Tryggvi Hrafn eftir sigur Vals í Frostaskjóli: „Þetta var hálfpartinn furðulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 21:30 Tryggvi Hrafn kemur sér í skotstöðu. Vísir/Anton Brink „Ég segi bara allt gott, þetta var hálfpartinn furðulegt. Það var 2-0 fyrir þeim eftir 5 mínútur en einhvern veginn endum við á að vera svekktir að vera ekki með meira en tveggja marka forystu í hálfleik,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson eftir ótrúlegan sigur Vals á KR í Bestu deild karla í fótbolta. KR tók á móti Val í stórleik 10. umferðar Bestu deildarinnar. Heimamenn í KR komust 2-0 yfir strax í upphafi leiks en svo ekki söguna meir. Valur skoraði fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-4 í hálfleik. „Þeir eru betri í seinni hálfleik en auðvelda þetta fyrir okkur með því að fá rautt,“ sagði Tryggvi Hrafn um síðari hálfleikinn en Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR sá rautt og þar með var leiknum endanlega lokið, lokatölur í Frostaskjóli 3-5. Finnur Tómas sá rautt.Vísir/Anton Brink „Þeir skapa sér samt ekkert og við fáum færin þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Þeir eru síðan ofan á í baráttunni þrátt fyrir að vera manni færri. Við siglum þessu samt heim og ég er mjög sáttur með það.“ „Við vorum að fá fullt af sénsum, sérstaklega með því að fara á bakvið þá og þá töluvert vinstra megin hjá mér. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun móts að skora svo ég vill ekki vera of frekur, tek tveimur mörkum og þremur stigum,“ sagði Skagamaðurinn en hann hefði hæglega getað skorað þrennu í kvöld. Þessi snerting hér endaði í netinu.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru ekki með Val í kvöld. Tryggvi Hrafn sagði að þar færu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar en sigur kvöldsins hefði sýnt hversu mikilvægt það væri að vera með stóran, sterkan og breiðan hóp. „Þetta var engin flugaeldasýning spilalega séð. Við vorum góðir í skyndisóknum, þetta var mikið af löngum boltum og vinna seinni bolta. Eitthvað sem við þurfum að gera þegar við spilum á svona völlum. Við gerðum vel í dag, sóttum hratt á þá og skoruðum fimm.“ Mark í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink „Völlurinn er allt í lagi en það er erfitt að reikna með hvert boltinn er að fara þegar hann á jörðinni, getur skoppað upp og því um líkt. Þetta er bara hluti af þessu, maður aðlagar sig að því hvernig völlurinn er. Það er spilaður öðruvísi bolti á grasi en gervigrasi,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum við Gunnlaug Jónsson. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
KR tók á móti Val í stórleik 10. umferðar Bestu deildarinnar. Heimamenn í KR komust 2-0 yfir strax í upphafi leiks en svo ekki söguna meir. Valur skoraði fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-4 í hálfleik. „Þeir eru betri í seinni hálfleik en auðvelda þetta fyrir okkur með því að fá rautt,“ sagði Tryggvi Hrafn um síðari hálfleikinn en Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR sá rautt og þar með var leiknum endanlega lokið, lokatölur í Frostaskjóli 3-5. Finnur Tómas sá rautt.Vísir/Anton Brink „Þeir skapa sér samt ekkert og við fáum færin þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Þeir eru síðan ofan á í baráttunni þrátt fyrir að vera manni færri. Við siglum þessu samt heim og ég er mjög sáttur með það.“ „Við vorum að fá fullt af sénsum, sérstaklega með því að fara á bakvið þá og þá töluvert vinstra megin hjá mér. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun móts að skora svo ég vill ekki vera of frekur, tek tveimur mörkum og þremur stigum,“ sagði Skagamaðurinn en hann hefði hæglega getað skorað þrennu í kvöld. Þessi snerting hér endaði í netinu.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru ekki með Val í kvöld. Tryggvi Hrafn sagði að þar færu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar en sigur kvöldsins hefði sýnt hversu mikilvægt það væri að vera með stóran, sterkan og breiðan hóp. „Þetta var engin flugaeldasýning spilalega séð. Við vorum góðir í skyndisóknum, þetta var mikið af löngum boltum og vinna seinni bolta. Eitthvað sem við þurfum að gera þegar við spilum á svona völlum. Við gerðum vel í dag, sóttum hratt á þá og skoruðum fimm.“ Mark í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink „Völlurinn er allt í lagi en það er erfitt að reikna með hvert boltinn er að fara þegar hann á jörðinni, getur skoppað upp og því um líkt. Þetta er bara hluti af þessu, maður aðlagar sig að því hvernig völlurinn er. Það er spilaður öðruvísi bolti á grasi en gervigrasi,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum við Gunnlaug Jónsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06