„Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2024 09:00 Stjarnan hefur tapað tveimur leikjum í röð í Bestu deild karla. vísir/anton Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. Vestri vann leikinn á AVIS-vellinum í Laugardalnum, 4-2. Þetta var annað tap Stjörnunnar í röð en í þessum tveimur leikjum fékk liðið á sig samtals níu mörk. Lárus Orri fór yfir muninn á baráttu Ísfirðinga og Stjörnumanna í Stúkunni á mánudaginn. „Stjarnan kemur inn í þennan leik með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka og Vestramenn tóku þá bara og lömdu þá bara á vellinum. Það var ekki flóknara en það,“ sagði Lárus Orri. „Þeir tóku þá hreinlega í kennslustund um það að það fyrsta sem þú þarft að gera í fótbolta er að berjast og vinna fyrir rétti þínum til að spila fótbolta. Stjörnumenn mættu hreinlega ekki til leiks til að gera það. Þeir ætluðu, held ég að hljóti að vera, að valta yfir Vestramenn.“ Klippa: Stúkan - Linir Stjörnumenn Lárus Orri segir að Stjörnumenn bregðist ekki vel við þegar lið spila af krafti gegn þeim. „Ef það er tekið svolítið vel á Stjörnunni fara þeir svolítið í þennan gír. Eigum við ganga svo langt að segja að þeir séu linir. Liðin sem hafa mætt til leiks á móti Stjörnunni hefur gengið fínt gegn þeim. Þeir voru engan veginn tilbúnir í baráttuna,“ sagði Lárus Orri. „Ég hefði getað tekið fleiri atvik. Ég er ekki að segja að þetta séu allt saman dýfur en þeir voru bara ekki klárir í slaginn sem Vestri bauð upp á.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Vestri Stjarnan Stúkan Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Vestri vann leikinn á AVIS-vellinum í Laugardalnum, 4-2. Þetta var annað tap Stjörnunnar í röð en í þessum tveimur leikjum fékk liðið á sig samtals níu mörk. Lárus Orri fór yfir muninn á baráttu Ísfirðinga og Stjörnumanna í Stúkunni á mánudaginn. „Stjarnan kemur inn í þennan leik með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka og Vestramenn tóku þá bara og lömdu þá bara á vellinum. Það var ekki flóknara en það,“ sagði Lárus Orri. „Þeir tóku þá hreinlega í kennslustund um það að það fyrsta sem þú þarft að gera í fótbolta er að berjast og vinna fyrir rétti þínum til að spila fótbolta. Stjörnumenn mættu hreinlega ekki til leiks til að gera það. Þeir ætluðu, held ég að hljóti að vera, að valta yfir Vestramenn.“ Klippa: Stúkan - Linir Stjörnumenn Lárus Orri segir að Stjörnumenn bregðist ekki vel við þegar lið spila af krafti gegn þeim. „Ef það er tekið svolítið vel á Stjörnunni fara þeir svolítið í þennan gír. Eigum við ganga svo langt að segja að þeir séu linir. Liðin sem hafa mætt til leiks á móti Stjörnunni hefur gengið fínt gegn þeim. Þeir voru engan veginn tilbúnir í baráttuna,“ sagði Lárus Orri. „Ég hefði getað tekið fleiri atvik. Ég er ekki að segja að þetta séu allt saman dýfur en þeir voru bara ekki klárir í slaginn sem Vestri bauð upp á.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Vestri Stjarnan Stúkan Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira