Fúlar stjörnur sem þurfa að spila fram á nótt í París Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 23:31 Þreyttur Novak Djokovic í leiknum í nótt og skal engan undra. Vísir/Getty Opna franska meistaramótið fer fram í París þessa dagana en mótið er eitt af fjórum risamótum ársins. Stjörnur mótsins eru þó ósáttar með skipulagið í Frakklandi. Opna franska mótið í tennis sem leikið er á Roland Garros leikvanginum er eitt af fjórum risamótum í tennis á hverju ári. Komið er fram í fjórðu umferð mótsins en úrslitaleikirnir fara fram um næstu helgi. Stórstjarnan Novak Djokovic tryggði sér einmitt sæti í fjórðu umferðinni í nótt með sigri á Ítalíumanninum Lorenzo Musetti eftir fimm setta leik. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 29 mínútur en margar af stjörnum mótsins hafa gagnrýnt tímasetningu leikja á mótinu. Leiknum lauk ekki fyrr en klukkan var rúmlega þrjú að nóttu til og aldrei hefur leik lokið jafn seint á Opna franska mótinu. Skipuleggjendur mótsins tróðu tveimur kvöldleikjum fyrir í dagskránni vegna rigningar og skipulagið fór í vaskinn. „Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna en ég held að það hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Djokovic í viðtali eftir leik en hann á titil að verja á mótinu. „Það væri heillandi að einhverju leyti að vinna leik klukkan þrjú að nóttu til ef um væri að ræða síðasta leik mótsins, en þannig er það ekki núna.“ „Stefnir heilsu leikmanna í voða“ Fleiri leikmenn hafa tjáð sig um tímasetningu leikjanna. Hin bandaríska Coco Gauff segir að þetta sé ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum sem lenda í þessum aðstæðum og út frá heilsusjónarmiðum ætti ekki að spila leiki svona seint. „Ég held í alvörunni að það sé verið að stefna heilsu leikmanna í voða. Maður kemst ekki í rúmið fyrr en í fyrsta lagi klukkan fimm. Jafnvel ekki fyrr en klukkan sjö að morgni til.“ Efsta kona heimslistans Iga Swiatek segist efast um að áhorfendur nenni að horfa á leiki sem klárast svona seint. „Ég veit ekki hvort þeir horfa á leikina ef þeir þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. Ekki ef leikirnir klárast klukkan tvö eða þrjú að nóttu.“ Tennis Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira
Opna franska mótið í tennis sem leikið er á Roland Garros leikvanginum er eitt af fjórum risamótum í tennis á hverju ári. Komið er fram í fjórðu umferð mótsins en úrslitaleikirnir fara fram um næstu helgi. Stórstjarnan Novak Djokovic tryggði sér einmitt sæti í fjórðu umferðinni í nótt með sigri á Ítalíumanninum Lorenzo Musetti eftir fimm setta leik. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 29 mínútur en margar af stjörnum mótsins hafa gagnrýnt tímasetningu leikja á mótinu. Leiknum lauk ekki fyrr en klukkan var rúmlega þrjú að nóttu til og aldrei hefur leik lokið jafn seint á Opna franska mótinu. Skipuleggjendur mótsins tróðu tveimur kvöldleikjum fyrir í dagskránni vegna rigningar og skipulagið fór í vaskinn. „Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna en ég held að það hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Djokovic í viðtali eftir leik en hann á titil að verja á mótinu. „Það væri heillandi að einhverju leyti að vinna leik klukkan þrjú að nóttu til ef um væri að ræða síðasta leik mótsins, en þannig er það ekki núna.“ „Stefnir heilsu leikmanna í voða“ Fleiri leikmenn hafa tjáð sig um tímasetningu leikjanna. Hin bandaríska Coco Gauff segir að þetta sé ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum sem lenda í þessum aðstæðum og út frá heilsusjónarmiðum ætti ekki að spila leiki svona seint. „Ég held í alvörunni að það sé verið að stefna heilsu leikmanna í voða. Maður kemst ekki í rúmið fyrr en í fyrsta lagi klukkan fimm. Jafnvel ekki fyrr en klukkan sjö að morgni til.“ Efsta kona heimslistans Iga Swiatek segist efast um að áhorfendur nenni að horfa á leiki sem klárast svona seint. „Ég veit ekki hvort þeir horfa á leikina ef þeir þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. Ekki ef leikirnir klárast klukkan tvö eða þrjú að nóttu.“
Tennis Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn