Málið eigi ekki að rýra traust til lögreglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2024 19:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir 30 daga skilorðsbundinn dóm yfir lögreglumanni vegna líkamsárásar ekki eiga að rýra traust fólks til lögreglu. Málið hafi verið rannsakað að frumkvæði embættisins. Dómur í málinu féll í gær, en málsatvik voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann beitti úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá sparkaði lögreglumaðurinn í manninn og sló hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir embættið harma málið, sem hafi verið tekið til skoðunar að frumvkæði lögreglunnar, fljótlega eftir að það átti sér stað. „Við þá skoðun kemur í ljós að þetta mál er ekki eins vel unnið og við hefðum viljað. Þegar svoleiðis gerist og grunur er um eitthvað saknæmt í málinu, þá sendum við svona mál yfir til héraðssaksóknara,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Í slíkum tilfellum sé vinnuframlag viðkomandi afþakkað, líkt og gert var í þessu máli. Hann hafi síðan ekki starfað fyrir embættið. Ekki einsdæmi Á síðustu árum eru þó nokkur dæmi um að lögreglumenn hafi hlotið dóma fyrir sambærileg brot í starfi. Eitt þekktasta dæmið er sennilega mál frá árinu 2013, þar sem lögreglumaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu bóta, vegna harkalegrar handtöku. Halla segir betri þjálfun vera bestu leiðina til að koma í veg fyrir slík mál. „En svo auðvitað geta alltaf komið upp atvik sem verða eins og þetta atvik, sem er erfitt að koma í veg fyrir.“ Mál sem þetta séu þó fátíð. „Og það er bara þannig að við gerum öll mistök og erum mannleg, en það hefur ekkert með traust á lögreglunni almennt að gera.“ Lögreglumenn verði engu að síður að bera ábyrgð á því þegar þeir fari út fyrir þau mörk sem ætlast er til að þeir virði. „Það ætti líka að byggja upp traust að við erum að taka á málum sem þessum. Auðvitað viljum við að það sé faglega unnið, og farið eftir verkferlum í hvívetna,“ segir Halla Bergþóra. Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31 „Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34 Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Dómur í málinu féll í gær, en málsatvik voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann beitti úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá sparkaði lögreglumaðurinn í manninn og sló hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir embættið harma málið, sem hafi verið tekið til skoðunar að frumvkæði lögreglunnar, fljótlega eftir að það átti sér stað. „Við þá skoðun kemur í ljós að þetta mál er ekki eins vel unnið og við hefðum viljað. Þegar svoleiðis gerist og grunur er um eitthvað saknæmt í málinu, þá sendum við svona mál yfir til héraðssaksóknara,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Í slíkum tilfellum sé vinnuframlag viðkomandi afþakkað, líkt og gert var í þessu máli. Hann hafi síðan ekki starfað fyrir embættið. Ekki einsdæmi Á síðustu árum eru þó nokkur dæmi um að lögreglumenn hafi hlotið dóma fyrir sambærileg brot í starfi. Eitt þekktasta dæmið er sennilega mál frá árinu 2013, þar sem lögreglumaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu bóta, vegna harkalegrar handtöku. Halla segir betri þjálfun vera bestu leiðina til að koma í veg fyrir slík mál. „En svo auðvitað geta alltaf komið upp atvik sem verða eins og þetta atvik, sem er erfitt að koma í veg fyrir.“ Mál sem þetta séu þó fátíð. „Og það er bara þannig að við gerum öll mistök og erum mannleg, en það hefur ekkert með traust á lögreglunni almennt að gera.“ Lögreglumenn verði engu að síður að bera ábyrgð á því þegar þeir fari út fyrir þau mörk sem ætlast er til að þeir virði. „Það ætti líka að byggja upp traust að við erum að taka á málum sem þessum. Auðvitað viljum við að það sé faglega unnið, og farið eftir verkferlum í hvívetna,“ segir Halla Bergþóra.
Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31 „Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34 Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31
„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34
Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03