Maður var handtekinn á föstudag og færður til yfirheyrslu í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum tilvikum í Hafnarfirði í síðasta mánuði þar sem maður veittist að börnum
Í tilkynningu eru tekin af tvímæli um það að maður, sem veittist að barni eða börnum með fúkyrðum í verslunarmiðstöðinni Firði um síðustu helgi, tengist ekki rannsókninni. „Afskipti“ hafi verið höfð af manninum en hann sé ekki talinn tengjast áðurnefndum atvikum í bænum í maí. Hann hafi því verið laus úr haldi að lokinni yfirheyrslu.
Málið telst því enn óupplýst en lögreglan segir að aukið eftirlit sem gripið var til vegna óþekkta árásarmannsins verði haldið áfram. Rannsókn málanna sé í forgangi hjá lögreglunni og allt kapp sé lagt á að finna þann sem var að verki.