og hæfni og fylgi viðeigandi gagnreyndum ferlum og aðferðum sem sett eru fram í stöðlum og öðrum kröfuskjölum. Starfsemi faggildingarstofnana fylgir alþjóðastöðlum sem skilgreina starfsaðferðir þeirra, sem og starfsemi samræmismatsaðila, og er samræmd á alþjóðavísu innan evrópskra og alþjóðlegra samtaka. Opinber faggildingarstofnun á Íslandi er Faggildingarsvið Hugverkastofunnar.. Hæfi og hæfni evrópskra faggildingarstofnana er metin reglulega með jafningjamati á vegum evrópsku faggildingarsamtakanna. Jafningjamat á starfsemi Faggildingarsviðs fór fram árið 2022 og hlaut stofnunin viðurkenningu á sviði faggildingar á skoðunarstofum. Jákvæð niðurstaða jafningjamats er í mörgum tilvikum forsenda þess að íslenskar vörur hljóti óhindraðan aðgang að mörkuðum utan Íslands, án þess að þurfa að undirgangast viðbótarmat. Það er þó ekki síður í þágu löggjafans og almennings að með faggildingu sé tryggt að allt samræmismat sé traustsins vert, gagnsætt og sé framkvæmt á sem hagkvæmastan hátt. Staðan á Íslandi Faggildingu má beita á mjög mörgum sviðum, en eðli hennar krefst þess að lög, reglur og önnur viðmið séu skýr og byggð á samræmdri túlkun og skilgreindum aðferðum og ferlum við framkvæmd samræmismats. Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur það hlutverk að tryggja, með faggildingu, að samræmismat á Íslandi sé traustsins vert og framkvæmt í samræmi við lög, reglur og önnur kröfuskjöl. Notkun faggildingar hefur til þessa verið minni hérlendis en í öðrum löndum EES. Í ljósi nýlegrar umræðu um stöðu opinbers eftirlits hér á landi innan ýmissa málaflokka er rétt að hvetja til þess að aðferðafræði faggildingar verði beitt á mun fleiri sviðum en nú er. Með innleiðingu kerfa þar sem faggilding tryggir traust, gagnsætt og hlutlaust samræmismat má draga úr umfangi og kostnaði við opinbert eftirlit. Góð reynsla er af faggildingu á þeim sviðum þar sem hún hefur lengi verið notuð, s.s. varðandi skoðun ökutækja og rafmagnsöryggi. Faggilding – Ávinningur allra Fyrir stjórnvöld – til að staðfesta tæknilega hæfni og hlutleysi við samræmismat, þegar lög og reglugerðir gera kröfu um slíkt mat. Fyrir framleiðendur – til að sýna fram á að kröfur laga, reglugerða og staðla séu uppfylltar, og til að öðlast hindrunarlaust aðgengi að erlendum mörkuðum. Fyrir samræmismatsaðila – til að tryggja að starfsemi þeirra byggist á gagnreyndum aðferðum og ferlum sem beitt er af hæfni og hlutleysi. Fyrir neytendur – til að efla traust á gæðum og öryggi vöru og koma í veg fyrir endurteknar prófanir/vottanir sem leiða myndu til hækkaðs vöruverðs. Höfundur er sérfræðingur á Faggildingarsviði Hugverkastofunnar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun