„Það er ekkert að óttast við þennan mann“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2024 17:04 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að láta af myndbirtingum karlmönnum á samélagsmiðlum sem það telur tengjast máli manns sem hefur veist ítrekað að börnum í Hafnarfjarðarbæ. Málið er í forgangi og telst enn óupplýst. „Það hafa verið birtar myndir af mönnum sem eru algjörlega ótengdir þessu,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Mikil umræða var á samfélagsmiðlum, sér í lagi hverfishópi Hafnarfjarðarbæjar, um mann sem lögregla hafði afskipti af í verslunarmiðstöðinni Firðinum um helgina. Myndum af manninum var meðal annars dreift um samfélagsmiðla. „Við erum búin að afgreiða þetta og segja fólki að það er ekkert að óttast við þennan mann,“ ítrekar Skúli. Maðurinn hafi öskrað ókvæðisorð að börnum í Firðinum og gengið á eftir þeim. „Eðlilega varð einhver krakki mjög hræddur og við ræddum við þennan mann til að segja honum að svona hegðun gengi ekki. En hann er ekki að fara að ráðast á neinn þessi maður,“ segir Skúli sömuleiðis. Frekari afskipti voru því ekki höfð af þeim manni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að annar maður hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar á föstudag og færður til yfirheyrslu. Honum var hins vegar sleppt úr haldi og málin teljast því enn óupplýst. Fólk á varðbergi „Við erum með mikið eftirlit og tökum auðvitað við öllum ábendingum. Að sjálfsögðu finnum við það að þetta skerðir öryggi fólks, ég tala nú ekki um barna, þegar svona er að gerast. En við búum í öruggu samfélagi og þess vegna tökum við því alvarlega þegar svona gerist.“ Maðurinn var handtekinn eftir ábendingu frá borgara. „En það liggur ekki fyrir nein játning þannig þetta telst óupplýst eins og sakir standa. Öll afskipti vonandi verða til þess að samfélagið verði öruggara,“ segir Skúli Greint hefur verið frá foreldrum sem hafi staðið vaktina í hverfum Hafnarfirði til að skapa öryggi barna. „Ef fólk vill vera á varðbergi þá geri ég enga athugasemd við það. En við erum á ferðinni og það er okkar hlutverk. Fólk á ekki að vera í rannsóknarvinnu með þetta en ef einhver vill líta eftir sínu hverfi þá má fólk það.“ Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Það hafa verið birtar myndir af mönnum sem eru algjörlega ótengdir þessu,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Mikil umræða var á samfélagsmiðlum, sér í lagi hverfishópi Hafnarfjarðarbæjar, um mann sem lögregla hafði afskipti af í verslunarmiðstöðinni Firðinum um helgina. Myndum af manninum var meðal annars dreift um samfélagsmiðla. „Við erum búin að afgreiða þetta og segja fólki að það er ekkert að óttast við þennan mann,“ ítrekar Skúli. Maðurinn hafi öskrað ókvæðisorð að börnum í Firðinum og gengið á eftir þeim. „Eðlilega varð einhver krakki mjög hræddur og við ræddum við þennan mann til að segja honum að svona hegðun gengi ekki. En hann er ekki að fara að ráðast á neinn þessi maður,“ segir Skúli sömuleiðis. Frekari afskipti voru því ekki höfð af þeim manni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að annar maður hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar á föstudag og færður til yfirheyrslu. Honum var hins vegar sleppt úr haldi og málin teljast því enn óupplýst. Fólk á varðbergi „Við erum með mikið eftirlit og tökum auðvitað við öllum ábendingum. Að sjálfsögðu finnum við það að þetta skerðir öryggi fólks, ég tala nú ekki um barna, þegar svona er að gerast. En við búum í öruggu samfélagi og þess vegna tökum við því alvarlega þegar svona gerist.“ Maðurinn var handtekinn eftir ábendingu frá borgara. „En það liggur ekki fyrir nein játning þannig þetta telst óupplýst eins og sakir standa. Öll afskipti vonandi verða til þess að samfélagið verði öruggara,“ segir Skúli Greint hefur verið frá foreldrum sem hafi staðið vaktina í hverfum Hafnarfirði til að skapa öryggi barna. „Ef fólk vill vera á varðbergi þá geri ég enga athugasemd við það. En við erum á ferðinni og það er okkar hlutverk. Fólk á ekki að vera í rannsóknarvinnu með þetta en ef einhver vill líta eftir sínu hverfi þá má fólk það.“
Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira