Friðartillaga Ísraela sem Biden kynnti virðist fá hljómgrunn Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2024 23:44 Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann kynnti friðartillögur Ísraela í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti nýja friðaráætlun Ísraela sem felur í sér vopnahlé gegn því að Hamas-samtökin frelsi alla gísla í haldi þeirra. Hamas-liðar eru sagðir hafa tekið vel í tillögurnar. „Það er kominn tími til þess að þessu stríði ljúki og að dagurinn á eftir hefjist,“ sagði Biden þegar hann kynnti tillöguna í dag. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa heimilað samninganefnd sinni að leggja tillöguna fram. Stríðinu ljúki þó ekki fyrr en Ísraelar ná öllum markmiðum sínum um endurheimt gíslanna og fullnaðarsigri á Hamas. Friðartillögurnar eru í þremur áföngum. Sá fyrsti felst í sex vikna vopnahléi þar sem Ísraelsher væri dreginn til baka frá öllum „byggðum svæðum“ Gasastrandarinnar. Palestínumenn gætu snúið heim til sín og neyðaraðstoð yrði leyft að flæða inn. Þá hefðu Ísraelar og Hamas skipti á einhverjum gíslanna sem Hamas-liðar tóku í árás sinni 7. október, þar á meðal eldra fólki og konum, og hundruðum palestínskra fanga. Annar áfangi áætlunarinnar felur í sér að Hamas og ísraelsk stjórnvöld setjist niður og semji um varanlegan frið. Vopnahléð yrði framlengt svo lengi sem viðræðurnar héldu áfram. Þriðji áfanginn felur í sér meiriháttar endurbyggingu Gasa með aðstoð Bandaríkjastjórnar og alþjóðasamfélagsins. Erfitt að komast úr áfanga eitt yfir í tvö Hamas sendu frá sér yfirlýsingu og lýstu sig tilbúin til þess að taka þátt á uppbyggilegan hátt í viðræðum um varanlegt vopnahlé, brotthvarf Ísraelshers, endurreisn Gasa, endurkomu íbúa þar og fangaskiptum ef Ísraelar gæfu sig í þær af fullri alvöru, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er virkileg örlagastund. Hamas segist vilja vopnahlé. Þessi samningur er tækifæri til þess að sanna að þeim sé alvara,“ sagði Biden í dag. Hann viðurkenndi þó að það gæti reynst þrautinni þyngra að komast úr áfanga eitt yfir í tvö með viðræðum stríðandi fylkinga. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20 Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
„Það er kominn tími til þess að þessu stríði ljúki og að dagurinn á eftir hefjist,“ sagði Biden þegar hann kynnti tillöguna í dag. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa heimilað samninganefnd sinni að leggja tillöguna fram. Stríðinu ljúki þó ekki fyrr en Ísraelar ná öllum markmiðum sínum um endurheimt gíslanna og fullnaðarsigri á Hamas. Friðartillögurnar eru í þremur áföngum. Sá fyrsti felst í sex vikna vopnahléi þar sem Ísraelsher væri dreginn til baka frá öllum „byggðum svæðum“ Gasastrandarinnar. Palestínumenn gætu snúið heim til sín og neyðaraðstoð yrði leyft að flæða inn. Þá hefðu Ísraelar og Hamas skipti á einhverjum gíslanna sem Hamas-liðar tóku í árás sinni 7. október, þar á meðal eldra fólki og konum, og hundruðum palestínskra fanga. Annar áfangi áætlunarinnar felur í sér að Hamas og ísraelsk stjórnvöld setjist niður og semji um varanlegan frið. Vopnahléð yrði framlengt svo lengi sem viðræðurnar héldu áfram. Þriðji áfanginn felur í sér meiriháttar endurbyggingu Gasa með aðstoð Bandaríkjastjórnar og alþjóðasamfélagsins. Erfitt að komast úr áfanga eitt yfir í tvö Hamas sendu frá sér yfirlýsingu og lýstu sig tilbúin til þess að taka þátt á uppbyggilegan hátt í viðræðum um varanlegt vopnahlé, brotthvarf Ísraelshers, endurreisn Gasa, endurkomu íbúa þar og fangaskiptum ef Ísraelar gæfu sig í þær af fullri alvöru, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er virkileg örlagastund. Hamas segist vilja vopnahlé. Þessi samningur er tækifæri til þess að sanna að þeim sé alvara,“ sagði Biden í dag. Hann viðurkenndi þó að það gæti reynst þrautinni þyngra að komast úr áfanga eitt yfir í tvö með viðræðum stríðandi fylkinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20 Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20
Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05