„Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 19:57 Ingvar Örn segir leiðinlegt að vinur hans hafi ekki getað kosið. Þar hafi eitt atkvæði farið í súginn. Vísir Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. Þúsundir Íslendinga hafa nýtt kosningarétt sinn um allt land í dag og var Ingvar Örn meðal þeirra sem hélt á kjörstað með vini sínum. Áfangastaðurinn var Ölduselsskóli í Breiðholti. „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ segir Ingvar Örn í færslu á Facebook og segir frá vini sínum. „Hann var búinn að ákveða hver á að vera næst forseti. En hann er með einhverfu og á erfitt með ýmsar aðstæður. Eins og kjörklefa. Vill ekki fara inn í hann. Og þá mátti hann ekki kjósa!“ Ingvar segir í samtali við fréttastofu að hann hefði mátt fylgja honum inn í klefann og merkja í réttan reit fyrir hann. Vinur hans treysti sér einfaldlega ekki inn í kjörklefann. Vinurinn hafi ekki mátt kjósa við kennaraborð í Ölduselsskóla, fyrir utan kjörklefann, og heldur ekki senda Ingvar inn í klefann í hans stað. „Þannig missti einn frambjóðandinn eitt atkvæði í dag,“ segir Ingvar. Þeim hafi verið bent á þann möguleika á að kjósa utankjörfundar. Þeir skoði það mögulega næst þótt hann sé ekki viss um að aðstæður þar, þó þær séu mögulega rólegri, gangi upp fyrir vin hans. „Fólk er ólíkt og þarf mismunandi aðstoð við að gera þetta. Ég held það sé hópur sem kýs aldrei þó að þau gætu það,“ segir Ingvar. „Gerum betur! Kosningar eiga að vera fyrir okkur öll! Líka þau sem gera hlutina aðeins öðruvísi.“ Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mannréttindi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þúsundir Íslendinga hafa nýtt kosningarétt sinn um allt land í dag og var Ingvar Örn meðal þeirra sem hélt á kjörstað með vini sínum. Áfangastaðurinn var Ölduselsskóli í Breiðholti. „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ segir Ingvar Örn í færslu á Facebook og segir frá vini sínum. „Hann var búinn að ákveða hver á að vera næst forseti. En hann er með einhverfu og á erfitt með ýmsar aðstæður. Eins og kjörklefa. Vill ekki fara inn í hann. Og þá mátti hann ekki kjósa!“ Ingvar segir í samtali við fréttastofu að hann hefði mátt fylgja honum inn í klefann og merkja í réttan reit fyrir hann. Vinur hans treysti sér einfaldlega ekki inn í kjörklefann. Vinurinn hafi ekki mátt kjósa við kennaraborð í Ölduselsskóla, fyrir utan kjörklefann, og heldur ekki senda Ingvar inn í klefann í hans stað. „Þannig missti einn frambjóðandinn eitt atkvæði í dag,“ segir Ingvar. Þeim hafi verið bent á þann möguleika á að kjósa utankjörfundar. Þeir skoði það mögulega næst þótt hann sé ekki viss um að aðstæður þar, þó þær séu mögulega rólegri, gangi upp fyrir vin hans. „Fólk er ólíkt og þarf mismunandi aðstoð við að gera þetta. Ég held það sé hópur sem kýs aldrei þó að þau gætu það,“ segir Ingvar. „Gerum betur! Kosningar eiga að vera fyrir okkur öll! Líka þau sem gera hlutina aðeins öðruvísi.“
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mannréttindi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira